Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni. Hér er það sem hefur veitt henni innblástur undanfarið.
Read MoreSumarið er tíminn til að lesa, vera úti, njóta sólarinnar og heimi nýrra orða. Hvort sem það eru hrollvekjur, ljóðabækur eða ævisögur, hér eru nýjustu bækurnar til þess að sökkva sér ofan í í sumar.
Read MoreSumarið er handan við hornið og verður það smekkfullt af list, þá sérstaklega af tónlist. Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru á leiðinni til landsins til að halda sína eigin tónleika, þar á meðal Billy Idol, Jessie J og Katie Melua. Tónlistarhátíðir og listahátíðir verða jafnframt áberandi í ár eins og áður. Það er því ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað íslenska listasumarið hefur upp á að bjóða og Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta.
Read MoreStúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú á haustdögum í aðdraganda Alþingiskosninganna. Allir nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að senda inn ljóð en ljóðin þurftu á einn eða annan hátt að tengjast komandi kosningum eða atburðum síðustu mánaða sem leiddu til stjórnarslitanna.
Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm.
Eydís Blöndal gaf út aðra ljóðabók sína á dögunum, bókina Án tillits. Hún gaf bókina út upp á eigin spýtur og segir það skemmtilegra en að gefa út í samráði við útgefanda. „Það er svo gott að hafa frjálsar hendur, hafa engan sem ritstýrir mér, sem er kannski galli líka. Ljóðin mín eru persónuleg og þurfa að koma frá hjartanu.”
Read MoreÉg stöðvaði mótorinn við upphaf götunnar. Festi bátinn við veðrað götuskiltið og óð út í. Sjórinn var ekki djúpur svona langt inni í hverfinu, rétt náði mér upp að mjöðmum. Það tók mig smá tíma að átta mig á staðháttum enda þrjátíu ár síðan ég hafði komið hingað síðast. Ég var í kringum sextán þegar ég flutti út, rétt eftir tíu ára afmæli litlu systur minnar. Síðan þá hafði mér aldrei hugnast að koma hingað. Ekki fyrr en nú.
Read MoreLaganeminn Hrafnkell Ásgeirsson er fyndnasti háskólaneminn 2017. Hrafnkell nældi sér í nafnbótina á úrslitakvöldi keppninnar sem fram fór á Stúdentakjallaranum þann 28. mars síðastliðinn. Að launum hlaut hann hvorki meira né minna en 100 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og boð um að troða upp í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt grínistunum góðkunnu í Mið Íslandi.
Read MoreÁ okkar alnetsöld eru árangursríkustu tónlistarmennirnir markaðsfræðingar, tónlistin sjálf er mikilvægt markaðstól og nýjar stefnur og uppreisnir tónlistarmanna eru æ fljótar gerðar að söluvöru. Tengslin milli þessara tveggja fyrirbæra, tónlistar og markaðssetningar, hafa þó engu að síður alltaf verið til staðar að einhverju leiti. Einn áhugaverður angi þessa þverskurðar er svokölluð biðtónlist eða lyftutónlist.
Read MoreFramtíðin er hér! Eða svo héldum við. Árið 2017 er gengið í garð en hvar eru fljúgandi bílarnir? Í tilefni af umfjöllunarefni blaðsins ákvað blaðamaður Stúdentablaðsins að rýna í hvaða sýn fólk fyrr á tímum hafði af árinu 2017 og hvernig árið 2017 hefur ýmist brugðist eða staðið undir þeim væntingum.
Read MoreTónlistarmanninn Daða Frey Pétursson kannast eflaust flestir við en hann kom, sá og hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppninni í ár. Daði og vinir hans í Gagnamagninu hafa vakið mikla athygli og hefur lagið hans „Hvað með það” eða „Is this love” eins og það kallast á útlensku, heyrst óma úti um allar trissur síðan.
Read MoreÞó önninni sé senn að ljúka og sumarið að ganga í garð verður háskólasvæðið þó áfram iðandi af lífi. Stúdentakjallarinn er þar engin undantekning en kjallarinn verður opinn í allt sumar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.
Read MoreÚrslitakvöld keppninnar um fyndnasta háskólanemann fer fram á Stúdentakjallaranum í kvöld. Búast má við æsispennandi keppni en þegar hafa farið fram tvö undankvöld í keppninni. Það er félagslífs- og menningarnefnd SHÍ sem stendur fyrir keppninni í samstarfi við Mið-Ísland og Landsbankann.
Read MoreFimmtudagskvöldið gekk vel þrátt fyrir slæman undirbúning. Ég komst að því að það sem fólk gerir á tónlistarhátíðum felst einnig í því að skreppa út í sígó og á barinn. En þriðja ferðin á barinn til að kaupa Red Bull hljómaði ekki vel í eyrum mínum. Tommy Genesis fór á svið kl. 22.00 og var mjög flott. Hún hélt litla ræðu um að strákar mættu ekki klípa í rassinn á henni, bara stelpur. Síðan var GKR með mjög flotta grafík á sviðinu en alla athyglina tóku fínu rauðu stuttbuxurnar hans. Hann var víst að missa röddina en hélt þessu uppi allan tímann.
Read MoreSýningin A Guide to the Perfect Human var frumsýnd í Tjarnarbíó síðastliðin föstudag en sýningin er sérstök fyrir þær sakir að í henni eiga sér stað raunveruleg brúðkaup. Aðeins verða haldnar þrjár sýningar en í hverri þeirra er nýtt par gefið saman og gestum boðið að taka þátt í brúðkaupsveislunni.
Read MoreÉg er algjör hefðapervert. Ég bý til hefðir úr öllu. Ég ætla svosem ekki að fara nánar út í þær allar en ein hefð, sem ég er viss um að við erum öll sammála um, er hefðin að verðlauna sig eftir próflok.
Read MoreFullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.
Read MoreÞað má nánast heyra saumnál detta í lestinni. Fólk lítur varla í kringum sig. Allir eru meðvitaðir um að vera ekki ágengir og virða persónulegt rými sessunauts síns í annars troðfullri lestinni. Kyrrðin er ekki rofin með „dulululu dulululu dululu-lu-lu“ Nokia- símhringingunni eða marimba Iphone hringingunni sem allir kannast við á Íslandi. Ástæðan er að hluta til sú að um er að ræða lest í Japan. Þar hvíslast fólk á þegar það þarf að tala saman en er annars í sínum eigin heimi, með andlitið ofan í símanum eða með tónlist í eyrunum. Reglur kveða á um að bannað er að tala í síma í lest. Undantekningarlaust virða Japanir regluna og ónáða ekki hver annan.
Read More