Hinn tuttugu og þriggja ára gamli Jóhann Karlsson, betur þekktur undir nafninu Joe Frazier, er rísandi stjarna í hipphopp-senunni á Íslandi og hefur verið að útsetja, hljóðblanda og semja takta (e. beats) fyrir mörg af þekktustu nöfnunum hér á landi.
Read MoreBlaðamaður heimsótti Jakobínu Árnadóttur, ráðgjafa hjá Capacent, og spurði hana út í hvað er gott að hafa á ferilskrá, og hvað skal forðast.
Read MoreTónlistar- og íþróttamanninum Ara Braga Kárasyni er margt til lista lagt. Hann er áberandi í íslensku tónlistarlífi þar sem hann kemur fram bæði með sinni eigin hljómsveit, sem og með þekktu íslensku tónlistarfólki. Hann hefur einnig unnið fjöldamörg afrek í íþróttaheiminum en hann æfir frjálsar íþróttir með FH, ásamt því að sitja í íslenska landsliðinu.
Read MoreÁ síðastliðnum árum hefur fjöldi langskólagenginna Íslendinga aukist töluvert og margir glíma því við örðugleika við að finna sér starf sem hæfir menntun þeirra. Eftirspurn á vissum sviðum hefur þó aukist í takt við breytingar í samfélaginu og tækniþróun á meðan aðrar deildir virðast ekki hafa jafn beinar tengingar við atvinnulífið eða tilteknar starfsgreinar.
Read MoreFólk blómstrar mishratt – á meðan sumir eru týndir í lífinu um 25 ára aldurinn eru aðrir að brillera...
Read MoreÞorsteinn Guðmundsson fyrstaársnemi í sálfræði Háskóla Íslands svara nokkrum spurningum.
Read MoreFöstudaginn 15. mars var Kennslumálaþing haldið í fimmta sinn af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þingið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 að frumkvæði nemenda og síðan þá hefur verið blásið til þess árlega.
Read MoreSjálfsupptekin. Tæknivædd. Sveigjanleg. Þannig hafa margar rannsóknir, greinar og bækur á síðustu áratugum reynt að skilgreina þá kynslóð sem er fædd upp úr 1980, sumir telja frá árinu 1982, og fram að aldamótunum 2000.
Read MoreJóna Ástudóttir er 21 árs stjórnmálafræðnemi sem flutti á Stúdentagarðana í haust, alla leið frá Kirkjubæjarklaustri. Hún unir sér þar vel í fallegri paríbúð ásamt kærastanum sínum.
Read MoreAð vera á stefnumótamarkaðnum er svolítið eins og að vera sífellt í atvinnuviðtali. Ég er búin að fara í þónokkur upp á síðkastið, því að auk þess að vera „raðdeitari“ í anda Taylor Swift, þá er ég einnig að glíma við krísuna: „Hvað skal gera við framtíð mína?”. Það sem ég á við með því að markaðurinn sé eins og stanslaust atvinnuviðtal er að það er sífellt verið að vega mann og meta.
Read MoreEkki tekst alltaf að veðja á rétta braut í fyrstu atlögu. Mikið er um að háskólanemar skipti um námsbraut, þá iðulega snemma í náminu. Slík stefnubreyting er hvað algengust hjá fólki hefur háskólagöngu í beinu framhaldi af stúdentsprófi. Þau Frímann, Fjölnir og Helga hafa öll reynslu af því að taka „U-beygju“ í stefnu í námi sínu og miðla þessari reynslu í viðtali við Stúdentablaðið.
Read MoreEngar tölur liggja fyrir um notkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal íslenskra háskólanema en Stúdentablaðinu hafa borist vísbendingar úr nokkrum áttum um misnotkun íslenskra háskólanema á slíkum lyfjum.
Read MoreSíðasti gestapenni Stúdentablaðsins að sinni er hin fjölhæfa sjónvarpskona Margrét Erla Maack. Ekki er nema áratugur frá því að Margrét átti sína 25 ára krísu en hún er fædd 1984. Margrét er fjórða í röðinni sem fjallar um þema næsta Stúdentablaðs með þessum hætti í aðdraganda útgáfu blaðsins en blaðið er fullt af greinum og umfjöllunum um þetta efni.
Read MoreElliði Vignisson er einn þekktasti bæjarstjóri landsins og kannast allflestir við hann. Elliði er þriðji gestapenni Stúdentablaðsins sem segir frá sinni 25 ára krísu en brátt styttist í næsta tölublað sem einmitt fjallar um það efni. Elliði er menntaður sálfræðingur og starfaði sem kennari um árabil. Hann er fæddur 1969 og er því ungur maður á 90‘s tímabilinu.
Read MoreTilefni af þema næstkomandi blaðs „25 ára krísan“ fengum við til liðs við okkur nokkra gestapenna sem segja frá sinni 25 ára krísu. Annar til þess að stökkva til er matgæðingurinn Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Grænum kosti. Solla er fædd 1960 og átti sína krísu um miðjan níunda áratuginn.
Read MoreArnljótur Sigurðsson, musician and member of the Reggie-band Ojba Rasta, chose 10 Reggie songs for readers who are interested in Reggie but don‘t know where to start…
Read More"Lialogues" do not have the same objective as traditional interviews, wherein questions are asked, and convenient truths are often told; truth which portrays the interviewee in a positive light. Since there is rarely such honesty in interviews that they take one’s interest by storm, we will go in the complete opposite direction, and let the interviewees answer whatever they want, as long as it’s not the truth.
Read MoreThe situationof prisoners in Icelandic prisons has been under much discussion lately. We read stories about white-collar criminals serving their sentence in single-family houses at Kvíabryggja, hear that prisoners can surf the internet at will and even serve long sentences outside prison. Is this the reality of Icelandic prisoners?
Read MoreTilefni af fjórða tölublaði Stúdentablaðsins fengum við nokkra gestapenna með okkur í lið og fjalla þeir um sig í tengslum við þema blaðsins „25 ára krísan“. Fyrstur til þess að ríða á vaðið er hinn þekkti og þjóðkunni, rithöfundur og skáld, Sigurður Pálsson fæddur 1948.
Read MoreTómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.
Read More