Kyngerving kvenna: áhrif þess á andlega heilsu
Hugmyndin að eftirfarandi grein er dreginn af rannsóknum mínum um kynferðislegt mansal og Ted Talk fyrirlestur tiltlaðan „The dangerous ways ads see women“ (hin hættulega sýn auglýsinga á konur) eftir Jean Kilbourne, sem ég mæli eindregið með.
Karllægt sjónarhorn listasögunnar og fjölmiðla
Maður þarf aðeins að líta stuttlega yfir listasöguna til að sjá að konur hafa ávallt verið túlkaðar sem fagrar. Dregin hefur verið upp mynd af gömlum eða ljótum konum en þá aðallega í skammlífum raunsæis listastefnum. Mikill meirihluti kvenna í list hefur verið settur á stall eftir ímynd karlmanna um hvernig konur eigi að vera.
Þetta karllæga sjónarhorn (e. male gaze) er hugtak sem lýsir því hvernig konum hefur verið stillt upp til að þóknast gagnkynhneigðum karlkyns áhorfendum. Hvort sem það er sem ýktar kynlífs verur eða sem saklausir englar, þá birtast konur á skjánum oft sem skopmyndir með lítið innihald í stað raunverulegs mannfólks. Aðeins nýlega hafa þrívíðar kvenpersónur skrifaðar af kvenhöfundum færst í aukanna.
Þá spyr ég mig, í ljósi árþúsundanna þar sem konum var sagt hvernig þær ættu að haga sér og líta út í þágu karlmanna, hvernig vitum við þá að það sem konur tala um sem raunverulegar þarfir sínar, hugsanir, tilfinningar og hugmyndir séu án áhrifa frá karllæga sjónarhorninu. Hvernig vitum við að konur í dag séu raunverulega frjálsar án þess að tjá gamlar venjur karllæga samfélagsins.
Að mínu mati höfum við ekki færst alfarið frá þessum gömlu myndum. Hvernig ættum við svo sem að hafa gert það? Raddir kvenna hafa aðeins verið áberandi á síðustu áratugum, sem er ekkert í samanburði við tilvist mannkyns, og hugmyndir og þarfir kvenna gæta enn áhrifa karllæga sjónarhornsins.
Þrýstingurinn til að vera sexí
Margt er vafasamt við að kyngera konur sem hefur margt verið fjallað um löngu fyrir þessi skrif. Þá má til dæmis nefna hlutgervingu kvenna og fordómafullt eðli kynlífsvæðingarinnar. Í þessari grein ætla ég hinsvegar að einblína á utanaðkomandi þrýstingi frá samfélaginu sem margar konur finna fyrir til þess að vera alltaf aðlaðandi. Í mörgum vesturlöndum verða konur að einhverjum ástæðum alltaf að vera aðlaðandi, hvað það svo sem er sem þær eru að gera, hvort sem þær gangi, tali eða beygi sig niður til að ná í eitthvað. Jafnvel þó þær vilji ekki virðast aðlaðandi geta líkamar þeirra orðið að kynlífstáknum á hvaða tíma dags sem er að því sem virðist vera ástæðulausu. Ef konu er heitt og hún klæðist stuttbuxum getur hún átt von á því að sé starað á hana, hvíslað eða jafnvel gerðar athugasemdir um líkama hennar. Þetta leiðir oft til kvíða um að þurfa að „leika“ kyngervi sitt (þ.e. „vera sexí til þess að teljast kona“) eða hræðslu við að vera gagnrýndar fyrir tilvist þeirra.
Fullkomna myndin sem hvergi finnst
Kynlífsvæðing kvenlíkamans veldur því einnig að hann er alltaf myndaður á „fullkominn“ hátt. Kvenlíkaminn er myndaður og skoðaður í bak og fyrir og lýst sem fullkomnum í alla staði. Nú til dags er þetta sérstaklega áberandi með filterum á öllum myndum á samfélagsmiðlum og stjörnunum sem „fegra“ sig hálfsmánaðarlega með lýtaaðgerðum og þess háttar. Ég trúi ekki að til sé ein einasta mynd á netinu sem ekki hefur verið átt við á einhvern hátt. Vægast sagt getur þetta leitt til depurðar, óöryggis og annarra neikvæðra tilfinninga hjá fólki sem ekki getur tileinkað sér þessa ónáttúrulegu fullkomnun. Fyrir margar konur er það líka átakanlegt að eldast þar sem lítið er um að dregnar séu fram jákvæðar eða aðlaðandi myndir af eldri konum. Konum er einkum stillt upp á móti gríðarstórum öflum, náttúrunni og tímanum. Ekki furða að þær sigri ekki.
Hvernig má ná út fyrir myndina
Til þess að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir finni fyrir slæmri sjálfsmynd, kvíða og ranghugmyndum varðandi líkama sína, verðum við að fræða fólk af öllum kynjum og auka raunverulegar myndir á samfélagsmiðlum. Það er ekkert að því að snyrta aðeins myndir til aðgerða þær meira aðlaðandi eða skrifa sögur með óraunhæfum persónum. Það er oft gott að flýja streituvaldandi raun heiminn inn í ímyndun. Hins vegar held ég að þessar „fullkomnu“ myndir af konum sem kyntáknum sem gegnsýrð samfélagið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á sjálfsmynd margra. Það er bara óeðlilegt að biðja fólk um að líta óaðfinnanlega út öllum stundum og því miður finnst mörgum þau vera ófullnægjandi manneskjur þar sem þau ætla sér að líta fullkomlega út á öllum aldri.
Ég vil líka minnast aftur á kyngervingu kvenna í hversdagslegum athöfnum sínum. Það skiptir miklu máli að sýna kvenlíkamann sem eitthvað náttúrulegt, sem hefur sárlega vantað hingað til. Líkamar kvenna þurfa alltaf að tákna eitthvað, hvort sem það er sakleysi, móðurhlutverkið eða kynlíf. Tilvist þeirra má ekki vera bara náttúrlega og hlutlaus í núverandi samfélagi vegna sögulegrar venju um aukamerkingu sem hefur verið tengd kvenkyninu hingað til. Þess vegna fá konur í sífellu athugasemdir um líkama sína þegar þær ganga út í daginn.
Til þess að stöðva þessa hegðun sem lýst hefur verið hér að ofan verðum við að kenna komandi kynslóðum að líta á kvenlíkamann sem náttúrulegan hlut sem hefur það að meginmarkmiði að hýsa meðvitund manneskju en ekki að þóknast hinum eða þessum. Það ætti aðeins að kyngera líkama þegar manneskjan sem á hann vill láta líta þannig á sig en ekki þegar aðrir vilja sjá hann þannig. en ekki þegar aðrir vilja.