Elsku Róna
Translation: Stefán Ingvar Vigfússon
Allar fréttir, samtöl við ókunnuga, samtöl við vini, símtöl við ömmu og annar hver tölvupóstur. Þú ert úti um allt. Ég get ekki einu sinni talað við mínu bestu vini í tíu mínútur án þess að þú ryðjist inn þessa dagana. Þú ert hluti af öllum samtölum. HVERJU. EINA. OG. EINASTA. Ég er meira að segja að skrifa heila grein um þig, þegar ég hefði svo gjarnan vilja skrifa um eitthvað allt annað. En, hér er ég, að berjast við ranghvolfa augunum. En, veistu hvað? Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að segja hvað mér finnst um þig í raun og veru.
Ekki misskilja mig. Ég skil þetta mjög vel. Ég skil mjög vel hvað þú hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Það er þér að kenna að við þurfum öll að vera heima. Það er þér að kenna að við megum ekki hitta þau sem eru okkur kær. Ekki vini, ekki fjölskyldu. Við megum ekki ferðast, við megum ekki halda veislur. Svo ekki sé minnst á andlega þungann og einmanaleikann sem við upplifum. Sum okkar hafa misst vinnuna, önnur eru glíma alvarleg veikindi. Sum okkar hafa jafnvel dáið af þínum völdum.
Þess vegna tölum við endalaust um þig. Þú ert búin að rústa plönunum okkar og samböndum sumra okkar. Það er ekki vegna þess að okkur líkar vel við þig eða vegna þess að við höfum ekkert annað að tala um. Ekki voga þér að halda það. Það er kann að vera auðvelt fyrir að standa í þeirri trú að mér sé farið að þykja smá vænt um þig. Ég er meira að segja búin að gefa þér gælunafn, eins og þú sér náin vinkona okkar. Ég lofa þér að það er ekki tilfellið, við erum ekki nálægt því að vera vinir.
Og núna hugsar þú örugglega: „Byrjar hún! Byrjar hún að kenna mér um allt sem amar að!“ Það er ekki satt, ég kenni þér alls ekki um allt. Ég hata bara hvað þú tekur mikið pláss í lífi okkar allra. Andlega og tilfinningalega byrðin sem það tekur að takast á við allt kjaftæðið í þér gæti ég nýtt í eitthvað allt annað og miklu betra. Ég gæti talað við vini mína um hvað skiptir þá raunverulega máli og hvað hreyfir við þeim á þessu erfiðu tímum. Ég gæti átt gæðastundir með fjölskyldunni minni, þótt það væri bara símleiðis. Ég gæti tekið mér tíma, reynt að ná til fólks í samfélaginu, heyrt hvað þau hafa að segja. Ég gæti haft samband við þau sem ég hef misst samband við. Eða bara tekið mér tíma, slakað á og hugsað um sjálfa mig.
Kannski er það rétt sem þú segir. Það er nóg komið. Þú virðist ekki ætla að láta okkur vera í bráð. Ég ætla að taka stjórn á eigin lífi. Ég ætla að búa til rými sem þú getur færð ekki aðgang að, bæði huglæg og eiginleg rými sem eru ætluð fólki og hlutum sem skipta mig máli. Ég ætla ekki að leyfa þér að stjórna öllu og huga betur að því sem ég tala um. Við komum auðvitað til með að tala um þig á endanum og ég hlusta auðvitað á áhyggjur þeirra sem eru í kringum mig. Ég er samt búin að sætta við mig við að við getum ekki breytt þér. Ég ætla samt að andskotans sjá til þess að ég eyði ekki minni dýrmætu orku eða tíma í þig lengur. Vinsamlegast hafðu það í huga að þetta erum við á móti þér. Og á endanum vinnum við.
Þannig að, fokkaðu þér Rona!
Kær kveðja, xxx