Posts in Menning
Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins

Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni fyrir fyrsta tölublað skólaársins. Ljóðin þurftu að tengjast orðinu „flæði“ á einn eða annan hátt en að öðru leyti höfðu ljóðskáldin frjálsar hendur. Ljóðið „Hvítflæði“ eftir Hlín Leifsdóttur bar sigur úr býtum.

Read More
MenningRitstjórn
„Þetta er bókstaflega banvæn brottvísun“

„Ég einhvern veginn áttaði mig ekki á því hvað þetta er alvarlegt, fólk er virkilega að berjast fyrir lífi sínu, ekki bara aðeins betri lífskjörum. Vegna þess fór ég rosalega djúpt ofan í þetta og viðtölin urðu mjög intense,“ segir Karítas Sigvaldadóttir, mannfræðingur og ljósmyndari sem vann lokaverkefni í Ljósmyndaskólanum þar sem hún ræddi við og myndaði hælisleitendur sem búa á Ásbrú.

Read More
Myrkur Games: Nýtt og spennandi tölvuleikjafyrirtæki

Myrkur Games er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki, stofnað árið 2016 af þremur tölvunarfræðinemendum, þeim Daníel A. Sigurðssyni, Friðriki A. Friðrikssyni og Halldóri S. Kristjánssyni. Margt spennandi er á döfinni hjá fyrirtækinu, en blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við Friðrik, einn stofnanda fyrirtækisins og Katrínu Ingu Gylfadóttur, sem starfar þar sem þrívíddarteiknari.

Read More
Yfirgnæfandi líkur á að gestir missi þvag

„Við erum í fyrsta lagi miklu heitari en allir í Mið-Ísland. Við vorum einmitt að spá, eru allir hlæjandi á Mið-Ísland uppistöndum því þeir eru svo ljótir? Eða hvað er málið?“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir uppistandari. Hún treður upp á Hard Rock með uppistandshópnum „Fyndnustu mínar“ á laugardagskvöldið klukkan átta og segir að hópurinn komi með nýja orku inn í uppistandssenuna á Íslandi.

Read More