Menning
Huldukonur er heimildasöfnunarverkefni í umsjón Ástu Kristínar Benediktsdóttur, Írisar Ellenberger og Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og er samantekt á íslenskum heimildum sem fjalla um hinsegin kynverund kvenna og annars fólks sem litið er á sem konur frá árunum 1700 - 1960. Markmið verkefnisins er að gera þessar heimildir aðgengilegar fræðafólki, nemendum og almenningi og koma nýjum rannsóknum í hinsegin sögu af stað. Stúdentablaðið ræddi við Ástu Kristínu um tilurð verkefnisins og hinsegin sagnfræðirannsóknir.
Karítas Hrundar Pálsdóttir er höfundur bókanna Árstíðir – Sögur á einföldu máli (2020) og Dagatal – Sögur á einföldu máli (2022) sem kemur út í næstu viku. Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Bækurnar innihalda 91–101 stuttar og aðgengilegar sögur sem fjalla um siði og venjur á Íslandi. Sögurnar eru skrifaðar sérstaklega fyrir lesendur með íslensku sem annað mál (á getustigi A2 til B2 samkvæmt Evrópurammanum). Þær styðja þannig hvort tveggja við tungumála- og menningarlæsi.
Sjá nánar, @arstidir_sogur á Instagram og
https://www.utgafuhus.is/products/arstidir-karitas-hrundar-palsdottir
Árstíðir hefur verið gefin út sem kilja, rafbók og hljóðbók þar sem tólf einstaklingar úr ólíkum áttum lesa sögurnar til að sýna að íslenska er allskonar.
Francesca Stoppani tók viðtal við einn meðlima hljómsveitarinnar Volcanova um hið svokallaða pöddurokk.
Birta Björnsdóttir Kjerúlf gerði sér ferð á Hönnunarsafn Íslands og kíkit á sýninguna Til laugar
Anna María Björnsdóttir og Snædís Björnsdóttir spjölluðu við Guðmund Felixson um grínið og lífið.
Snædís Björnsdóttir hittir nemendur og kennara í áfanganum Á þrykk og spjallar um bókina sem væntanleg er úr áfanganum í vor.
Árni Pétur Árnason fjallar um hljómsveitir sem eiga það allar sameiginlegt að vera skipaðar ungu fólki.
Geta læknar nýtt sér bókmenntafræði í starfi sínu? Guðrún Steinþórsdóttir, nýdoktor í bókmenntum, hefur undanfarin misseri kennt læknanemum að nota bókmenntafræði í samskiptum sínum við skjólstæðinga. Doktorsritgerð hennar, Raunveruleiki hugans er ævintýri: Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur kom út á bókarformi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi fyrir jólin. Stúdentablaðið settist niður með Guðrúnu til að ræða doktorsritgerðina, kennsluna í læknadeildinni og vensl þessa tveggja greina - bókmenntafræði og læknisfræði -, sem við fyrstu sín virðast kannski ekki augljós.
Arnheiður Björnsdóttir ræðir við doktorsnemann Eva Hrönn Árelíusd. Jörgensen um heilsumannfræði.
Síðastliðin ár hafa meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands fengið það strembna verkefni að skrifa smásögur í ákveðnum orðafjölda. Jólabók ritlistarnema kemur út um miðjan desember og hver saga bókarinnar þarf að vera nákvæmlega 91 orða löng.
Igor Stax rekur sögu jólanna í heimalandi sínu, Úkraínu (á úkraínsku).
//
Igor Stax tells us about the history of Christmas in his native Ukraine (Ukranian version).
Follow us on