75369303_526566654830186_8810916723873021952_n.jpg

Stúdentablaðið er gefið út fjórum sinnum yfir skólaárið, tvisvar á hvoru misseri. Blaðið er gefið út af Stúdentaráði Háskóla Íslands og er málgagn allra stúdenta. Blaðið gegnir fyrst og fremst hlutverki upplýsinga- og afþreyingarmiðils háskólanema. Ritstjóri Stúdentablaðsins skólaárið 2023-2024 er Jean-Rémi Chareyre.

Stúdentablaðið var fyrst gefið út þann 1. desember árið 1924 og hefur blaðið verið gefið út með reglubundnum hætti frá stofnun þess. Stúdentablaðið hefur alla tíð gegnt því hlutverki að vera vettvangur fyrir háskólanema og umfjöllun um hagsmunamál þeirra, en þátttaka stúdenta er forsenda fyrir tilvist blaðsins. Því viljum við eindregið hvetja þau sem hafa áhuga á að taka þátt í gerð blaðsins eða koma að því á einhvern hátt til að senda okkur tölvupóst á netfangið studentabladid@hi.is og þau sem vilja koma einhverju á framfæri við skrifstofu Stúdentaráðs að senda tölvupóst á netfangið shi@hi.is.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér