10 Eftirlætishlutir

Jóhannes Bjarki Bjarkason, BA-nemi í stjórnmálafræði og ritstjóri Framhaldsskólablaðsins, tók saman tíu hluti í sinni eigu sem hann hefur sérstakt dálæti á. 

IMG_7636-2-Edit.jpg

1. Neftóbak

Þótt ég vilji ekki viðurkenna það þá er ég háður tóbakinu og veitir það mér sálarró á erfiðum tímum. Sérstaklega í Háskólanum.

2. Hringur

Þennan hring fékk ég í 18 ára afmælisgjöf frá foreldrum mínum. Hringurinn minnir mig á fullveldi sjálfs míns.

3. Kaktus

Þar sem herbergið mitt er fullkomin skilgreining á óreiðu þá táknar kaktusinn í gluggakistunni fullkominn stöðugleika. Einskonar vin í eyðimörkinni.

4. Mynd af Ásgeiri Kolbeins

Þessi mynd hangir á veggnum mínum og ég lít á hana sem andlegan innblástur. Ef illa gengur fer ég með möntruna mína fimm sinnum ásamt því að halda beinu augnsambandi við Kolbföðurinn. Að sama skapi, ef vel gengur, þakka ég hinum mikla fyrir velgengni mína.

5. Loftmynd – Megas

Ég held mikið upp á Megas og þessi plata er ein af mínum uppáhalds. Megas segir þarna sögur af Reykjavík og litskrúðugu fólki sem þar má finna.

6. Minnisbók og penni

Í þessa bók skrifa ég allt sem mér dettur í hug. Það sem er á döfinni, ljóðabrot, brandara og viðskiptahugmyndir.

7. Kaffibolli

Kaffibollinn er merktur mér og fær þann heiður að vera uppáhaldskaffibollinn minn.

8. Bjórkrús

Þetta er það sem Bæverjarnir í Þýskalandi kalla „ein Maβ“. Ég hef mikla tengingu við Bæjaraland og getur þessi krús haldið allt að einum lítra af vökva.

9. Kaffikort

Mikilvægasta verkfæri Háskólans. Það skiptir engu máli hversu mikið tilbúinn ég er fyrir próf, ef ég fæ ekki minn bolla af „vonda“ kaffinu þá verð ég „vondur“ maður það sem eftir lifir dags.

10. Bassanögl

Ég lít á mig sem tækifærisbassaleikara og ég er mjög hrifinn af hljómnum sem þessi plastbútur gefur frá sér.

LífstíllStúdentablaðið