Innlit á Stúdentagarða

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið kíkti í heimsókn á Stúdentagarðana í Brautarholti. Sálfræðineminn Azra Crnac varð fyrir valinu í þetta skiptið. Ásamt því að sinna háskólanámi vinnur Azra í skammtímavistuninni Móaflöt og sinnir félagsstörfum af fullum krafti í Stúdentaráði. Smekkleg íbúð hennar er fallega skreytt með einföldum hlutum og skemmtilegri litablöndu. Skærgræni veggurinn sem nokkrar íbúðir Brautarholts skarta passar furðu vel við aðra látlausari liti. Það má segja að í íbúðinni sé sambland af áhugaverðum nýjum hlutum og eldri munum. Sem dæmi má nefna viðarmortel sem Azra keypti þegar hún fór í heimsókn til heimalands síns, Bosníu.

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Hefur þú áhuga á innanhússhönnun?

Já, ég hef mjög gaman af fallega innréttuðum, einföldum og vel búnum heimilum.


Eru flest húsgögnin ný eða notuð?

Flest er notað, en það er svo sem ekkert svakalega mikið hérna inni.


Hversu mörg % af íbúðinni eru úr IKEA?

Ætli hlutfallið sé ekki u.þ.b. 75% IKEA og rest blandað.


Hvar verslar þú helst fyrir íbúðina?

IKEA er svona einfaldasti staðurinn fyrir námsmann að versla þó ég kíki í Rúmfatalagerinn af og til. En ég kíki alltaf reglulega á síður nytjamarkaða, svo sem Kompuna í Keflavík, og athuga hvort það leynist eitthvað sniðugt þar.


Hvert er uppáhaldshúsgagnið þitt? 

Það mun vera sófinn minn sem er einnig beddi. Ég var með mörg skilyrði um það hvernig sófinn minn ætti að vera. Hann þurfti helst að vera svefnsófi sem tæki ekki allt of mikið pláss, væri stílhreinn, ágætlega þægilegur og ekki síst ódýr. Þegar ég var að flytja kíkti ég fyrir tilviljun í Kompuna í Keflavík og sá þennan sófa á heilar 4000 krónur. Ég þurfti bara að þrífa af púðunum og þurrka af honum. Hann hefur nýst mér afar vel og er yfirleitt það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar það kemur í heimsókn. 

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Stefanía Stefánsdóttir