Jólafærsla á hverjum degi í desember

Iona Sjöfn Huntingdon-Williams er á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og stendur í þann mund í ströngu við að leggja lokahönd á BA-ritgerðina sína. Meðfram námi sínu hefur hún hannað og brotið um Stúdentablaðið í vetur en auk þess heldur hún úti bloggsíðu, theastrocat.blogspot.is, en hún hefur bloggað síðan 2007. 

Jólabarnið og hönnuðurinn Iona Sjöfn

Jólabarnið og hönnuðurinn Iona Sjöfn

Frá 1. desember hefur Iona haldið úti „jóladagatali“ á bloggsíðunni sinni þar sem hún birtir eina færslu dag hvern sem tengist hátíðunum á einn eða annan hátt. Iona segist vera mikið jólabarn en hennar uppáhalds jólasiður er meðal annars að búa til aðventukrans. „Einnig er ég hálfur Íslendingur og hálfur Breti. Minn uppáhalds jólasiður heima er jafnframt sá að jólin eru haldin 25. desember í staðinn fyrir á aðfangadag sem hentar vel vegna þess að einn af mínum eldri bræðrum á afmæli 24. desember,“ segir Iona. 

Að útbúa aðventukrans er einn af uppáhalds jólasiðum Ionu

Að útbúa aðventukrans er einn af uppáhalds jólasiðum Ionu

Fagurlega skreyttur jólagluggi var umfjöllunarefni færslu 2. desembers

Fagurlega skreyttur jólagluggi var umfjöllunarefni færslu 2. desembers

Þessa jólasveinamerkimiða hannaði Iona og lét prenta fyrir sig

Þessa jólasveinamerkimiða hannaði Iona og lét prenta fyrir sig

Iona segir að innblásturinn fyrir jóladagatalið á bloggsíðunni sinni komi alls staðar frá. „Það eru nokkrir hlutir sem eru fastir liðir eins og aðventukransinn, skreytingar og pakkningar. Síðan leyfi ég þessu að koma. Veðrið og stemming í kringum jólin hjálpar oft til. Alltaf hægt að skapa eitthvað með því. Síðan þegar ég er rosa snauð þá er Pintrest besti vinur minn.“

Jólaföndur: Bloggfærsla 3. desembers sýndi þessar smekklegu jólakúlur sem Iona föndraði

Jólaföndur: Bloggfærsla 3. desembers sýndi þessar smekklegu jólakúlur sem Iona föndraði

Færsla 9. desembers sýndi skreyttan stigagang í blokkinni hennar Ionu

Færsla 9. desembers sýndi skreyttan stigagang í blokkinni hennar Ionu

Iona er með mörg járn í eldinum, hún teiknar líka en teikningar hennar má finna á Facebook-síðunni Línuteikningar Ionu og svo er hún líka með vefsíðu, www.iona.is

LífstíllStúdentablaðið