Posts in Sjónarmið
„Umferðarljós úti á Hafnarfjarðarvegi“

„Umferðarljós úti á Hafnarfjarðarvegi“ : Svo hljóðar fyrirsögn tilkynningar sem birtist á fréttavefnum Vísi þann 17. febrúar 2016.[1] Það fyrsta sem íslenskur málnotandi ætti að spyrja sig eftir að lesa þessa fyrirsögn er vitaskuld: hvar ættu umferðarljós að vera ef ekki úti? Auðvitað munu flestir átta sig á merkingunni tiltölulega fljótt, í það minnsta þegar segir skömmu síðar að lögreglan beini þeim tilmælum til vegfarenda að fara gætilega.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Íslenska ekki ÍslEnska

Ég ferðaðist til Rómar í síðasta mánuði og tók eftir að á Fiumicino-flugvelli í Róm eru öll upplýsingaskilti með ítölsku í forgrunni og á eftir henni fylgir sami texti á ensku. Á Keflavíkurflugvelli eru aftur á móti upplýsingaskiltin með enskuna í forgrunni. Þetta stakk mig. Ætti ekki íslenskan að vera í forgrunni á upplýsingaskiltum á íslenskum flugvelli?

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Skjáheimurinn gefur og skjáheimurinn tekur

Nútíminn er trunta. Í stafrænum alþjóðavæddum gerviheimi alast börn upp án umsjár, eftirlits og aðhalds. Alast þar upp við annað tungumál sem öllu tröllríður. Enskunni. Þó hún geti vissulega státað sig af því að hafa mestan fjölda orða allra þekktra tungumála og beri með sér vissan alþjóðakeim vörumerkis - eins og Kóka kóla lógóið eða jólasveinninn - þá er enskan einmitt aðeins það; eitt tungumál.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Málstýring og málstaðall

„Rétt mál er það sem er í samræmi við málvenju, rangt er það sem brýtur í bága við málvenju“ (Eiríkur Rögnvaldsson, 2015). Svona hljóðar ein skilgreining á réttu máli og röngu sem Eiríkur Rögnvaldsson ræðir í pistli sínum „Að breyta fjalli staðli“. Skilgreiningin var sett fram af nefnd sem var skipuð til að gera tillögur um málvöndun og framburðarkennslu í grunnskólum.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Máltaka barna í stafrænum heimi

Foreldrar sem nota tæki á borð við síma og iPad sem dægradvöl fyrir  börnin sín eru oft taldir slæmir foreldrar fyrir að eyða ekki meiri tíma með börnunum og nota tæki sem friðþægingu. Það reynist oft auðveldara að rétta börnum síma eða iPad til þess að kaupa sér smá tíma í „fullorðinssamræðum“ eða til þess að ná að sinna húsverkum.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Sjálfshjálp á tímum loftslagsbreytinga

Útlitið er ekki bjart ef litið er til framtíðarhorfa plánetunnar Jörð. Við búum við fullkomið öryggi en engu að síður hangir yfir okkur ógnvænlegt óveðursský sem hótar að rústa þeirri heimsmynd sem við þekkjum. Við erum nú þegar farin að sjá skógarelda og flóðbylgjur. Dýrum í útrýmingarhættu fjölgar stöðugt. Kóralrif deyja og jöklar bráðna.

Read More
Skiptineminn : Stærðfræði í Kyoto

Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, skrifar frá japönsku borginni Kyoto þar sem hann er í skiptinámi: Þetta skólaárið er ég skiptinemi við Kyoto háskóla í tvær annir, frá október til ágúst. Þetta er þriðja árið mitt í grunnnámi í stærðfræði við Háskóla Íslands og á blaði það seinasta.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Minni sóun, meiri skynsemi

Verkfræðineminn Salvör Ísberg skrifar um leiðir til þess að minnka kolefnisfótspor Háskólans: Margt smátt geri eitt stórt en það er alls ekki nóg að setja bara flokkunartunnur á víð og dreif um skólann. Til að gera Háskólann að grænum skóla þarf að fara í gegnum ýmsa verkferla og sjá hvar er hægt að minnka kolefnissporið án þess að það koma niður á starfsfólki, nemendum eða gæðum náms.

Read More
Guð og spámennirnir í Hatara

„Í textanum sé ég mjög spámannleg skilaboð og get ekki annað sagt en að hljómsveitin Hatarar hafi spámannleg einkenni,“ segir Dagur Fannar Magnússon meistaranemi í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann setti fram greiningu á framlagi Íslands til Eurovision á Facebook síðu sinni nýverið. Stöðuuppfærslan hefur vakið mikla athygli og hlotið 157 deilingar þegar þetta er skrifað.

Read More
Skiptineminn: Undskyld,  kan jeg have en kop kaffe?

Mig hefur alltaf langað að ferðast og fara í skiptinám, það er bara eitthvað spennandi við það að búa á nýjum stað, læra á umhverfið og sjálfa sig í leiðinni. Ég ákvað að henda mér ekki of djúpt í laugina og fór, eins og lærdómsfúsir Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina, beinustu leið til Kóngsins Köben. Eftir nokkra pappírsvinnu var ég komin á flugvöllinn, ein tilfinningasprengja, eftirvæntingarfull og kvíðin.

Read More
SjónarmiðGuest User
Hagsmunamálið sem enginn talar um

Reykjavík er holótt borg. Hún hefur margt til brunns að bera, falleg við sundin, menningarborg Íslands, góð atvinnutækifæri og svo mætti lengi telja. En hún er engu að síður holótt. Þá er ekki átt við holurnar í götunum sem má sömuleiðis finna víða annars staðar heldur er átt við að sunnan við meginkjarna borgarinnar, þar sem hjarta Reykjavíkur slær, er auðn.

Read More
Beðmál í breyttri borg

Þekkið þið nokkuð þessa tilfinningu að þið getið fundið fyrir því hvað þið hafið þroskast mikið á síðastliðnum árum? Hafið þið einhvern tímann séð mynd eða þætti t.d. frá því þið voruð unglingar og upplifað ákveðna tilfinningu, svo horfiði á þetta aftur og upplifið atriðin allt öðruvísi?

Read More
Kona má láta sig dreyma

,,Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma. “

Read More
Andlegir eftirskjálftar hrunsins

Hrunið, þið munið. Skemmtilegt orðbragð fyrir hrakandi geðheilbrigði heillar þjóðar frá árinu 2008. Hrunið mætti jafnvel kalla andlegt þjóðarmorð, með tilheyrandi ábyrgðar- og stefnuleysi íslensks þjóðfélags, sem hefur staðið yfir síðastliðinn áratug. Mig langar hins vegar að skipta birtingarmynd þeirra ára sem fylgdu í kjölfar hrunsins í þrjú lög út frá persónulegri reynslu.

Read More