Breytt landslag tónlistar

Það er óþarfi að nefna áhrif COVID-19 á heimsbyggðina. Við upplifum það á eigin skinni alla daga. Samfélagsvenjur hafa breyst á róttækan máta, á skömmum tíma og á ófyrirséðan hátt. Fréttir um vaxandi atvinnuleysi og upphrópanir um aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einstökum atvinnugreinum hafa verið áberandi í deiglunni. Menningargeirinn er einn þeirra sem hefur hlotið afhroð í faraldrinum. Menningarstofnanir keppast nú við að gera starfsemi sína aðgengilega og fjarvæna, á meðan enga gesti er hægt að fá í hús. Tónlistarfólk hefur verið duglegt við að benda á aðgerðarleysi stjórnvalda í málaflokknum.

Read More
Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu: Sjö tillögur til þess létta lífið! (Vonandi)

Kórónaveiran hefur breytt heiminum að nánast öllu leyti og er háskólasamfélagið og líf stúdenta engin undantekning. Jafnvel upp á sitt besta getur líf stúdenta verið erfitt, en það er sérstaklega erfitt þessa dagana. Til þess að létta ykkur lífið viljum við deila með ykkur nokkrum heilræðum sem hafa gagnast okkur og hjálpað við að takast á við þetta óvissuástand!

Read More
LífstíllSam Cone
Nemendur vs. heimsfaraldur

Meðan augu heimsins beinast að læknisfræðilegum og pólitískum hliðum heimsfaraldursins sem nú geisar, höfum við, þótt það rati ekki í fjölmiðla, þurft að aðlaga daglegt líf okkar, að alveg nýjum reglum. Þegar vírusinn sneri heiminum á hvolf, var sem fólk reyndi að finna nýtt norm, til að öðlast jafnvægi og stuðning. En fyrir ákveðna hópa, eins og nema, og þá sérstaklega erlenda nema, er það háð mörgum hindrunum að finna jafnvægi í þessari nýju tilveru.

Read More
Students vs. Pandemic

While the eyes of the world are being directed toward the medical and political aspects of the ongoing pandemic, our daily lives, although not in the headlines, have been violently plunged into a vortex of new rules. When the virus turned the whole world upside down, it seems like people started looking for the “new normal” in search of stability and support. But for certain groups, like students - foreign students in particular - seeking normality is a battle with many opponents.

Read More
Huggulegri stúdentaíbúð í samkomubanni: kósý og praktísk ráð

Það er vandasamt að koma sér fyrir í litlu rými, eins og t.d. í stúdíóíbúðum Stúdentagarða. Nú eru skrítnir tímar og samfélagslegar aðstæður gera það að verkum að við eyðum mun meiri tíma heima hjá okkur en vanalega. Þá getur verið gott fyrir fólk sem býr í lítilli íbúð að vera útsjónasamt og nýta rýmið sem best. Hvað er hægt að gera við þetta litla útskot? Af hverju er geymslan svona óþarflega stór og hvernig get ég nýtt hana? Hvernig er best að nýta íbúðina í að að sofa, elda, læra, horfa á þætti, prjóna og gera heimaæfingar, allt á sama stað? Hvernig er hægt að gera íbúðina notalegri? Lausnin þarf ekki endilega að vera dýr og óþarfi er að rjúka í IKEA til að kaupa allt sem vantar. Það er frábært að kíkja í Góða hirðinn eða aðra markaði sem selja notaða hluti og kaupa ódýra og nytsamlega hluti fyrir íbúðina - svo þarf líka oft ekki að kaupa neitt, bara að breyta til og lagfæra! Hér koma góð ráð og hugmyndir um hvernig þú getur gert lítið rými að betri íverustað.

Read More
Gömul og góð íslensk orðtök

Ef til vill hafa einhver ykkar upplifað það að hlusta á hljómsveitina Sálina hans Jóns míns eða Stuðmenn og fundist þið hverfa inn í textann og tónlistina. Farið svo að raula lagið í tíma og ótíma. Skyndilega verður ykkur ljóst að ákveðið orðtak kemur fyrir í textanum sem hefur merkingu sem liggur ekki endilega í augum uppi við fyrstu sýn.

Read More
5 bækur til að lesa í haust

Nú er haustsins grámi formlega tekinn við af sólríku sumrinu og dagarnir farnir að styttast töluvert. Þá er upplagt að finna góða leið að dægrastyttingum, bæði í takt við veðráttu og ástandið í samfélaginu. Katla mælir með fimm bókum sem hún telur fullkomnar til lesturs að hausti.

Read More
MenningKatla Ársælsdóttir
Anna og Karitas kynna leikárið 2020-2021

[Greinin var skrifuð fyrir síðustu lokanir]. Það eru eflaust mörg fegin því að leikhúsin séu að opna dyr sínar á ný eftir margra vikna lokun vegna samkomutakmarkanna. Það erum við allavega, og fannst þess vegna tilvalið að varpa öndinni með því að kynna fyrir sviðslistarþyrstum samnemendum okkar það sem verður á boðstólum í vetur.

Read More
Skemmtileg hlaðvörp í samkomubanni

Ritstjórn Stúdentablaðsins hefur tekið saman lista yfir nokkur skemmtileg hlaðvörp (e. podcast) sem við mælum með í samkomubanni. Að sjálfsögðu er líka kjörið að hlusta á þættina eftir að banninu verður aflétt, til dæmis í langþráðu og vonandi veðurblíðu sumarfríi. Njótið vel.

Read More