100 ár af jákvæðum breytingum

Þýðing: Hólmfríður María Bjarnardóttir

Margt hefur breyst á síðustu 100 árum og þó heimurinn sé langt frá því að vera fullkominn langaði okkur að taka saman nokkrar jákvæðar breytingar í gegnum árin, auk nokkurra tímamóta og áhugaverðra uppgötvanna!

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir

Grafík / Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir


1920: Þjóðabandalagið tekur til starfa. Þetta voru fyrstu alþjóðasamtökin með það markmið að varðveita frið í heiminum. Samtökin voru stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina og leyst upp 1946. Þau voru á vissan hátt undanfari Sameinuðu þjóðanna, sem eru enn starfandi í dag. 

1922: Gröf Tútankamons uppgötvuð. 

1923: Fyrsti snareðlusteingervingurinn uppgötvaður. Snareðlur öðluðust frægð í poppkúltur vegna kvikmyndanna um Júragarðinn (Jurassic Park, 1993) en fundust fyrst í Gobi eyðimörkinni. 

1927: Fyrsta talmyndin, The Jazz Singer, kom út í Bandaríkjunum. 

1928: Alexander Fleming uppgötvaði pensilín. 

1936: Fæðingarár Frans páfa, sem var kjörinn árið 2013.

1945: Lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

1946: UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, stofnuð. Eftir seinni heimsstyrjöldina komu 44 lönd saman og skrifuðu undir samkomulag um að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála. 

1952: Þetta ár tókst að ráða úr Línuletri B, sem var mýkenískt atkvæðaróf frá í kringum 1400 f.Kr. Þetta er eina letrið frá Bronsöld sem tekist hefur að lesa úr hingað til. 

1956: Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, haldin í fyrsta sinn. Keppnin var haldin í Sviss og einungis sjö þjóðir tóku þátt. Í ár, 2020, áttu 41 þjóð að taka þátt, þar á meðal Ástralía, sem fékk fyrst leyfi til þátttöku árið 2015. 

1962: Allir borgarar fengu kosningarétt í Ástralíu.

1964: Borgaraleg réttindi lögleidd í Bandaríkjunum. Með þeim, lögum um kosningarétt árið 1954 og lögum um réttlát húsnæðismál (sem komu í veg fyrir mismunun vegna kynþáttar, húðlits, trúar, kyns eða þjóðerni) árið 1968, endaði lögbundinn aðskilnaður vegna kynþáttar í Ameríku.

1969: Fyrsta manneskjan stígur fæti á tunglið.

1974: Leirherinn uppgötvaður í Kína.

1980: Vigdís Finnbogadóttir verður fyrsta konan í heiminum sem er lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja! Hún gegndi embætti forseta frá 1980-1996. 1980 er líka árið sem Stórabóla var upprætt. Einungis tveir sjúkdómar eru skráðir upprættir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun - Stórabóla árið 1980 og nautapest (bráðdrepandi smitsjúkdómur í nautgripum) árið 2011. Auk þess var fyrst á þessu ári sett fram kenningin um að loftsteinn hafi lent á jörðinni og þurrkað út risaeðlurnar. 

1985: Flak Titanic finnst.

1989: Veraldarvefurinn fundinn upp (rétt á eftir honum var kóða fyrir fyrsta vafrann hleypt af stokkunum árið 1993). Wikipedia var komið á fót árið 2001 og Facebook árið 2004. 

1990: Verkefni sem kannar erfðamengi fólks hrundið í framkvæmd. Með verkefninu átti að kortleggja erfðamengi alls mannkynsins. Verkefninu lauk árið 2003, tveimur árum á undan áætlun.

SHÍ í Pride göngu

SHÍ í Pride göngu

2001: Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í Hollandi, en þar var það fyrst sett í lög. Ísland lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og breytti þá lagalegri skilgreiningu hjónabands til þess að gera hana kynhlutlausa.

2006: Geimfarinu New Horizons var skotið á loft (fyrsti leiðangur NASA í New Frontier verkefninu). Aðal tilgangur leiðangursins var að rannsaka reikistjörnuna Plútó í návígi.

2012: Sýnt fram á tilvist Higgs-bóseindarinnar í sterkeindarhraðlinum í Genf.

2018: Sádi-Arabía afléttir akst­urs­banni kvenna.

2019: Vísindamenn birta fyrstu myndina af svartholi.

2020: Stofnstærð Tansaníufíla, keisaramörgæsa og fjallagórilla fer stækkandi. Einnig hefur nashyrningaveiðum fækkað í Keníu.

Annars eðlisSam Cone