Vegan uppskriftarhornið

Þýðing: Ragnhildur Ragnarsdóttir

 

ÓMÓTSTÆÐILEGT VEGAN CARBONARA FRAN: FLJÓTLEGT OG LJÚFFENGT!

Fyrir 2-3 

Eldunartími einungis um 30 mínútur!

  • 300 grömm pasta – Ég notaði linguine, sem er langt pasta og blandast mjög vel með sósunni.

Grunnur:

  • ½ stór laukur

  • 1-2 hvítlauksgeirar

  • 70 grömm sólþurrkaðir tómatar eða kúrbítur

  • 1 msk. sojasósa

  • 1 tsk. paprikuduft (hægt er að nota reykta til að fá kröftugra bragð)

Sósa:

  • 150 grömm kasjúhnetur

  • 250 ml vatn

  • 1 msk. sítrónusafi 

  • 2 msk. næringarger (má sleppa)

  • Smá salt

  • Smá hvítlauksduft

  • Smá túrmerik (gefur sósunni þennan fallega gula lit)

  • Smá múskat 

  • Hvaða annað krydd sem ykkur lystir

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

  1. Byrjið á því að setja kasjúhneturnar í bleyti í heitt vatn í u.þ.b. 15 mín.

  2. Skerið tómatana (fyrir sterkara bragð) eða kúrbítinn (fyrir léttara bragð) í fínar sneiðar og marínerið þær í sojasósunni og paprikuduftinu. Látið þetta liggja í 15 mín til að sneiðarnar nái að draga í sig bragðið af sojanu og paprikunni.

  3. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið á stórri pönnu eða á wok. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætið þá við sólþurrkuðum tómötum/kúrbít og látið malla á lágum hita.

  4. Sjóðið vatnið fyrir pasta á meðan. Bætið við salti og svo pastanu.

  5. Nú er komið að sósunni! Setjið öll innihaldsefnin í blandara og látið blandast þar til sósan verður maukuð. Hægt er að bæta við salti eða öðrum kryddum ef ykkur finnst vanta bragð.

  6. Bætið nú sósunni á pönnuna! Leyfið henni að blandast vel við grænmetið og eldið á miðlungshita í 2-3 mínútur.

  7. Nú ætti pastað að vera tilbúið. Takið frá smá af pastavatninu, hellið svo afganginum af vatninu af pastanu. Ekki skola pastað því annars skolið þið glúteninu burt!

  8. Bætið smá pastavatni út í sósuna til að hún verði ekki of þykk. Hellið síðan pastanu á pönnuna og blandið vel. Bætið við meira pastavatni ef þið viljið hafa sósuna mýkri.

  9. Einnig má strá smá svörtum pipar yfir áður en rétturinn er borinn fram (pipar er ást, pipar er lífið).

  10. Njótið þessarar vegan veislu! 

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

 

Þessi uppskrift er mjög auðveld og hagstæð fyrir fjárhag nema. Það kostar um 700 krónur á máltíð (fyrir 2-3). Það getur verið erfitt að áætla kostnað kryddanna, en þau endast líka lengi. Hægt er að hugsa um þau sem fjárfestingu fyrir máltíðir framtíðarinnar. Ég mæli sérstaklega með að þið náið ykkur í múskat. Það er himneskt á bragðið og er fullkomið til að útbúa rjómakenndar sósur.

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

Stúdentablaðið/Francesca Stoppani

LífstíllFrancesca Stoppani