Ókeypis í sumar

Stúdentablaðið/Unsplash

Stúdentablaðið/Unsplash

Margir halda að til þess að geta gert skemmtilega hluti þurfi maður að eiga pening. En það er hreinlega ekki rétt. Hér eru tíu hlutir sem þú getur gert í sumar án þess að borga krónu fyrir.

 

Farðu í Elliðaárdal, Ægisíðu, Heiðmörk eða Öskjuhlíð, settu á þig heyrnartól og taktu göngutúr. Ef þú nennir ekki ein/n/tt, geturðu tekið vini, fjölskyldumeðlimi, fjölskylduhundinn eða barnið þitt með! Ef þú býrð á háskólasvæðinu er ótrúlega flottur göngustígur hjá Norræna húsinu þar sem þér mun líða eins og þú sért úti á landi að horfa á borgina.

Í staðinn fyrir að hitta vini á kaffihúsi geturðu farið í kaffi til þeirra, boðið þeim heim eða hitt þau á fallegum stað í lautarferð. Þú getur smurt þér samloku heima, lagað kaffi og mætt með það!

Youtube-ræktin: Í staðinn fyrir að fara í ræktina geturðu gert heimaæfingar. Notaðu Youtube til að finna æfingar sem þú hefur áhuga á eins og jóga eða pilates. Einnig geturðu notað öpp með tilbúnum æfingum eða farið út að hlaupa.

Farðu á ströndina í Nauthólsvík.

Farðu í fjöruferð á Seltjarnarnesi. Fjaran þar er ekki bara með góða göngustíga, vita og fallegt útsýni heldur geturðu farið í heitt fótabað. Áður en þú ferð niður í fjöruna er lítil heit laug þar sem hægt er að dýfa fótunum ofan í og njóta útsýnisins.

Ef þú átt börn geturðu farðu með þau á bókasafnið. Þið getið hangið þar í klukkutíma og lesið og skoða bækur og leikið (hljóðlega). Svo getið þið farið og heilsað upp á endurnar á Tjörninni.

Kósíkvöld! Bjóddu vinum þínum í heimsókn og horfið saman á mynd eða hámhorfið (e. binge-watch) á þætti allan daginn! Fáðu hvern og einn til að koma með eitthvað eins og snakk eða nammi og þú kemur með einn hlut eins og popp. Þetta er einnig hægt að gera með börnunum og fjölskyldunni og kostar lítið sem ekkert!

Eyddu deginum í að fara í gegnum skápana, gefðu frá þér hluti sem þú vilt ekki eiga og skipulegðu herbergið þitt eða íbúðina þína!