Jólaleikur Stúdentablaðsins: Hvaða persóna úr háskólalífinu ert þú?
Nú eru jólin og aðventan á næsta leyti og því er ekki úr vegi að koma sér í stellingar fyrir hátíð ljóss og friðar, þó hún verði aðeins frábrugðnari en áður. Í venjulegu árferði fara margir í jólaboð, á jólatónleika eða jafnvel í bústað, en þó að slíkt sé ekki í boði þetta árið, þá er ýmislegt hægt að gera.
Nú skaltu ímynda þér að allt sé með eðlilegu móti og að þú sért að koma þér í jólaskap. Þræddu þig í gegnum sögurnar og veldu þann valmöguleika sem á best við þig hverju sinni, en þeir tengjast persónum úr háskólalífinu.
Fyrsti í aðventu:
Nú er önnin loksins búin og próftímabilið fer senn að hefjast. Þar sem að þú ert skipulagður stúdent, hefur þú nú þegar hafið undirbúning próflesturs og í dag á að sökkva sér í lestur. Til að hjálpa þér í gírinn spilar þú jólalagalista í tölvunni, sem hefst á uppáhaldsjólalaginu þínu. Hvert er það?
A: Góði Jólamaðurin, færeyskt jólalag
B: Ég verð heima um jólin/I’ll Be Home for Christmas
C: Jólakötturinn
D: Heims um ból
Fyrsti des:
Það er komið að því. Desembermánuður er runninn upp og jólamyndaáhorf er því loksins samþykkt af samfélaginu. Nú er um margt að velja en fyrsta jólamynd ársins setur tóninn fyrir tímabilið. Hvaða kvikmynd setur þú í gang?
A: National Lampoon’s Christmas Vacation
B: It’s a Wonderful Life
C: Christmas with the Kranks
D: Love Actually
Annar í aðventu:
Þú tekur þér frídag í próflestri því það er nógu langt í næsta próf og ákveður að rumpa jólagjafainnkaupunum af, enda er betra að ljúka því af núna en að eiga það eftir stuttu fyrir jól. En það er margt fólk á ferli í miðbænum og þú hugsar með þér að þú verðir að komast úr ösinni og slappa aðeins af. Þú ferð inn á næsta kaffihús og verandi í jólastuði, pantar þér jóladrykk. Hvað færðu þér?
A: Malt & Appelsín
B: Jólakaffibolla
C: MjólkD: Heitt súkkulaði með rjóma
Jólapróf:
Þú hefur staðið þig vel í að næra þig milli þess sem þú lærir fyrir próf. Þú hefur líklega klárað einn eða tvo kassa af mandarínum, en eins góðar og þær eru þá langar þig óskaplega í eitthvað sætt. Það er fátt betra í próflestri en jólasmákökur og þú ákveður að henda í eina sort, þína uppáhalds. Hvað bakar þú?
A: Sörur
B: Lakkrístoppa
C: Spesíur
D: Bakar ekki, en færð smákökur frá mömmu þinni
Þriðji í aðventu:
Nú styttist í jólin með hverjum deginum, en þegar þú lítur í kringum þig finnst þér ekkert voðalega jólalegt heima hjá þér. Þú tekur af skarið og ferð í geymsluna þar sem jólaskrautið er geymt. Þú dustar rykið af einum kassanum, en í honum finnur þú það sem ómissandi er að setja upp fyrir hver jól. Hvað fannst þú?
A: Keramikjólasvein í baði, tengt við spiladós
B: Fullt af ljósaseríum
C: Músastiga
D: Aðventuljós og krans
Jólapróflok:
Nú eru prófin loks búin. Þú hefur verið undir miklu álagi í langan tíma og það er kominn tími til að fara vel með sig í jólafríinu. Þessi jól ætlarðu að vera í sama sparidressi og síðustu jól því það passar og er dúndur flott. Samt sem áður langar þig til að gefa þér litla próflokagjöf og fríska aðeins upp á lúkkið. Í miðju Kringlurölti kemur upp sú hugmynd að finna nýjan fylgihlut við dressið. Hvernig fylgihlut kaupirðu?
A: Eldrautt prjónavesti
B: Kaupir ekki fylgihlut, heldur jólanáttföt
C: Rauðan og hvítan hatt
D: Rautt bindi
Þorláksmessa:
Biðin er á enda. Aðfangadagur rennur upp á morgun og þú þræðir götur miðbæjarins í síðustu jólainnkaupunum. Þegar líður á Þorláksmessukvöld áttu bara eina gjöf eftir til að fullkomna jólin, það er möndlugjöfin. Hvaða gjöf verður fyrir valinu?
A: Púsluspil
B: Gjafabréf í upplifun
C: Prjónagarn
D: Blu-ray kvikmynd
Aðfangadagur:
Nú eru aðeins nokkrar mínútur í að klukkan slái sex á aðfangadagskvöld og þú hefur bæði farið í jólabað og skúrað öll gólf. Þá hefur þú staðið í ströngu við að elda aðalréttinn og allt helsta meðlætið. Gestirnir hafa sest við borðið og kveikt á kertum. Þú kemur loksins með aðalréttinn á borðið og býður gestunum að fá sér. Hvað er í matinn?
A: Rjúpur
B: Hnetusteik
C: Fiskur
D: Hamborgarhryggur
Jóladagur:
Loksins, innri friður. Jóladagur er runninn upp og þú vaknar eftir góðan nætursvefn en þig langar aðeins að halda í þessa afslöppunar tilfinningu. Þú ákveður að taka upp jólabókina sem þú fékkst í jólagjöf, sest svo í sófann og byrjar að lesa. Hver er bókin?
A: Saga Happdrættis Háskóla Íslands eftir Stefán Pálsson
B: Bráðin, glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur
C: Snúður og Snælda
D: Ævisaga um Ellert B. Schram
Annar í jólum:
Eftir tvo daga af hátíðarhöldum og kappáti getur verið ágætt (og jafnvel nauðsynlegt) að ná áttum með litlu spilakvöldi ásamt þínum nánustu. Slíkar samverustundir eru gjarnan eftirminnilegasti hluti hátíðar ljóss og friðar. Samt sem áður getur reynst erfitt að velja spil. Hvers konar borðspil verður fyrir valinu Annan í jólum?
A: Gömul Trivial spil
B: Skrafl (Scrabble)
C: Slönguspilið
D: Ekki borðspil, heldur er spilað „púkk“ með 52 spilum