Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og er ekki bara mikilvægur heldur nauðsynlegur fyrir heilsu okkar og vellíðan. Stúdentablaðið tekur fyrir fimm ráð um svefn og svefnvenjur.
Read MoreHáma tók risastórt skref í málefnum grænkera í haust. Vöruúrval hefur aukist verulega í kjölfar hagsmunabaráttu stúdenta.
Read MoreKarítas Hrundar Pálsdóttir fór á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku á vegum Snorra West verkefnisins. Þar smakkaði hún vínartertu, „þjóðarrétt“ Vestur-Íslendinga, og hitti frænda sinn, Peter Hallson.
Read More„Meginatriðið er í raun ekki viðtalið sjálft. Ég vona að viðtölin fái viðmælendur mína til að ígrunda hvað það sé sem geri þá hamingjusama,“ segir Torfi Þór Tryggvason stofnandi Instagram reikningsins „Hvað er hamingja?“. Á síðunni birtir Torfi viðtöl við fólk um hamingjuna.
Read MoreÞorbjörg Þorvaldsdóttir er nýr formaður Samtakanna 78 en hún er jafnframt doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg er gift Silju Leifsdóttur og saman eiga þær þriggja ára dóttur. Þorbjörg hefur með kjöri sínu brotið blað í sögunni en hún er fyrsti tvíkynhneigði formaður Samtakanna 78.
Read More„Það er svo gaman að vera partur af einhverri upplifun hjá fólki, að vera ekki bara þak yfir höfuðið heldur að dusta glimmeri á eitthvað hjá einhverjum. Það er það sem gildir,“ segir Valgerður Anna Einarsdóttir, Vala, hostelstjóri Student Hostel.
Read MoreÁrið 2017 létu yfir þrjátíu þúsund Mexíkóbúar lífið í tengslum við stríðið gegn fíkniefnum. Hér á Íslandi geisar öðruvísi stríð. Vissulega hefur enginn fallið í valinn svo vitað sé og líklega myndu hin þágufallssýktu fórnarlömb ekki telja það smekklegt að þau séu borin saman við fórnarlömb raunverulegra harðinda. Hins vegar eiga þessi tvö ólíku stríð eitt sameiginlegt: bæði eru tilraunir til að breyta einhverju sem ekki verður breytt.
Read MoreÞað að sigrast á loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir og halda áfram að einblína endalaust á hagvöxt gengur ekki upp. Þetta segir Rakel Guðmundsdóttir sem skilaði lokaverkefni sínu „Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum“, til bakkalárgráðu í stjórnmálafræði nýverið.
Read MoreHinn týpíski íslenski túristi tiplar á tánum milli stóru fataverslananna í hvítu Nike Air Force skónum sínum og ASOS fatnaðinum á meðan hann sýpur á vanilluíslatte frá Starbucks. Hann kaupir sér nokkrar flíkur í Forever 21 og Zara sem hann telur sig bráðvanta og enn fleiri flíkur í H&M enda munar hann ekkert um það. Þú hristir kannski hausinn yfir þessari frásögn. Eða ef til vill kannast þú við þennan einstakling, er ég kannski að lýsa þér?
Read MoreÁ fimbulköldu en sólríku síðdegi hefur blaðamaður mælt sér mót við ljóðskáldið og íslenskunemann Karitas M. Bjarkadóttur. Viðtalið fer fram á kaffihúsi Þjóðminjasafnsins þar sem fyrrnefndar koma sér fyrir í glerskálanum og baða sig í langþráðri snjóhvítri dagsbirtu.
Read MoreSamkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Environice á sauðfjárræktin stærsta kolefnissporið af innlendri matarframleiðslu hérlendis, því næst laxeldið, en grænmetið losar lang minnst.
Read MoreVið erum að renna út á tíma. Reyndar ekki við sem höfum spillt umhverfinu hvað mest, við Íslendingar, heldur frekar fólk í fjarlægum löndum sem við höfum spillt umhverfinu fyrir. Hérna á klakanum finnum við lítið fyrir þeim gífurlegu áhrifum sem við höfum á jörðina með daglegri neyslu okkar. Og hvað gerum við? Ekki neitt.
Read More„Í textanum sé ég mjög spámannleg skilaboð og get ekki annað sagt en að hljómsveitin Hatarar hafi spámannleg einkenni,“ segir Dagur Fannar Magnússon meistaranemi í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann setti fram greiningu á framlagi Íslands til Eurovision á Facebook síðu sinni nýverið. Stöðuuppfærslan hefur vakið mikla athygli og hlotið 157 deilingar þegar þetta er skrifað.
Read MoreSex nemendur í Háskóla Íslands, og einn grafískur hönnuður, móta ritstjórn nýs menningartímarits, tímaritsins Skandala. Tímaritinu er ætlað að birta tilraunakennd, óhefðbundin verk og verk skálda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nú eru einungis 15 dagar eftir af söfnun Skandala fyrir fyrsta tölublaði og biðla þau til velunnara að styðja við útgáfu tímaritsins.
Read More„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármálahagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður.
Read MoreJólabókaflóð ríður yfir. Halldór Armand er tekinn tali og tekið tal berst að ýmsu sem tal á helst ekki að berast að. Og skáldskapur er ræddur: fjármál rithöfunda. Tungumálsins framboð og eftirspurn. Svo ýmislegt: fullnaðarsigur samfélagsmiðla á listrænni miðlum, pólitískur rétttrúnaður, karlar í Morfís.
Read MoreReykjavík er holótt borg. Hún hefur margt til brunns að bera, falleg við sundin, menningarborg Íslands, góð atvinnutækifæri og svo mætti lengi telja. En hún er engu að síður holótt. Þá er ekki átt við holurnar í götunum sem má sömuleiðis finna víða annars staðar heldur er átt við að sunnan við meginkjarna borgarinnar, þar sem hjarta Reykjavíkur slær, er auðn.
Read MorePubQuiz Plebbarnir ættu að vera orðnir öllu barsvars áhugafólki góðkunnugir. Hópurinn samanstendur af þremur ungum mönnum, Daníeli Frey Swensyni, Arnóri Steini Ívarsyni og Jóni Pálssyni, sem hafa haldið um það bil 13 barsvör í Stúdentakjallaranum síðastliðin þrjú ár. Barsvörin eru ekki af hefðbundnum toga.
Read More„Fólk segir að Ísland sé einhver fullkomin femínísk útópía en þeir sem segja það hafa ekki upplifað okkar veruleika. Þeir hafa núna tækifæri til að heyra hvernig hann er,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir, sem stjórnar hlaðvarpsþættinum Smá pláss ásamt Sunnu Axels.
Read MoreÞað þarf ekki að leita lengi í nágrenni háskólans til að finna sannkallaða vin í lærdómseyðimörk námsmannsins: Vesturbæjarlaug. Þar stígur gufa upp úr heitum pottum frá morgni til kvölds og andrúmsloftið ilmar af klór og fögrum fyrirheitum.
Read More