Skylduhráefni í búrinu

Þegar kemur að því að elda er alla jafna gott að eiga ákveðna hluti tiltæka. Með því að setja eftirfarandi hráefni á innkaupalistann tryggirðu að þú getir alltaf skellt í eina máltíð, hvernig sem viðrar.  

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu- Þorgeirsdóttir

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu- Þorgeirsdóttir

  1. Hvítlaukur, engifer, chili – þessi fersku krydd má alltaf nálgast matvöruverslunum. Gott er að steikja þessi hráefni áður en þú byrjar á uppskriftinni. Kryddin blandast olíunni og skila sér þannig betur út í réttinn. Þau gefa réttunum kraft.

  1. Súputeningar – nauðsynlegt í súpu- og kássugerð. Teningar geyma svo mikið bragð og efla réttinn þinn.

  2. Niðursuðuvörur – hérna á ég við alla hluti niðursoðna. Tómatar, nýrnabaunir, svartar baunir, kjúklingabaunir. Ég kippi alltaf nokkrum dósum með þegar ég fer út í búð. Innihaldið geymist bókstaflega endalaust.

  3. Ger og hveiti - í gerskortinum mikla tók fólk upp á því að baka sitt eigið súrdeigsbrauð. Ég kann það ekki af því ég hef alltaf átt ger í eldhúsinu mínu. Vatn, hveiti, ger, sykur. Þá verður til brauð.

  4. Pasta og hrísgrjón – ég á alltaf einhverskonar pasta. Þú getur gert fjöldann allan af réttum þar sem undirstöðuhráefnið er pasta. Sama gildir með hrísgrjón. Þessi hráefni eru líka saðsöm.

  5. Hnetusmjör – mér finnst alltaf gott að eiga til hnetusmjör. Embætti landlæknis er sammála mér. Ástæðan er eflaust sú að hnetusmjör er góð uppspretta próteina.

  6. Hafrar – hafragrautur á morgnana og hnetusmjör á kvöldin.

  7. Krydd -  salt og pipar getur gert hræðilegan rétt aðeins bærilegri. Ég mæli með að finna hvaða krydd þér finnst góð og eiga nóg af þeim uppi í skáp. Ég mæli með þurrkaðri papriku, cumin og karrýblöndu.

  8. Olía og edik – ólífuolía, plöntuolía, avokadóolía. Það er af nógu að taka. Ef þú ert bara að leita að bragðlausri olíu til að steikja upp úr, taktu þá einhverskonar plöntuolíu. Edik er ekki einungis gott í ákveðnum réttum heldur virkar það líka sem hreinsiefni.