Ritver Háskóla Íslands tók til starfa í janúar 2020. Þar áður höfðu verið starfandi Ritver við Menntavísindasvið og Hugvísindasvið en eftir sameiningu þeirra þjónar Ritver öllum nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands.
Read More,,Við hvað vil ég starfa?“ Er líklega spurning sem allir háskólanemar spyrja sjálfa sig að þegar þeir hugsa til framtíðarinnar. Oftar en ekki velja þeir námið út frá mögulegum frama sem það kann að bjóða upp á. Af þeirri ástæðu viljum við hjá Stúdentablaðinu veita ykkur, nemendur góðir, nokkur heillaráð við uppsetningu á ferilskránni sem munu vonandi hjálpa ykkur að landa draumastarfinu.
Read MoreCOVID-19 heimsfaraldurinn klauf ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um allan heim og knúði af stað öflugum dómínó-áhrifum, þar sem mörg ríki liðu fyrir efnahags- og samfélagskreppur. Í þessari grein svara stjórnmálafræðinemar spurningum um áhrif sóttvarnarlaga og heimsfaraldursins á framtíðarþróun stjórnmála.
Read MoreVið ræddum við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, forseta Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Hún sagði okkur frá hlutverki sínu í samtökunum, verkefnum og markmiðum þeirra og hvernig samtökin hafa þróast í hennar starfstíð.
Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli í ár. Í forsvari þess er manneskja sem er andlit stúdenta út á við; forseti SHÍ. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við nokkra fyrrum forseta og forvitnaðist um hvað þau hefðu gert á sínum tíma og hvað þau væru að fást við í dag.
Read MoreViltu komast að því hvaða persóna í háskólalífinu þú ert? Þræddu þig í gegnum sögurnar og veldu þann valmöguleika sem á best við þig hverju sinni.
Read MoreStúdentaráð Háskóla Íslands hefur tekið að sér verkefni af ýmsum toga síðastliðin hundrað ár. Hér er stiklað á stóru yfir þá sigra sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur unnið síðustu 100 ár.
Read MoreBryndís Ólafsdóttir er 24 ára nýútskrifaður mannfræðingur en Bryndís situr í jafnréttisnefnd SHÍ. Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði Bryndísi spjörunum úr varðandi störf og sigra nefndarinnar.
Read MoreUngmennafélagið AIESEC trúir því að leiðtogahæfileikar séu öllum nauðsynlegir og að öll geti tileinkað sér þá. Megintilgangur félagsins er auka traust til leiðtogahlutverksins og stendur það fyrir menningarskiptum í þeim tilgangi. Við ræddum við Mladen Živanović, forseta Íslandsdeildarfélagsins, í gegnum samskiptaforrit.
Árið 1911 voru Læknaskólinn, Lögfræðiskólinn og Prestaskólinn sameinaðir í Háskóla Íslands, með viðbættri Heimspekideild. Sama ár var íslenskum konum veittur jafn réttur til náms á við karlmenn með lagasetningu á Alþingi og þetta fyrsta starfsár Háskólans stunduðu 45 nemendur í honum nám, þar af ein kona.
Read MoreHér bendir Karitas á það hvernig tæknin getur orðið þinn besti vinur í hverri prófa- og verkefnaskilatíð.
Read MoreÍ tilefni af 100 ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Íslands er hér birtur listi yfir tíu atriði sem gerðu Háskóla Íslands að því sem hann er í dag. Listinn var unnin að hluta til upp úr vefsíðu aldarafmælis Háskóla Íslands.
Read MoreHér skrifar Atli Freyr Þorvaldsson um Grósku, nýjustu viðbótina við Vísindagarða. Hann ræddi við Elísabetu Sveinsdóttur og Hrólf Jónsson, sem starfa bæði fyrir Vísindagarða
Read MoreHáskólanám er snúið, ekki síst þegar staðnám verður fjarnám og utanumhald og bakland eru af skornari skammti en ella. Nemendur skólans þurfa þó ekki að örvænta því sviðsráðin hafa ákveðið að deila úr viskubrunnum sínum nokkrum ráðum til samnemenda sinna í fjarnámi.
Read MoreFyrir marga getur verið erfitt að stíga sín fyrstu skref í átt að námi. Skortur á sjálfstrausti, námsörðugleikar, heimilisaðstæður og svo mætti lengi telja. Hjá mér var það sjálfstraustið, ég trúði því lengi að ég væri slakur námsmaður.
Read MoreKjarni háskólalífsins er Félagsstofnun stúdenta, sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Megnið af allri þjónustu við nemendur á háskólasvæðinu er rekin af Félagsstofnun stúdenta, t.d. Háma, Stúdentakjallarinn, Bóksala stúdenta og Stúdentagarðar ásamt þremur leikskólum. „Við reynum að auka lífsgæði háskólastúdenta eins og við getum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, talsmaður Félagsstofnunar stúdenta.
Read MoreThe heart and soul of university life is Student Services, a non-profit organization run with independent finances. Many aspects of student life on campus are run through Student Services, including Háma, Stúdentakjallarinn, the University Bookstore, student housing, and three daycare centers. “We try to do what we can to make students’ lives as easy as possible,” says Rebekka Sigurðardóttir, spokesperson for Student Services.
Read MoreÁ þessum erfiðu tímum hefur tæknin verið til staðar og gert okkur kleyft að halda náminu áfram eins vel og hægt er. Fjarfundarbúnaðir á borð við Teams og Zoom hafa því verið nýju skólastofur flestra síðustu vikurnar og gerum við öll okkar besta með það sem við höfum. En þessi breyting hafði í för með sér smá tækniörðugleika. Við höfum tekið saman nokkur eftirminnileg atvik sem áttu sér stað.
Read MoreÉg geri ráð fyrir því að það séu fleiri háskólanemar eins og ég sem drekka mjög mikið kaffi. Sjálf hef ég farið í gegnum fjölmörg kaffikort á mínum háskólaferli og eytt meiri pening í kaffi en ég kæri mig um að vita. Kaffið í Hámu hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt, hvort sem það séu erfið verkefnaskil eða huggulegt spjall með vinum á Háskólatorgi. Ég hef oft orðið vitni að heitum umræðum um það hvaða Háma geymir besta kaffið, hvort að kaffistopp eigi að vera í Hámu í Odda eða á Háskólatorgi og þar fram eftir götum.
Read MoreMeðan augu heimsins beinast að læknisfræðilegum og pólitískum hliðum heimsfaraldursins sem nú geisar, höfum við, þótt það rati ekki í fjölmiðla, þurft að aðlaga daglegt líf okkar, að alveg nýjum reglum. Þegar vírusinn sneri heiminum á hvolf, var sem fólk reyndi að finna nýtt norm, til að öðlast jafnvægi og stuðning. En fyrir ákveðna hópa, eins og nema, og þá sérstaklega erlenda nema, er það háð mörgum hindrunum að finna jafnvægi í þessari nýju tilveru.
Read More