Tómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.
Read More