Ugla - Brot af því besta

Ég slæ inn ugla.hi.is og á skjánum birtist hún, Uglan mín, Uglan okkar allra. 

Um þessar mundir er í innleiðingu nýtt námsumsjónarkerfi innan HÍ sem nefnist Canvas. Einhver óþægindi voru af því að nota bæði Ugluna og Moodle og því var ákveðið að skipta alfarið yfir í eitt kerfi haustið 2020. Nemendur munu þó áfram nota Ugluna til þess að komast inn á Canvas og til þess að skrá sig í og úr námskeiðum. Uglan er því ekki að fljúga burt eins og heyrst hefur í gegnum vínviðinn. Uglan passar upp á að dagar eins og dagur íslenska táknmálsins, öskudagurinn, páskadagur, bolludagur, Valentínusardagur, dagur hvíta stafsins, jafnréttisdagar og Japanshátíð háskólans fari ekki framhjá okkur. Stuðningsríkari Ugla fyrirfinnst ekki. Hún fylgist með Eurovision, telur niður til jóla og heldur með íþróttaliðum. Hún minnir okkur á að gefa blóð, klæða okkur vel, hjóla með hjálm en stundum er hún ekki að minna á neitt, stundum er hún bara sætur töffari með yfirvaraskegg. Lengi lifi Uglan.

Stúdentablaðið bendir áhugasömum á Facebook-síðu Uglunnar: https://www.facebook.com/Ugla.Hi.is/ 

Mynd/Stúdentablaðið

Mynd/Stúdentablaðið