Um aldamótin seinustu birti Kvennakirkjan á Íslandi nýstárlega þýðingu á völdum köflum úr Biblíunni þar sem karlkyn gegnir ekki lengur þeirri hlutleysisstöðu sem það hefur haft í íslensku fram að þessu. Þar er hvorugkyn fleirtölu notað í hvívetna ef um hóp er að ræða. Í þýðingunni stendur meðal annars: „Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi“; í stað „Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi“.
Read MoreÁ höfuðborgarsvæðinu takast nú á andstæð sjónarmið um grundvallarspurningar. Þær snúast einfaldlega um hvar fólk á að búa og hvernig það á að ferðast milli staða á öruggan, hagkvæman og einfaldan hátt í framtíðinni.
Read MoreNemendur eiga að taka þátt í mótun þeirrar sýnar og hún þarf að fela í sér forgangsröðun í þágu stúdenta og háskólasamfélagsins í heild. Tími stakstæðra bygginga og illa skipulagðra bílaplana er á enda. Þau eru pínu eins og svínaskrokkarnir á Sæbrautinni; umferðarteppan er 800 manna biðlistinn inn á stúdentagarða.
Read MoreAð vera langt frá heimilinu sínu og þurfa að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt landslag er bæði spennandi og stressandi. Varnaðarorð um hinn „ómögulega“ og „fokdýra“ húsnæðismarkað á Íslandi sem þú færð að heyra áður en þú flytur eykur aðeins taugatitringinn.
Read MoreÞví er eins farið með íslenska tungu og íslensk stjórnmál að sitt sýnist hverjum. Sumir geta ekki hugsað sér að „það hafi verið hrint þeim“ eða að „þeim hafi vantað eitthvað“ en öðrum þykir ekkert athugavert við slíkt málfar.
Read MoreHaustið er loksins komið. Gul, rauð og brún laufblöð hafa fallið víðsvegar um háskólasvæðið. Í kaldri októberbirtunni er ekkert betra en að stíga á þurr laufblöðin og heyra viðkvæmu stilkana brotna. Bráðum kemur hins vegar veturinn, laufblöðin hverfa með blautum, köldum útsynningi og lokapróf taka við hjá kaffiþyrstum stúdentum sem virðast bara nýsestir í hörðu stólana í lesstofunum á Háskólatorgi.
Read More„Bókmenntafræði.. já, já. Þú veist að þú hefur alla burði til þess að fara í stærðfræði eða verkfræði er það ekki?“ segir ónefndur frændi minn og fitjar upp á nefið. Ég horfi í gaupnir mér. Kannski er þetta rétt hjá honum. Það er ekkert vit í því að greina ritverk í þaula og spá í samfélagi fyrri tíma. Spyrja sig hvers vegna við mennirnir séum hér á jörðinni og hvert sé hlutverk mannkyns. Eða hvað?
Read MoreI am writing this while sitting at a Joe & The Juice somewhere in Denmark, where the deep house music is roaring and a brown, green-eyed ‘PrimaDonna-Swim’-model is staring at my face. I feel like a prisoner in a capitalist prison.
Read MoreÉg vil koma því á framfæri að á meðan ég skrifa þetta sit ég á Joe & The Juice einhvers staðar í Danmörku þar sem deep house tónlistin er ærandi og mjög brúnt og græneygt „PrimaDonna-swim“-módel starir framan í mig. Mér líður eins og fanga í fangabúðum kapítalismans.
Read MoreSíðasti gestapenni Stúdentablaðsins að sinni er hin fjölhæfa sjónvarpskona Margrét Erla Maack. Ekki er nema áratugur frá því að Margrét átti sína 25 ára krísu en hún er fædd 1984. Margrét er fjórða í röðinni sem fjallar um þema næsta Stúdentablaðs með þessum hætti í aðdraganda útgáfu blaðsins en blaðið er fullt af greinum og umfjöllunum um þetta efni.
Read MoreElliði Vignisson er einn þekktasti bæjarstjóri landsins og kannast allflestir við hann. Elliði er þriðji gestapenni Stúdentablaðsins sem segir frá sinni 25 ára krísu en brátt styttist í næsta tölublað sem einmitt fjallar um það efni. Elliði er menntaður sálfræðingur og starfaði sem kennari um árabil. Hann er fæddur 1969 og er því ungur maður á 90‘s tímabilinu.
Read MoreTilefni af þema næstkomandi blaðs „25 ára krísan“ fengum við til liðs við okkur nokkra gestapenna sem segja frá sinni 25 ára krísu. Annar til þess að stökkva til er matgæðingurinn Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Grænum kosti. Solla er fædd 1960 og átti sína krísu um miðjan níunda áratuginn.
Read MoreTilefni af fjórða tölublaði Stúdentablaðsins fengum við nokkra gestapenna með okkur í lið og fjalla þeir um sig í tengslum við þema blaðsins „25 ára krísan“. Fyrstur til þess að ríða á vaðið er hinn þekkti og þjóðkunni, rithöfundur og skáld, Sigurður Pálsson fæddur 1948.
Read MoreTómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.
Read MoreÞað tók ekki marga daga í París til að átta sig á því að allar klisjurnar eru sannar. Í lok ágúst á síðasta ári stakk ég af til Frakklands og hóf skiptinám við háskólann Sciences Po í París sem er þekktur fyrir nám á sviði stjórnmálafræði og alþjóðasamskipta. Ég get svarið það, ég var búin að vera í París í fjóra daga þegar mér varð ljóst að já, hér borða allir croissant, drekka espresso, reykja, ganga um með hatt og eru í sleik á almannafæri.
Read MoreÍ hvert sinn sem ég sé mynd á Facebook eða Instagram sem hefur augljóslega verið lagfærð stafrænt til að fegra viðfangsefnið, þá er ómögulegt fyrir mig að gera ekki grín að því. Hvern heldur fólk að það sé að blekkja þegar það minnkar mitti sitt stafrænt svo mikið að baðherbergið verður kúpt inn á við eða pússar bólurnar svo ákaft af andlitinu að Barbie virðist vera raunsæ fyrirmynd?
Read MoreHvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi.
Read More„Is it too late now to say sorry umhverfi?“
Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs
Read More„Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi.
Read More,,Síðustu 28 árin hafa stefnumál fylkinganna þótt keimlík og jafnvel er hugmyndafræðin að baki þeim það einnig. Ef önnur fylkingin fær svo frábæra hugmynd sem hin fékk ekki, myndi vafalaust seinheppna fylkingin þó blessunarlega bjóðast til að hrinda henni í framkvæmd þegar sigurinn yrði í höfn."
Read More