Tíu atriði sem breyttu Háskóla Íslands

Í tilefni af 100 ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Íslands er hér birtur listi yfir tíu atriði sem gerðu Háskóla Íslands að því sem hann er í dag. Listinn var unnin að hluta til upp úr vefsíðu aldarafmælis Háskóla Íslands.

 

Yfirlitsmynd yfir Háskólasvæðið á sínum fyrstu árum / Háskóli Íslands

Yfirlitsmynd yfir Háskólasvæðið á sínum fyrstu árum / Háskóli Íslands

1911: Háskóli Íslands stofnaður. Þann 17. júní var Háskóli Íslands stofnaður. Við það sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn.

 

1917: Kristín Ólafsdóttir, fyrsti kvenkyns kandídat HÍ, útskrifast. Kristín útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði.

Kristín Ólafsdóttir_0.jpg

Kristín Ólafsdóttir

 

1933: Happdrætti Háskóla Íslands stofnað. Tilgangur happdrættisins er að afla fjár til húsabygginga, viðhalds og tækjakaupa. Yfir 20 háskólabyggingar hafa verið fjármagnaðar með happdrættisfé til dagsins í dag.

Happdrætti Háskóla Íslands að störfum.jpg

Happdrætti Háskóla Íslands að störfum

 

1935: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er stofnað. Félagið var stofnað sem svar við öðrum hreyfingum, t.d. Félagi róttækra háskólastúdenta og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta.

 

1940: HÍ tekur til starfa í Aðalbyggingu, þann 17. júní. Fram að þessu hafði HÍ starfað á neðri hæð Alþingishússins. Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.

 

1952: Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir, er ráðin sem kennari við HÍ, fyrst kvenna. Ragnheiður kenndi lífeðlisfræði til ársins 1961.

 

Magnús Már Lárusson rektor tekur við handritunum af Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra.jpg

Magnús Már Lárusson rektor tekur við handritunum af Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra.jpg

1971: Fornhandrit Íslendinga færð til Árnastofnunar. Fornritin Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða voru flutt úr vörslu Danmerkur til Íslands.

 

1988: Stúdentahreyfingin Röskva stofnuð. Félagið var stofnað með sameiningu stúdentahreyfinganna Félag vinstri manna og Umbótasinna.

 

2003: Uglan opnuð í fyrsta sinn. Uglan okkar kæra var opnuð sem innra vefsvæði fyrir starfsfólk, nemendur og kennara.

 

Kristín Ingólfsdóttir tekur við sem rektor.jpg

Kristín Ingólfsdóttir

2005: Kristín Ingólfsdóttir, fyrsti kvenkyns rektor HÍ, tekur til starfa. Kristín starfaði sem prófessor við lyfjafræðideild háskólans.