Kaffihúsið fært heim

Laufin falla til jarðar, golan kólnar og myrkrið kemur fyrr á kvöldin.

Haustið er komið.

Þráin eftir rjúkandi kaffibolla sem yljar manni að innan.

Andskotans Covid.

Örvænting, komin með leið á svörtum uppáhellingnum.

Nýr mjólkurflóari.

Afrakstur sparnaðar vegna minnkandi kaffihúsasetu.

Gerðu hann heima.

Síróp að eigin vali, kannski rjómasletta eða sykurskraut.

Latte-lepjandi heimabruggari.

Stúdentablaðið/Sædís Harpa Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Sædís Harpa Stefánsdóttir


Latte
Innihald:

  • Mjólk sem freyðir (G-mjólk eða Barista merkt tegund)

  • Síróp að eigin vali (ég notaði karamellu- og piparkökusíróp)

  • Sterkt kaffi (espresso eða Nespressokaffi ætlað í mjólkurdrykki)

  • Saltkaramellusykur (Nicholas Vahé) og kanill til skrauts (ef vill)

Aðferð:

  • Mjólkin flóuð (ég nota mjólkurflóara frá Nespresso)

  • Síróp sett í botn bollans

  • Espresso hellt út í bollann. Ég velti bollanum aðeins um til að blanda sírópinu við.

  • Mjólkinni hellt út í

  • Skreytt að vild

  • Ég gerði tvær útgáfur, Latte með piparkökusírópi, skreytt með kanil, og karamellusírópi, skreytt með saltkaramellusykri.

Stúdentablaðið/Sædís Harpa Stefánsdóttir

Stúdentablaðið/Sædís Harpa Stefánsdóttir

Ískaffi
Innihald:

  • Vanillumjólk (sjeik mjólk sem fæst út í búð, eins og Joe & the Juice nota. Fyrir vegan mæli ég með vanillubragðbættri vegan-mjólk)

  • Klakar

  • Þykk karamella (má sleppa, ég nota saltkaramellu frá Stonewall Kitchen)

  • Síróp að eigin vali

  • Sterkt kaffi (espresso eða Nespresso kaffi ætlað í kalda drykki)

Aðferð:

  • Klakar, síróp og mjólk sett í blandara og hrært saman þar til það verður að mjólkurkrapi

  • Glas smurt að innan með karamellunni og mjólkurkrapinu síðan hellt út í.

  • Kaffiskoti hellt út í (ég nota Nespresso vél, læt glasið undir, vel espresso stillinguna og horfi svo á kaffið blandast fallega við krapið)

  • Karamella til skrauts og einnig má bæta þeyttum rjóma ofan á