Tíu myndir sem vekja vetrarbarnið í þér
Þýðing: Hólmfríður María Bjarnardóttir
Manstu eftir þessari sæluríku tilfinningu: að vakna snemma hvern vetrarmorgun, hlaupa niður stigann og gægjast gegnum hélaðan gluggann til þess að athuga hvort snjórinn þeki jörðina? Manstu eftir því að renna þér niður fjall, sem virðist nú ekki hærra en hóll?
Þegar þú ert barn er veturinn líklega mest spennandi árstíðin. Það er bara svo margt hægt að gera utandyra! Ég man eftir því að klifra í trjám, hoppa í nýmokaðar snjóhrúgur og snjóboltastríðum sem tóku heilu dagana. Það er ógleymanlegt að anda í fyrsta sinn að sér þessu kalda lofti og svo er það leitin að réttu steinunum í tölur á jakka snjókarlsins. Að drífa sig inn þegar þú sérð fyrstu stjörnuna birtast á himninum, því þá, eins og þú veist, er kominn kvöldmatartími. Þá leið tíminn svo hratt, eða virtist allavega gera það því það var allt svo gaman.
Í þessu tölublaði vil ég bjóða þér að grafa í minningakistuna og draga upp þessa nostalgísku vetrardaga þar sem ekkert skipti máli nema það að skemmta sér. Gríptu nammið sem þú elskaðir sem barn og heitan drykk því þessar myndir munu svo sannarlega endurvekja vetrarbarnið í þér, sem er svo spennt fyrir þessum tíma ársins!