Á fimbulköldu en sólríku síðdegi hefur blaðamaður mælt sér mót við ljóðskáldið og íslenskunemann Karitas M. Bjarkadóttur. Viðtalið fer fram á kaffihúsi Þjóðminjasafnsins þar sem fyrrnefndar koma sér fyrir í glerskálanum og baða sig í langþráðri snjóhvítri dagsbirtu.
Read MoreÞegar Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion, þekktur undir listamannsnafninu Skoffín, er spurður út í nákvæma skilgreiningu á tónsmíðum sínum þarf hann að taka sér umhugsunarfrest. „Ég hef sjálfur verið í miklum vandræðum með þetta, ég er farinn að lýsa henni sem einhverju glampönki sem felst í raun bara í því að ég legg mikið upp úr svona aktívri sviðsframkomu, sviðsframkomu sem gerir mikið fyrir augað.“
Read MoreFjöldi bóka, kvikmynda og Netflix þátta hafa fjallað um líf þúsaldar kynslóðarinnar á undanförnum misserum. Er þessari grein ætlað að fræða og skemmta þeim sem vilja kynnast lifnaðarháttum kynslóðarinnar nánar og miðar að því að fanga kjarna hennar í gegnum þessi fjögur hlaðvörp.
Read MoreHeimildarmyndir sameina afþreyingu og gagnlega fræðslu og gera manni þar með kleyft að öðlast vitneskju um allt milli himins og jarðar án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Þótt langflestum heimildarmyndum megi treysta er gott að hafa í huga að taka öllu með fyrirvara sem þar er haldið fram.
Read MoreSex nemendur í Háskóla Íslands, og einn grafískur hönnuður, móta ritstjórn nýs menningartímarits, tímaritsins Skandala. Tímaritinu er ætlað að birta tilraunakennd, óhefðbundin verk og verk skálda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nú eru einungis 15 dagar eftir af söfnun Skandala fyrir fyrsta tölublaði og biðla þau til velunnara að styðja við útgáfu tímaritsins.
Read MoreÍ ár setur Stúdentaleikhúsið upp frumsamið verk sem nefnist Igíl Redug og er fyrsta verk Natans Jónssonar.
Read MoreVið Íslendingar erum fræg fyrir að taka hinum íslensku bókajólum hátíðlega. Hér á landi er löng hefð fyrir því að gefa og fá bækur í jólagjöf. Ys og þys einkennir bókabúðir landsins rétt fyrir jól sem er ekki að undra því hillurnar svigna undan rjúkandi heitum og kræsilegum bókum beint úr prentsmiðjunni.
Read MoreHugsar þú stundum um allt það sem þú gætir gert ef þú ættir pening? Langar þig til þess að gera eitthvað skemmtilegt án þess að eyða peningum sem þú þarft í leigu og mat? Stúdentablaðið tók saman ókeypis hluti sem hægt er að gera í Reykjavík fyrir utan það að læra (sem þú ert hvort sem er að borga fyrir).
Read MoreJólabókaflóð ríður yfir. Halldór Armand er tekinn tali og tekið tal berst að ýmsu sem tal á helst ekki að berast að. Og skáldskapur er ræddur: fjármál rithöfunda. Tungumálsins framboð og eftirspurn. Svo ýmislegt: fullnaðarsigur samfélagsmiðla á listrænni miðlum, pólitískur rétttrúnaður, karlar í Morfís.
Read MorePubQuiz Plebbarnir ættu að vera orðnir öllu barsvars áhugafólki góðkunnugir. Hópurinn samanstendur af þremur ungum mönnum, Daníeli Frey Swensyni, Arnóri Steini Ívarsyni og Jóni Pálssyni, sem hafa haldið um það bil 13 barsvör í Stúdentakjallaranum síðastliðin þrjú ár. Barsvörin eru ekki af hefðbundnum toga.
Read More„Mig hefur lengi langað að gefa út bækur sem eru mjög stuttar. Gera eitthvað alveg nýtt á eigin forsendum og hanna eitthvert konsept í kringum það,“ segir Sverrir Norland um nýútgefið bókaknippi sitt. Þetta eru fimm bækur, þrjár stuttar skáldsögur, eitt smásagnasafn og ein ljóðabók, hnýttar saman með snæri.
Read MoreVið fáum útrás fyrir hugmyndir og tilfinningar í listinni og fáum þar tækifæri til að tjá okkur. Listin myndi samt sem áður ekki þrífast fengi hún engin viðbrögð. Stúdentablaðið leitaði til nokkurra einstaklinga sem láta menningu sig mikið varða og hafa varið tíma sínum í að fjalla um hana.
Read MoreStúdentablaðið rak á dögunum inn nefið í Bóksölu stúdenta og hitti fyrir verslunarstjórann Óttar Proppé. Hann tíndi til og sagði frá nokkrum vel völdum bókum úr hillum Bóksölunnar sem hann mælir sérstaklega með við háskólanema.
Read MoreStúdentablaðið efndi til leikþáttasamkeppni í byrjun skólaársins. Fjölmörg verk bárust en sigurverkið, ,,Lambakjöt” er birt hér. Don Ellione er höfundur verksins og hlýtur í verðlaun gjafabréf fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Þjóðleikhúsinu.
Read More„Fólk segir að Ísland sé einhver fullkomin femínísk útópía en þeir sem segja það hafa ekki upplifað okkar veruleika. Þeir hafa núna tækifæri til að heyra hvernig hann er,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir, sem stjórnar hlaðvarpsþættinum Smá pláss ásamt Sunnu Axels.
Read MoreNú fer að styttast í nóvember, einn erfiðasta mánuð ársins. Það er of langt í jólafrí, of stutt í prófin, og við erum löngu búin að gleyma sumarfríinu. Sem betur fer getum við huggað okkur við það að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er rétt handan við hornið.
Read MoreFlestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á fjölum leikhúsanna enda nóg úrval af fjölbreyttum sýningum. Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta sem leikhús borgarinnar hafa upp á að bjóða í vetur.
Vera er þekkt fyrir hina vönduðu þætti Í ljósi sögunnar sem notið hafa mikilla vinsælda en þeir eru vikulega á dagskrá Rásar 1 og einnig aðgengilegir á hlaðvarpinu.
Read MoreSumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er podkast (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.
Read MoreÍ nóvember síðastliðnum var gefin út ný ensk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers. Slíkt er þó varla í frásögur færandi - enskar þýðingar á hinni forngrísku Ódysseifskviðu eru um sjötíu talsins og það var ekki lengra liðið en rúmt ár frá annarri nýrri þýðingu á Ódysseifskviðu. Það sem þykir hins vegar markvert við þýðinguna frá nóvember 2017 er einkum tvennt: í fyrsta lagi þykir hún ,,fersk“ og í öðru lagi er þýðandinn, breski fornfræðingurinn Emily Wilson, kona. Hún er fyrsta konan til þess að þýða Ódysseifskviðu yfir á ensku.
Read More