Fyrir þetta tölublað, ákvað Stúdentablaðið að komin væri tími til að kíkja á hvernig stúdentar búa. Í þessari úttekt skoðuðum við paríbúð, stúdíó íbúð og herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Kannski færðu innblástur til að innrétta lítið rými, uppgötvar góða staði til að versla á hagstæðu verði, eða þú veist, nýtur þess bara að fá innsýn í ´hið töfrandi líf’ stúdenta.
Read MoreVorið 2020 mætti segja að samfélagið hafi gjörbreyst. Margt fór hreinlega í pásu. Ég er mjög virk manneskja í daglegu lífi og er vön að hafa nokkra bolta á lofti en ástandið fékk mig til þess að hugsa út fyrir boxið.
Read MoreVeistu hvað er að gerast þarna úti? Auðvitað veistu það, vegna þess að í þessum alvitra heimi er ómögulegt að vera ótengdur, eins og þú þekkir vel. Og eins og allir aðrir sem eru fastir heima hjá sér veistu að allra besta leiðin til þess að halda tengingu er að gera það í gegnum samfélagsmiðla.
Read MoreÁ Laugavegi 51 hefur Anna Worthington De Matos nýlega opnað höfuðstöðvar Munasafns Reykjavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna er Munasafnið samansafn af tækjum og tólum. Hillur safnsins eru fullar af mismunandi verkfærum, stórum og smáum, ásamt hversdagslegri hlutum eins og tjaldstólum, gítarmögnurum og meira að segja eplaflysjara. Í Munasafninu geta einstaklingar fengið lánaða safnkostina, líkt og á bókasöfnum.
Read MoreJólin eru á næsta leiti og því höfum við ákveðið að færa ykkur smá smakk af hvernig Finnar halda upp á Joulu (jólin). Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir með finnsku ívafi.
Jólin eru tími troðfullra verslunarmiðstöðva. En þau eru líka tími ljóss, unaðslegra lykta og tíminn til þess að tækla listann yfir þær gjafir sem þarf að kaupa í fyrrnefndum verslunarmiðstöðvum. Þetta ár verður ekkert frábrugðið öðrum, að minnsta kosti heldur greinahöfundur að fólk átti sig ekki á því hve mikilvægt það er að breyta neysluhegðun okkar til þess að hefta útbreiðslu veirunnar.
Hin árlega jólamanía er ekki allra. Stúdentablaðið tók viðtal við Elísabetu Brynjarsdóttur, framúrskarandi ungan Íslending 2020, verkefnastýru Frú Ragnheiðar og fyrrum nemenda við Háskóla Íslands. Hún á afmæli 26. desember og
því blandast afmælið hennar iðulega við jólin.
Emily Reise, Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs skrifar hér til alþjóðanema sem eru fastir á Íslandi yfir jólin. Hér má þó finna ráð og hugleiðingar sem eiga við flesta.
Read MoreGabrielé vill minna okkur á það hvernig það var að vera barn á jólunum með 10 bíómyndum sem munu svo sannarlega vekja vetrarbarnið í þér.
Read MoreHér tekur Jóhannes Bjarki Bjarkason saman nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir blanka stúdenta og aðra sem vantar hugmyndir að jólagjöfum.
Read MoreSíðasta haust flutti maki minn til Þýskalands undir því yfirskini að læra stærðfræði í tvö til þrjú ár. Ég hef túlkað það sem tækifæri til að upplifa þessa einstöku hefð íslenskra kvenna og kynnast þannig raunveruleika kynsystra minna á þann hátt sem aðeins er hægt í gegnum lífið sjálft. - Hér kemur Karitas M. Bjarkadóttir með nokkur ráð til þeirra sem eru í fjarsambandi.
Read MoreSólborg Guðbrandsdóttir hefur haldið úti Instagram síðunni Fávitar, en hún hefur vaxið mikið á seinustu misserum. Hún gaf nýlega út bók tengda Fávitum sem byggist á raunverulegum spurningum frá fylgjendum Fávita, sem að í dag telja rúmlega 32 þúsund.
Read MoreSíðustu vikur og mánuði höfum við eytt fleiri stundum ein en við ættum öllu jafna að venjast. Eins og hendi væri veifað var okkur, félagsverunum, falið það verkefni að halda okkur frá öðrum og helst að vera sem mest heima.
Read MoreStreita verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi okkar. Ef þú finnur stöðugt fyrir streitu þá er þessi grein fyrir þig. Í henni má finna ráðleggingar til að stjórna streitu en þær fann ég í nokkrum bókum og greinum.
Read MoreÓMÓTSTÆÐILEGT VEGAN CARBONARA FRAN: FLJÓTLEGT OG LJÚFFENGT!
Fyrir 2-3
Eldunartími einungis um 30 mínútur!
Þegar kemur að því að elda er alla jafna gott að eiga ákveðna hluti tiltæka. Með því að setja eftirfarandi hráefni á innkaupalistann tryggirðu að þú getir alltaf skellt í eina máltíð, hvernig sem viðrar.
Read MoreUnnur Gígja Ingimundardóttir kennir okkur að gera glæsilega kaffidrykki heima við.
Read MoreÞví verður ekki neitað að kórónaveiran sneri öllu á hvolf, hún er alvarlegt mál sem hrjáir allan heiminn. Það er samt nauðsynlegt að geta slakað á og horfa bjartsýn til framtíðar. Það eru ljóstírur hér og hvar í myrkrinu. Í þessari grein skoðum við sjö atriði sem COVID hefur bætt, þótt ótrúlegt sé.
Read MoreÞó haustið sé komið og veturinn nálgist óðfluga þýðir það ekki að útivistarskórnir þurfi að fara upp í skáp. Nóg er af útivistarmöguleikum í kringum höfuðborgarsvæðið og þó kólnað hafi í veðri eru ýmis fell og fjöll til að ganga á svæðinu. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að léttum og fallegum fjallgöngum sem hvorki eru langar né langt í burtu og henta því vel í lærdómspásunni eða þegar skóla líkur.
Read MoreEf þú ert á höttunum eftir grein sem fjallar um útivist, þá er þetta ekki grein fyrir þig. Þú munt ekki finna neinar ábendingar um hópíþróttir eða íþróttaviðburði, enga upptalningu líkamsræktarstöðva, og alls engin kraftaverkaráð um hvernig eigi að lifa af útihlaup í stingandi köldu roki. Þessi grein er fyrir þau sem eru búin að fá nóg af því að vera kalt, bæði innan dyra og utan, þau sem geta ekki farið í líkamsræktarstöðvar vegna þess að annað hvort vilja þau ekki eyða peningunum sínum í þær, eða hafa hreinlega enga hugmynd um hvar þær eru að finna. Þetta er fyrir þau sem eru í sóttkví eða kjósa bara að vera innandyra til að forðast Orwellískan vírus (orðatiltæki sem þýðir hérna „vírus sem hefur stuðlað að samfélags- og efnahagslegu hruni“).
Read More