25 ára afreksfólk
1. Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness kom út þegar skáldið var 25 ára gamalt en skáldverkið vakti mikla athygli og deilur við útgáfu þess.
2. Orson Welles skrifaði, leikstýrði og lék í Citizen Kane 25 ára gamall.
3. Charles Lindbergh varð fyrstur manna til að fljúga þvert yfir Atlantshafið, 25 ára gamall árið 1927.
4. 25 er þriðja breiðskífa stórsöngkonunnar Adele sem kom einmitt út á 25. aldursári söngkonunnar árið 2015. Platan varð mest selda platan á árinu í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum og telur núna 19 milljónir seldra eintaka
5. J.K. Rowling var í lest á leið til Manchester árið 1990, þá 25 ára gömul og með enga nákvæma stefnu í lífinu, þegar hugmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter skaut upp í kollinn á henni.
6. Janis Joplin tók upp fyrstu plötu sína, Cheap Thrills, með hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company árið 1968, þá 25 ára að aldri, en platan halaði inn milljónum dala strax á fyrstu mánuðum eftir útgáfu. Aðeins tveimur árum seinna lést söngkonan.
7. 25 ára gömul var Amelia Earhart fyrst kvenna til að fara yfir 1400 feta mörkin í flughæð árið 1922.
8. Árið 2009 varð Facebook að arðbæru fyrirtæki, en þá var stofnandinn Mark Zuckerberg 25 ára gamall og búinn að vera að vinna í samfélagsmiðlinum í um fimm ár.
9. 25 ára gamall hafði Stevie Wonder unnið tvö Grammy verðlaun, fyrir plöturnar Innervisions og Fullfillingness‘ First Finale.
10. Listakonan Frida Kahlo skapaði eitt af sínum frægustu verkum, Henry Ford Hospital, eftir harminn við fósturlát árið 1932, þá 25 ára að aldri.
Samantekt: Díana Sjöfn Jóhannsdóttir