Framtíðardagar Háskóla Íslands, sem samanstóðu af dagskrá í boði Náms- og starfsráðgjafar HÍ, voru haldnir á Litla torgi vikuna 12. til 16. febrúar. Yfirskrift daganna að þessu sinni var Undirbúningur fyrir atvinnulífið og frá mánudegi til föstudags fengu áhugasamir nemendur hagnýtar upplýsingar um helstu skref sem taka þarf í atvinnuleit í formi fyrirlestra og kynninga.
Read More„Ég ásamt Stefano Rosatti (aðjúnkt og forstöðumaður ítölskudeildar skólaárið 2017-2018) endurskipulögðum nýlega allt BA-námið til þess að gera algjörum byrjendum kleift að skrá sig í námið,” segir Edoardo Mastantuoni, aðjúnkt við ítölskudeild Háskóla Íslands, í samtali við Stúdentablaðið.
Read More„Almennt séð finnst mér framtíðin vera björt, ég held að íslensku samfélagi sé nauðsynlegt að hafa sterka háskóla og þetta gengur eiginlega bara út á það að það sé spennandi að búa hérna á Íslandi, hafa hérna öflugt þekkingarsamfélag og ef það á að vera, þá verður að vera öflugur háskóli,” segir Jón Atli í viðtali við Stúdentablaðið.
Read MoreMargrét Björg Ástvaldsdóttir er nemandi í félagsfræði og er varaformaður Femínistafélags Háskóla Íslands sem á dögunum hélt túrdaga í fyrsta sinn. Túrdagar stóðu yfir í þrjá daga þar sem meðal annars var boðið upp á marga áhugaverða fyrirlestra um blæðingar.
Read MoreHáskóla Íslands er skylt samkvæmt lögum að tryggja að upplýsingar um þjónustu fyrir fatlaða nemendur séu aðgengilegar og auðfundnar. Þó er ýmislegt ábótavant í þeim efnum og erfitt getur reynst að finna upplýsingar um úrræði sem eru í boði fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika. Starfsteymi Réttinda Ronju vill stórbæta aðgengi að upplýsingum fyrir þá háskólanema sem búa við fötlun eða skerðingu í námi.
Read MoreÞó önninni sé senn að ljúka og sumarið að ganga í garð verður háskólasvæðið þó áfram iðandi af lífi. Stúdentakjallarinn er þar engin undantekning en kjallarinn verður opinn í allt sumar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.
Read More„Ég hlýt að þola það, ég er gamall sjómaður,” segir Kristján Þór Júlíusson hlæjandi þegar blaðamaður Stúdentablaðsins afhendir honum sitthvort eintakið af Stúdentablaði vetrarins og biðst velvirðingar á örlítið dónalegri stjörnuspá aftast í blaðinu.
Read MoreRagna Sigurðardóttir, nemi í læknisfræði, er nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ragna var kjörin til að gegna embættinu á svokölluðum skiptafundi SHÍ sem fram fór í Odda í dag þegar nýtt Stúdentaráð tók jafnframt við störfum, en nýr meirihluti var kjörinn í byrjun febrúar.
Read MoreFramavika Háskóla Íslands fer fram í næstu viku, dagana 13.-17. febrúar. Dagskrá Framavikunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum, viðburðum og vinnustofum en meðal þess sem verður á boðstólum eru fyrirlestrar á vegum fulltrúa LinkedIn. Það er Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) sem stendur fyrir dagskránni.
Röskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.
Read MoreBóksala stúdenta leitast í sífellu við að auka þjónustu við stúdenta en nú í upphafi árs bættust rafbækur í flóru vöruúrvals Bóksölunnar. Skólabókavertíðin er í fullum gangi en nú stendur einnig til boða nýr kostur; fleiri þúsund titlar skólabóka á rafrænu formi.
Read MoreÉg er algjör hefðapervert. Ég bý til hefðir úr öllu. Ég ætla svosem ekki að fara nánar út í þær allar en ein hefð, sem ég er viss um að við erum öll sammála um, er hefðin að verðlauna sig eftir próflok.
Read MoreFullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.
Read MoreErfitt var orð sem heyrðist oft á tólfta hátíðarmálþingi Úlfljóts, tímarits laganema, síðastliðinn miðvikudag. Það er ekki að furða að þetta orð hafi komið fyrir oftar en einu sinni í málflutningi framsögumanna þar sem umræðuefnið var jú, ákaflega erfitt.
Read MoreStúdentahreyfingar allra háskóla landsins hófu í dag rafræna undirskriftasöfnun til að vekja athygli á verulegri undirfjármögnun sem stefni háskólum landsins í hættu. Undirskriftasöfnunin fer undir yfirskriftinni Háskólar í hættu og felur í sér áskorun til stjórnvalda um að forgangsraða í þágu menntamála og að framfylgja markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins.
Read MoreVissir þú að Háskóli Íslands á sérstakt listaverkasafn sem stofnað var árið 1980 eða fyrir 36 árum síðan?
Read MoreBlaðamaður heimsótti Jakobínu Árnadóttur, ráðgjafa hjá Capacent, og spurði hana út í hvað er gott að hafa á ferilskrá, og hvað skal forðast.
Read MoreÁ síðastliðnum árum hefur fjöldi langskólagenginna Íslendinga aukist töluvert og margir glíma því við örðugleika við að finna sér starf sem hæfir menntun þeirra. Eftirspurn á vissum sviðum hefur þó aukist í takt við breytingar í samfélaginu og tækniþróun á meðan aðrar deildir virðast ekki hafa jafn beinar tengingar við atvinnulífið eða tilteknar starfsgreinar.
Read MoreÞorsteinn Guðmundsson fyrstaársnemi í sálfræði Háskóla Íslands svara nokkrum spurningum.
Read MoreFöstudaginn 15. mars var Kennslumálaþing haldið í fimmta sinn af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þingið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 að frumkvæði nemenda og síðan þá hefur verið blásið til þess árlega.
Read More