Afdrep handa útvöldum: Úttekt á nemendafélagsrýmum í Háskóla Íslands

Sum nemendafélög Háskólans búa við þann munað að eiga nytsamleg og skemmtileg nemendafélagsrými í hinum ýmsu byggingum skólans. Þeim fylgja oft fullbúnar lesstofur, skrifstofur fyrir stjórnarmeðlimi og svo eins konar setu- eða kaffistofur þar sem meðlimir félaganna geta slappað af, haldið hópavinnufundi og drukkið kaffi sem oftar en ekki er í boði nemendafélaganna.

Read More
Kynjakvóti stuðlar ekki að jöfnu hlutfalli kynjanna, hann tryggir það

Lög um kynjakvóta hafa verið afar umdeild undanfarin ár, einhverjum finnst kynjakvótinn óréttlátur, sumir hafa litla trú á honum og aðrir vanmeta ávinning hans fyrir fyrirtæki, stofnanir og samfélagið sjálft. Steinunn Rögnvaldsdóttir og Arnar Gíslason, kynjafræðingar, fullyrða í samtali við Stúdentablaðið, að kynjakvóti sé án alls vafa skilvirk leið til þess að jafna hlut kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins.

Read More
Foreldrum mismunað eftir búsetu

192.857 krónur. Það er upphæðin sem foreldri eins árs gamals barns, með lögheimili í Hafnarfirði, þarf að borga í hverjum mánuði, ætli það sér að vista barnið sitt á leikskólum Félagsstofnunar stúdenta. Foreldri í sömu stöðu, með lögheimili í Reykjavík, þarf á sama tíma aðeins að borga í kringum þrjátíu þúsund krónur.

Read More
Reconnesse Database sviptir hulunni af afrekum kvenna

Á fallegu kaffihúsi við Reykjavíkurhöfn hitti ég Andreu Björk Andrésdóttur og Berglindi Sunnu Stefánsdóttur. Andrea Björk er með BA í sagnfræði frá HÍ og lærði hreyfimyndahönnun frá Hyper Island í Stokkhólmi, Berglind Sunna lærði nýsköpun og frumkvöðlafræði í KaosPilot skólanum í Árósum. Þær eru jafnframt stofnendur Reconesse Database sem er alþjóðlegur gagnagrunnur sem heldur utan um áhrifamiklar konur í mannkynssögunni.

Read More
Monika Maszkiewicz er sigurvegari söngkeppni SHÍ

Í stútfullum Stúdentakjallara þann 29. október síðastliðinn sat fólk og hlustaði á 10 nemendur Háskóla Íslands þenja raddböndin í von um að sigra söngkeppni SHÍ.  Sú sem bar af og hreppti fyrsta sæti var Monika Maszkiewicz. Hún söng lagið On and On með Erykah Badu.Í stútfullum Stúdentakjallara þann 29. október síðastliðinn sat fólk og hlustaði á 10 nemendur Háskóla Íslands þenja raddböndin í von um að sigra söngkeppni SHÍ.  Sú sem bar af og hreppti fyrsta sæti var Monika Maszkiewicz. Hún söng lagið On and On með Erykah Badu.

Read More
MenningStúdentablaðið
Equality Days 2015

On October 5th, the University of Iceland launched its seventh iteration of Equality Days, a two-week-long festival put on by a collaborative team of students, staff and faculty to highlight equality in its many forms. The focus is on intersectionality, the connections between different subjects, and in their description of this year’s programme, the organisers, Arnar and Ugla, enthusiastically illuminated the immense teamwork and creativity that has gone into putting these together.

Read More
Viðkvæm málefni dregin fram í dagsljósið: Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands hófust í vikunni

Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands voru settir á mánudaginn var en þetta er í sjöunda sinn sem dagarnir fara fram. Hátíðin hefur aldrei verið umfangsmeiri en nú en allir háskólar landsins taka þátt á einn eða annan hátt. Viðburðir Jafnréttisdaga eru fjölmargir og fara þeir flestir fram innan veggja Háskóla Íslands.

Read More