Posts in Sjónarmið
Að verða Innlendingur

Undanfarin ár hafa nemendur af erlendum uppruna farið fram úr fjölda skiptinema sem stunda nám við Háskóla Íslands. Það er mikil áskorun fyrir nemendur sem hafa ekki íslensku að móðurmáli að stunda nám sem kennt er á íslensku en vert er að geta þess að stór hluti íslenskra nemenda eiga einnig í erfiðleikum með tungumál íslenskra fræða.

Read More
Ég er komin heim

Þetta er skrítið ferli, að flytja að heiman. Þú ert ekki lengur byrði á foreldrum þínum og þarft að fara hugsa um að kaupa klósettpappír og muna eftir að fylla á uppþvottalöginn. Þú þarft að muna eftir svona fullorðins hlutum, peningurinn fer ekki lengur allur í mat á skyndibitastöðum. Það er samt gaman að vera í þessum fullorðinsleik, er það ekki?

Read More
Fútúriskar myndir

Þar sem framtíðin er þema þriðja tölublaðs Stúdentablaðsins datt mér í hug að setja saman lista af myndum um framtíðina. Ég meina, það er alltaf gaman að velta framtíðinni fyrir sér eða minnast gömlu góðu daganna. Þannig hví ekki að kíkja á gamla gullmola vísindaskáldskaparins.

Read More
Elsku Róna

Satt að segja þótti mér leitt að frétta að þú værir umfjöllunarefni þessa blaðs. Ég meina, það snýst allt um þig núorðið. - Segir Maura í bréfi til Rónu.

Read More
SjónarmiðMaura Rafelt
Bleikt eða blátt?

Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur.

Read More
Ný tækni = Nýr veruleiki

Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað á síðastliðnum áratugum og þá sér í lagi síðustu árum. Fjórða iðnbyltingin er gengin í garð og við þurfum að fylgja henni svo við drögumst ekki aftur úr. Hér er átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum

Read More
Aðdáun á störfum

Sæti strákurinn er nefnilega oftar en ekki einhver útgáfa af ofurmenni. Hann hefur hæfileikana, aurinn, útlitið og sjarmann, þ.e. með öðrum orðum þá er hann allur pakkinn. Þegar sæta stelpan hittir fyrst sæta strákinn þá beinast spjótin oft að vinnu hans.

Read More
Mér vantar engan málstaðal, takk

Árið 2017 létu yfir þrjátíu þúsund Mexíkóbúar lífið í tengslum við stríðið gegn fíkniefnum. Hér á Íslandi geisar öðruvísi stríð. Vissulega hefur enginn fallið í valinn svo vitað sé og líklega myndu hin þágufallssýktu fórnarlömb ekki telja það smekklegt að þau séu borin saman við fórnarlömb raunverulegra harðinda. Hins vegar eiga þessi tvö ólíku stríð eitt sameiginlegt: bæði eru tilraunir til að breyta einhverju sem ekki verður breytt.

Read More