Úrslitakvöld keppninnar um fyndnasta háskólanemann fer fram á Stúdentakjallaranum í kvöld. Búast má við æsispennandi keppni en þegar hafa farið fram tvö undankvöld í keppninni. Það er félagslífs- og menningarnefnd SHÍ sem stendur fyrir keppninni í samstarfi við Mið-Ísland og Landsbankann.
Read MoreRagna Sigurðardóttir, nemi í læknisfræði, er nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ragna var kjörin til að gegna embættinu á svokölluðum skiptafundi SHÍ sem fram fór í Odda í dag þegar nýtt Stúdentaráð tók jafnframt við störfum, en nýr meirihluti var kjörinn í byrjun febrúar.
Read MoreRöskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.
Read MoreFullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.
Read MoreStúdentahreyfingar allra háskóla landsins hófu í dag rafræna undirskriftasöfnun til að vekja athygli á verulegri undirfjármögnun sem stefni háskólum landsins í hættu. Undirskriftasöfnunin fer undir yfirskriftinni Háskólar í hættu og felur í sér áskorun til stjórnvalda um að forgangsraða í þágu menntamála og að framfylgja markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins.
Read More