Posts in Lífstíll
Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu: Sjö tillögur til þess létta lífið! (Vonandi)

Kórónaveiran hefur breytt heiminum að nánast öllu leyti og er háskólasamfélagið og líf stúdenta engin undantekning. Jafnvel upp á sitt besta getur líf stúdenta verið erfitt, en það er sérstaklega erfitt þessa dagana. Til þess að létta ykkur lífið viljum við deila með ykkur nokkrum heilræðum sem hafa gagnast okkur og hjálpað við að takast á við þetta óvissuástand!

Read More
LífstíllSam Cone
Huggulegri stúdentaíbúð í samkomubanni: kósý og praktísk ráð

Það er vandasamt að koma sér fyrir í litlu rými, eins og t.d. í stúdíóíbúðum Stúdentagarða. Nú eru skrítnir tímar og samfélagslegar aðstæður gera það að verkum að við eyðum mun meiri tíma heima hjá okkur en vanalega. Þá getur verið gott fyrir fólk sem býr í lítilli íbúð að vera útsjónasamt og nýta rýmið sem best. Hvað er hægt að gera við þetta litla útskot? Af hverju er geymslan svona óþarflega stór og hvernig get ég nýtt hana? Hvernig er best að nýta íbúðina í að að sofa, elda, læra, horfa á þætti, prjóna og gera heimaæfingar, allt á sama stað? Hvernig er hægt að gera íbúðina notalegri? Lausnin þarf ekki endilega að vera dýr og óþarfi er að rjúka í IKEA til að kaupa allt sem vantar. Það er frábært að kíkja í Góða hirðinn eða aðra markaði sem selja notaða hluti og kaupa ódýra og nytsamlega hluti fyrir íbúðina - svo þarf líka oft ekki að kaupa neitt, bara að breyta til og lagfæra! Hér koma góð ráð og hugmyndir um hvernig þú getur gert lítið rými að betri íverustað.

Read More
Háskólaforeldrar

Stúdentablaðið hafði samband við fjóra háskólaforeldra og fékk þá til að skrifa um reynslu sína af því að eiga barn í háskólanámi. Hvað er vel gert í fjölskyldumálum í Háskóla Íslands og hvað mætti betur fara?

Read More
LífstíllRitstjórn
Hvað getum við gert?

Til eru margar leiðir til þess að hjálpa umhverfinu okkar og það er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum. Þú þarft ekki að gjörbreyta lífsstílnum á einum degi, en hvert lítið skref í átt að umhverfisvænni neysluhegðun er betra en ekkert.

Read More
LífstíllDavíð Pálsson