Framtíð stjórnmála eftir COVID: Stjórnmálafræðinemar leggja lóð á vogarskálina

Þýðing: Jóhannes Bjarki Bjarkason

COVID-19 heimsfaraldurinn klauf ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um allan heim og knúði af stað öflugum dómínó-áhrifum, þar sem mörg ríki liðu fyrir efnahags- og samfélagskreppur. Stjórnmál geyma flókna ferla og margir þættir spila inn í hvort þeim takist markmið sín eða ekki. Þegar svo útbreiddur atburður á sér stað lendir utanríkisstefna ríkja helst í sviðsljósinu. Ríki þurftu að læra hvernig ætti að vinna saman á meðan þau innleiddu sóttvarnastefnur sem byggðu á aðskilnaði einstaklinga. Mikilvægi alþjóðastofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar hefur verið kunngjört þetta árið. Margir hafa gagnrýnt sóttvarnareglur vegna ósamræmis og ógagnsæis. Það er áskorun beggja aðila; að skapa reglurnar og að virða þær er jafntorvelt. Ég ákvað að kanna mismunandi skoðanir málsins hjá núverandi og fyrrverandi stjórnmálafræðinemum Háskóla Íslands.

Floris Cooijmans

Floris Cooijmans

Floris Cooijmans er meistaranemi í Evrópusambandsfræðum í Flensburg í Þýskalandi. Hann fékk diplómu í smáríkjafræðum við Háskóla Íslands haustið 2019 og er ötull stuðningsmaður markmiða Evrópusambandsins. Því spurði ég hann hvernig hann skynjaði stjórnmálaþátttöku ESB í heimsfaraldrinum. Samkvæmt Floris „hunsar sjúkdómur landamæri og því virðist yfirþjóðlegt samband, líkt og ESB, fullkomið til þess að samræma aðgerðir í baráttunni við veiruna. Hinsvegar getur ESB einungis brugðist við að takmörkuðu leyti vegna þess hvernig sambandið er skipulagt. Því gat ESB ekki uppfyllt hlutverk sitt jafn vel og fólk hafði búist við.“ Hann bætir við að „ESB getur einungis kljást við veiruna eins mikið og aðildarríki leyfa.“ Það er rökrétt þar sem hvert og eitt ríki þarf að skipuleggja sína eigin heilbrigðisstefnu. Um eftirmála heimsfaraldursins segir Floris: „Áhrifamestu aðgerðirnar sem ESB getur innleitt til þess að glíma við COVID-kreppuna eru að gefa út skuldabréf til þess að auðvelda efnahagsbata aðildarríkjanna. Þessi skuldabréf leyfa ESB að fá lánað beint frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum á fordæmalausan mælikvarða.“


Hrafnkell Guðmundsson

Hrafnkell Guðmundsson

Á hinn bóginn heldur Hrafnkell Guðmundsson því fram að „það sé ekki mögulegt að sjá framtíðina, en við vitum að einstaklingar og samfélög eiga það til að meta áskoranir í samræmi við persónulega upplifun og sögu.“ Hann stundar meistaranám í alþjóðastjórnmálum við HÍ. Áhugasvið hans er Kína og samskipti Norðurlanda og Kína. Varðandi viðbrögð Íslands við COVD, segir Hrafnkell að „íslensk stjórnvöld innleiddu ekki sóttvarnaráðstafanir við landamærin fyrr en eftir að vírusinn hafi breiðst út til Íslands. Hinsvegar hefur það ekki verið auðvelt að réttlæta harðar aðgerðir gagnvart almenningi, áður en nauðsyn þeirra var bersýnilega krafist. Við þurfum líka að muna að við vitum meira um COVID-19 núna heldur en snemma árs 2020.“ Hann bendir á að „við höfum séð stefnumál og takmarkanir útfærðar sem áður voru óhugsandi. Síðasta vor gátu íslensk stjórnvöld ekki hugsað sér að loka landamærum á önnur ríki innan Schengen-samstarfsins. Það breyttist, og nú þurfa allir sem koma til landsins að fara í landamæraskimun og sóttkví. Landamæraskimun er líklegast okkar öflugasta vopn gegn veirunni.“ Að horfa til baka, vitandi það sem við vitum nú, segir Hrafnkell að það sé augljóst að „öll seinkun við að innleiða viðeigandi ráðstafanir hafi verið mistök.“ Hann vísar til Kína sem dæmi um ríki sem „tapaði dýrkeyptum dögum áður en útgöngubann var komið á í Wuhan og nærliggjandi Hubei-héraði.“


Vífill Harðarson. Mynd: Ásrún Sara Kristjánsdóttir

Vífill Harðarson. Mynd: Ásrún Sara Kristjánsdóttir

Vífill Harðarson, stjórnmálafræðinemi við HÍ, er minna gagnrýninn á aðgerðir íslenskra stjórnvalda. „Að mínu mati hefur íslenska ríkisstjórnin tekist vel á við faraldurinn. Hvort sem það hefur verið vegna tilviljana eða afleiðing heilbrigðar og þróaðrar stjórnunar er annað mál, þrátt fyrir að lítið rými sé fyrir tilviljanir þegar barist er við þennan tiltekinn faraldur. Barátta íslensku ríkisstjórnarinnar við COVID hefur meira og minna verið leidd af sóttvarnalækni Íslands. Því er hægt að færa rök fyrir því að ríkisstjórnin hafi verið leidd af vísindum sem hafi verið áhrifamikill þáttur í afgerandi baráttu gegn faraldrinum.“ Á neikvæðari nótunum gerir hann athugasemd á framtíð íslenskra stjórnmála: „Þau verða erfið. Þetta er ókannað landsvæði: hvernig og hvenær við komumst yfir COVID, ef það er á annað borð mögulegt?“ Vífill nefnir líka komandi kosningar: „Árið 2021 er kosningaár á Íslandi og COVID verður örugglega helsta stefnumál kosninganna. Ég held líka að stjórnmálafólk, líkt og almenningur, sé óöruggt. Hvert skref sem verður ekki í takt við sóttvarnalög verður gagnrýnt, þar sem við höfum séð nokkra stjórnmálamenn ekki fylgja því sem þeir sjálfir boða. COVID-bóluefnið, sóttvarnaráðstafanir, embætti landlæknis, ríkisstjórnin og fjárhagsaðstoð verða helstu álitamál barist verður um.“