Posts in Annars eðlis
Uppruni jólanna

Jólin eru á næsta leiti með allri sinni dýrð, en aðdragandi jólanna er ekki síður mikilvægur, undirbúningur hátíðarinnar hefst og allir fara að hlakka til. Margar jólahefðir eru enn í fullu gildi en einnig koma nýjar hefðir með nýjum kynslóðum. Gaman er að velta fyrir sér hvaðan hátíðin kemur og frá hverju hefðirnar eru dregnar.

Read More
Tungumál og mannúðarstörf

Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Hrafnhildi Sverrisdóttur til þess að ræða reynslu hennar við störf hjá Rauða krossinum. Hrafnhildur býr yfir mikilli reynslu af vettvangi en hún hefur sinnt mannúðarstörfum víða um heim fyrir Rauða krossinn á Íslandi, Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Sameinuðu þjóðirnar og fleiri stofnanir. Í dag sinnir hún alþjóðlegum þróunar- og mannúðarverkefnum hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Read More
Tyggjóið burt!

Mörg hafa eflaust rekið upp stór augu í sumar þegar þau sáu mann á áttræðisaldri þeysast um bæinn á rafskutlu, í gulu vesti og með einhvers konar skrítna ryksugu á bakinu. Tyggjóklessubaninn, eins og sumir kalla hann, sat fyrir svörum Stúdentablaðsins, sem gat ekki beðið eftir að fá að kynnast þessum áhugaverða manni, sem setti sér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum og götum miðborgarinnar á 10 vikum.

Read More
Gömul og góð íslensk orðtök

Ef til vill hafa einhver ykkar upplifað það að hlusta á hljómsveitina Sálina hans Jóns míns eða Stuðmenn og fundist þið hverfa inn í textann og tónlistina. Farið svo að raula lagið í tíma og ótíma. Skyndilega verður ykkur ljóst að ákveðið orðtak kemur fyrir í textanum sem hefur merkingu sem liggur ekki endilega í augum uppi við fyrstu sýn.

Read More
Skemmtileg hlaðvörp í samkomubanni

Ritstjórn Stúdentablaðsins hefur tekið saman lista yfir nokkur skemmtileg hlaðvörp (e. podcast) sem við mælum með í samkomubanni. Að sjálfsögðu er líka kjörið að hlusta á þættina eftir að banninu verður aflétt, til dæmis í langþráðu og vonandi veðurblíðu sumarfríi. Njótið vel.

Read More