Monika Maszkiewicz er sigurvegari söngkeppni SHÍ
Í stútfullum Stúdentakjallara þann 29. október síðastliðinn sat fólk og hlustaði á 10 nemendur Háskóla Íslands þenja raddböndin í von um að sigra söngkeppni SHÍ. Sú sem bar af og hreppti fyrsta sæti var Monika Maszkiewicz. Hún söng lagið On and On með Erykah Badu.
Monika er 24 ára gömul og er á sínu öðru ári í ferðamálafræði í HÍ. Stúdentablaðið fékk að spyrja Moniku aðeins út í sigurinn. Hún segist fyrst og fremst hafa tekið þátt til mana sig í að byrja syngja aftur. Þegar hún var í skóla í Danmörku þá var hún mjög dugleg að syngja og koma fram en hefur ekki haldið því við eftir að hún kom heim. Aðspurð af hverju þetta lag varð fyrir valinu svarar Monika: „Ég elska Erykah Badu og hlusta á hana daglega. Það tók mig langan tíma að ákveða rétta lagið en svo fannst mér þetta lag henta röddinni minni vel og mér finnst þægilegt að syngja það.“
Okkur leikur forvitni á að vita hvort þig langi að vinna meira með sönginn í framtíðinni? „Já ég væri til í það, ég ætla að vera dugleg að æfa mig, skrá mig í tónfræði og halda áfram í söngtímum. Fara svo kannski í eitthvað tónlistarnám í útlöndum en það á allt eftir að koma í ljós.“ Spurð út í sigurinn segist Monika hafa fengið smá sjokk þegar þau kölluðu upp nafnið hennar því hún var nefnilega smá stressuð fyrir keppnina og gleymdi textanum í miðju lagi. Að lokum vill Monika þakka fyrir sig og þakka stelpunum sem skipulögðu söngkeppnina þar sem hún skemmti sér konuglega.
Viðtal: Birna Stefánsdóttir
Myndir: Håkon Broder Lund