Sjálfshjálp á tímum loftslagsbreytinga

Útlitið er ekki bjart ef litið er til framtíðarhorfa plánetunnar Jörð. Við búum við fullkomið öryggi en engu að síður hangir yfir okkur ógnvænlegt óveðursský sem hótar að rústa þeirri heimsmynd sem við þekkjum. Við erum nú þegar farin að sjá skógarelda og flóðbylgjur. Dýrum í útrýmingarhættu fjölgar stöðugt. Kóralrif deyja og jöklar bráðna.

Read More
Fékk umhverfismál á heilann

Þann fjórtánda janúar hóf hlaðvarpsþátturinn Náttúrulaus í umsjón Sigrúnar Eirar Þorgrímsdóttur göngu sína á RÚV Núll. Þættirnir fjalla um umhverfismál með ýmis málefni í huga, svo sem veganisma, fólksfjölgun og samgöngumál. Sigrún hefur lengi haft áhuga á umhverfisvernd, en blaðamaður ræddi við hana um þáttinn og hennar upplifun og reynslu af umhverfismálum.

Read More
Skiptineminn : Stærðfræði í Kyoto

Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, skrifar frá japönsku borginni Kyoto þar sem hann er í skiptinámi: Þetta skólaárið er ég skiptinemi við Kyoto háskóla í tvær annir, frá október til ágúst. Þetta er þriðja árið mitt í grunnnámi í stærðfræði við Háskóla Íslands og á blaði það seinasta.

Read More
SjónarmiðRitstjórn
Einstaklega órómantískt glampönk

Þegar Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion, þekktur undir listamannsnafninu Skoffín, er spurður út í nákvæma skilgreiningu á tónsmíðum sínum þarf hann að taka sér umhugsunarfrest. „Ég hef sjálfur verið í miklum vandræðum með þetta, ég er farinn að lýsa henni sem einhverju glampönki sem felst í raun bara í því að ég legg mikið upp úr svona aktívri sviðsframkomu, sviðsframkomu sem gerir mikið fyrir augað.“

Read More
Tækni til bjargar Móður jörð

Bing Wu er nýr aðstoðarprófessor í Háskóla Íslands við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Bing bjó í Singapore í 14 ár, en ríkið er oft notað sem fyrirmynd fyrir grænar borgir. Í þessu viðtali er Bing spurð ýmissa spurninga sem varða umhverfismál á Íslandi og í Singapore, en hún er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum.

Read More
„Þörf er á aðgerðum núna“

Umhverfis- og samgöngunefnd er ein af undirnefndum Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem, líkt og nafnið gefur til kynna, vinnur að umhverfis- og samgöngumálum innan Háskólans. Forseti nefndarinnar er Ásmundur Jóhannsson og  gefur hann innsýn í störf nefndarinnar og þær áherslur sem nefndin telur að ættu að vera ríkjandi í umhverfis- og samgöngumálum innan Háskóla Íslands.

Read More
Umhverfisvæn heilsuefling

Kíktu á þessa grein ef þú hefur áhuga á að efla heilsuna í sátt og samlyndi við umhverfið! Notaðu stigann í stað lyftunnar, gakktu, hjólaðu eða taktu strætó á milli staða, taktu með þér nesti í fjölnota ílátum, taktu matarafganga í nesti, hlustaðu á símann á leiðinni heim og fleira og fleira.

Read More
Minni sóun, meiri skynsemi

Verkfræðineminn Salvör Ísberg skrifar um leiðir til þess að minnka kolefnisfótspor Háskólans: Margt smátt geri eitt stórt en það er alls ekki nóg að setja bara flokkunartunnur á víð og dreif um skólann. Til að gera Háskólann að grænum skóla þarf að fara í gegnum ýmsa verkferla og sjá hvar er hægt að minnka kolefnissporið án þess að það koma niður á starfsfólki, nemendum eða gæðum náms.

Read More
Sjö heimildarmyndir um umhverfismál

Heimildarmyndir sameina afþreyingu og gagnlega fræðslu og gera manni þar með kleyft að öðlast vitneskju um allt milli himins og jarðar án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Þótt langflestum heimildarmyndum megi treysta er gott að hafa í huga að taka öllu með fyrirvara sem þar er haldið fram.

Read More
Guð og spámennirnir í Hatara

„Í textanum sé ég mjög spámannleg skilaboð og get ekki annað sagt en að hljómsveitin Hatarar hafi spámannleg einkenni,“ segir Dagur Fannar Magnússon meistaranemi í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann setti fram greiningu á framlagi Íslands til Eurovision á Facebook síðu sinni nýverið. Stöðuuppfærslan hefur vakið mikla athygli og hlotið 157 deilingar þegar þetta er skrifað.

Read More
"Vettvangur fyrir allt sem passar ekki inn annars staðar"

Sex nemendur í Háskóla Íslands, og einn grafískur hönnuður, móta ritstjórn nýs menningartímarits, tímaritsins Skandala. Tímaritinu er ætlað að birta tilraunakennd, óhefðbundin verk og verk skálda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nú eru einungis 15 dagar eftir af söfnun Skandala fyrir fyrsta tölublaði og biðla þau til velunnara að styðja við útgáfu tímaritsins.

Read More
Þessi komust inn í Stúdentaráð

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs voru kunngjörð fyrir helgi. Þar tókust á sömu tvær fylkingar og vant er, Vaka og Röskva. Röskva bar sigur úr býtum með meirihluta á öllum sviðum en tapaði þó einum fulltrúa frá því í fyrra. Þegar nýtt Stúdentaráð tekur við í maí munu því 17 fulltrúar frá Röskvu og 10 fulltrúar frá Vöku sitja í Stúdentaráði.

Read More
Númer eitt, tvö og þrjú er að draga úr neyslu

Árið 2018 voru ýmis mál í fréttum, bæði hérlendis og erlendis, en þau sem standa mér einna næst eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál. Síðustu ár hef ég gert ýmsa hluti til að vera umhverfisvænni og draga úr neikvæðum áhrifum mínum á jörðina og í ár er eitt áramótaheita minna að vera enn umhverfisvænni og hvet ég alla sem einn að gera slíkt hið sama.

Read More
Fengu 400.000 krónur í umslagi

Hugrún, geðfræðslufélag sem stofnað var af hópi háskólanema árið 2016, fékk nýverið afhentar 400.000 krónur í umslagi frá Margréti Jónsdóttur. Peningurinn er styrkur til félagsins sem safnaðist í sjötugsafmæli Margrétar. ,,Hún afþakkaði allar afmælisgjafir en óskaði þess í stað eftir að áhugasamir myndu styrkja Hugrúnu. Allir meðlimir Hugrúnar eru sjálfboðaliðar og félagið er eingöngu rekið á styrkjum.”

Read More