Posts in Háskólinn
Framtíðardagar

Framtíðardagar Háskóla Íslands, sem samanstóðu af dagskrá í boði Náms- og starfsráðgjafar HÍ, voru haldnir á Litla torgi vikuna 12. til 16. febrúar. Yfirskrift daganna að þessu sinni var Undirbúningur fyrir atvinnulífið og frá mánudegi til föstudags fengu áhugasamir nemendur hagnýtar upplýsingar um helstu skref sem taka þarf í atvinnuleit í formi fyrirlestra og kynninga.

Read More
Ítalska fyrir byrjendur: Nám í ítölsku við Háskóla Íslands verður nú opið nemendum sem ekki hafa fyrirfram þekkingu í tungumálinu

„Ég ásamt Stefano Rosatti (aðjúnkt og forstöðumaður ítölskudeildar skólaárið 2017-2018) endurskipulögðum nýlega allt BA-námið til þess að gera algjörum byrjendum kleift að skrá sig í námið,” segir Edoardo Mastantuoni, aðjúnkt við ítölskudeild Háskóla Íslands, í samtali við Stúdentablaðið.

Read More
„Við skulum ekkert gefast upp:” Rektor HÍ kveðst almennt bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir þrengingar í rekstri

„Almennt séð finnst mér framtíðin vera björt, ég held að íslensku samfélagi sé nauðsynlegt að hafa sterka háskóla og þetta gengur eiginlega bara út á það að það sé spennandi að búa hérna á Íslandi, hafa hérna öflugt þekkingarsamfélag og ef það á að vera, þá verður að vera öflugur háskóli,” segir Jón Atli í viðtali við Stúdentablaðið.

Read More
Réttinda-Ronja

Háskóla Íslands er skylt samkvæmt lögum að tryggja að upplýsingar um þjónustu fyrir fatlaða nemendur séu aðgengilegar og auðfundnar. Þó er ýmislegt ábótavant í þeim efnum og erfitt getur reynst að finna upplýsingar um úrræði sem eru í boði fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika. Starfsteymi Réttinda Ronju vill stórbæta aðgengi að upplýsingum fyrir þá háskólanema sem búa við fötlun eða skerðingu í námi.

Read More
Nýr meirihluti í Stúdentaráði

Röskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.

Read More
Stúdentar fagna fullveldishátíð

Fullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.

Read More
„Háskólar í hættu:" Ætla að safna 20.000 undirskriftum

Stúdentahreyfingar allra háskóla landsins hófu í dag rafræna undirskriftasöfnun til að vekja athygli á verulegri undirfjármögnun sem stefni háskólum landsins í hættu. Undirskriftasöfnunin fer undir yfirskriftinni Háskólar í hættu og felur í sér áskorun til stjórnvalda um að forgangsraða í þágu menntamála og að framfylgja markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins.

Read More
Er starfsnám rétti kosturinn?

Á síðastliðnum árum hefur fjöldi langskólagenginna Íslendinga aukist töluvert og margir glíma því við örðugleika við að finna sér starf sem hæfir menntun þeirra. Eftirspurn á vissum sviðum hefur þó aukist í takt við breytingar í samfélaginu og tækniþróun á meðan aðrar deildir virðast ekki hafa jafn beinar tengingar við atvinnulífið eða tilteknar starfsgreinar.

Read More
Hvernig metum við gæði kennslu?

Föstudaginn 15. mars var Kennslumálaþing haldið í fimmta sinn af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þingið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 að frumkvæði nemenda og síðan þá hefur verið blásið til þess árlega. 

Read More