Posts in Háskólinn
Hvað er vel gert í málefnum fatlaðra nemenda innan HÍ?

Aðgengismál og málefni fatlaðra eru tíðræð málefni innan háskólasamfélagsins. Það er gömul saga og ný að margt megi bæta í þeim málaflokki, hvað varðar aðgengi að húsnæði, félagslífi og þjónustu. Nú þegar verið er að innleiða nýja hugmyndafræði í lög um þjónustu við þennan þjóðfélagshóp er einnig skiljanlegt að þessi umræða brenni á mörgum einstaklingum.

Read More
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“

„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármálahagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður.

Read More
Aukinn fjölbreytileiki og umburðarlyndi

Sólveig Daðadóttir er einn af stjórnarmönnum Q-félagsins og fræðslustýra þess. Hún er 21 árs, á öðru ári í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og er jafningjafræðari fyrir Samtökin ‘78. Um daginn mælti ég mér mót við hana á Háskólatorgi og fékk hana til að segja aðeins frá Q-félagi hinsegin stúdenta.

Read More
Lokaritgerðin: Breyttar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

„Þessi ritgerð er mjög viðamikil. Ég er að skoða áhrif Washingtonviskunnar, eða Washington Consensus, sem er stefna í stjórn- og efnahagsmálum sem spratt upp á níunda áratug síðustu aldar, á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn aðstoðar ríki sem lenda í vandræðum, líkt og í kreppunni á Íslandi,“ segir Tómas Guðjónsson sem nýverið skilaði lokaritgerð til BA-prófs í stjórnmálafræði.

Read More
„Bestu teymin eru fjölbreytt teymi“

Ada, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, var stofnað á dögunum, en þann 11. september var stofnfundur og þar með kosið í fyrstu stjórnina. Stjórnin er fremur stór, en hún samanstendur af 11 konum sem allar eiga það sameiginlegt að vera nemar í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Read More
„Með öllu óásættanlegt“

Engin niðurstaða virðist liggja fyrir hvað varðar byggingu stúdentaíbúða á reit Gamla garðs þrátt fyrir ítrekuð loforð Háskóla Íslands og þrátt fyrir það að Reykjavíkurborg, Vísindagarðar og Háskóli Íslands hafi undirritað samkomulag sem var meðal annars þess efnis í mars árið 2016. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ.

Read More
Lífið á Stúdentagörðunum

Íbúðir á Stúdentagörðum FS eru eftirsóttar eins og langir biðlistar og stöðug krafa stúdenta um byggingu fleiri stúdentagarða bendir til. Blaðamaður Stúdentablaðsins fór á stúfana til þess að grennslast fyrir um hvers má vænta af lífinu á Stúdentagörðunum, aðstöðu þeirra og þjónustu.

Read More
Segir fleiri leita til ættingja við kaup á fyrstu fasteign

„Það vantar gríðarlega mikið af húsnæði, við höfum verið að kortleggja húsnæðisþörfina og unnið bæði með Íbúðalánasjóði og aðilum vinnumarkaðsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Blaðamenn Stúdentablaðsins hittu Ásmund á dögunum og ræddu við hann um húsnæðisvandann sem mörg standa frammi fyrir.

Read More
Þurfa að auka útgjöld um þrjá milljarða til að ná settum markmiðum

Ljóst er að Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ, þykja fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mikil vonbrigði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kom fram að stefnt væri að því að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. Í umsögn SHÍ um fjárlögin kemur fram að það muni líklega ekki nást með þessum fjárlögum.

Read More
Máltökurannsóknir Sobegga afa

Lengi vel var talið að máltaka barna væri auðskýranlegt, og í raun ómerkilegt, viðfangsefni. Börn þóttu tala ófullkomið mál sem væri ekki þess virði að rannsaka. Þetta viðhorf til barnamáls breyttist hins vegar á sjötta áratug seinustu aldar þegar málfræðingar sneru sér að meðfæddri málkunnáttu mannsins. Þá fóru þeir í auknum mæli að skoða máltöku barna sem upphafsstig þessarar innbyggðu málhæfni.

Read More
Stefna á að fara með geðfræðsluna niður á grunnskólastig

Geðfræðslufélagið Hugrún hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu, en félagið hefur meðal annars vakið mikla athygli fyrir verkefnið Huguð, auk þess sem það hefur sem fyrr staðið fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum landsins. Á dögunum kaus félagið sér nýja stjórn, en Kristín Hulda Gísladóttir er nýr formaður Hugrúnar. Stúdentablaðið hitti hana og tók púlsinn á geðfræðslufélaginu Hugrúnu sem er að byrja sitt þriðja starfsár.

Read More
Mikið álag og lág kjör fráhrindandi

Yfirvofandi kennaraskortur er ein stærsta áskorun stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Kennaranemum hefur fækkað mikið síðustu ár en spár gera ráð fyrir að eftir tólf ár fáist ekki menntaðir kennarar í helming stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur forseti kennaradeildar Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson, sagt að skólakerfið verði orðið óstarfhæft eftir tíu til tuttugu ár ef ekkert verður að gert.

Read More