Þegar ég hélt að stafasúpa væri toppurinn á súpum veraldar birtist orðið „ostborgarasúpa“ á svörtum krítarvegg Hámu á grámyglulegum janúarmorgni. Fyrsta hugsunin var að þetta hlyti að vera á einhverskonar misskilningi byggt. Hamborgari er eins víðsfjarri súpuglundri eins og hægt er.
Read MoreGotarokkið gerði fyrst vart við sig í lok áttunda áratugarins í framhaldi af þróun síðpönks úr pönkinu. Tilgangs- og vonleysi lífsins eru þar í brennidepli og er mikið sótt í bókmenntir frá rómantíska tímabilinu.
Read MoreÁ kaffihúsi nokkru staðsettu steinsnar frá Alþingishúsinu mælti blaðamaður sér mót við Helga Hrafn Gunnarsson, formann þingflokks Pírata. Þegar hinn hárprúði tölvunjörður gekk glaður í bragði inn um dyrnar, hversdagslega klæddur og með bakpoka kyrfilega merktan lógói Pírata, er nokkuð óhætt að álykta að þeir fjölmörgu ferðamenn sem á kaffihúsinu sátu hafi ekki grunað að þar færi þingmaður og leiðtogi stjórnmálaflokks sem nýtur mests fylgis allra flokka á Íslandi.
Read MoreJanúar er alls ekki alslæmur þrátt fyrir tilbreytingarleysið. Stúdentablaðið tók saman nokkra af ljósu punktum janúarmánaðar.
Read MoreSunna Dís Másdóttir, meistaranemi í ritlist, dröslaðist með bækur, gúglaði ísskápa og uppfræddi unga syni sína um franskt brauðmeti á hversdagslegum föstudegi.
Read MoreÁrið 2012 stofnuðu tveir tölvunarfræðiprófessorar við Stanford háskóla vefsíðuna Coursera.org og hefur hún fagnað góðu gengi síðan. Coursera gengur út á að gera fólki um allan heim kleift að stunda fjarnám á háskólastigi við ýmsa háskóla, frá 24 löndum. Að staðaldri þarf ekki að borga fyrir þátttöku í námskeiðunum og því getur hver sem er tekið þátt, svo lengi sem hann hefur nettengingu, áhuga og tíma.
Read MoreTónskáldið Þráinn Hjálmarsson tók saman lagalista fyrir lesendur sem eru forvitnir um samtímatónlist en vita ekki hvar þeir eiga að byrja...
Read MoreHreyfing og mataræði hefur mikil áhrif á heilsu okkar og líðan. Þá hafa daglegar venjur mótandi áhrif á hvernig við lifum lífinu. Þegar við viljum bæta mataræðið eða koma hreyfingu inn í daglega rútínu þurfum við yfirleitt að breyta einhverjum venjum. Hver breyting þarf ekki að vera ýkja stór. Best er að setja sér nokkur lítil markmið og breyta venjum sínum smátt og smátt. Með tímanum geta þessar litlu breytingar svo gert gæfumuninn.
Read MoreThe seasons are progressing with surprising haste, and the days now are often drizzly and dim. In the chill of mid autumn, comfort and coffee and company are called for. Hannesarholt is marked as a café, but it is much more than that -- a venue for music, a historic house, and a place in which everyone can drink in a time that is often overlooked, as well as a cup of tea.
Read MoreBenedikt Sveinsson, faðir Einars Benediktssonar skálds, lagði fyrstur fram frumvarp á Alþingi um stofnun Háskóla Íslands árið 1881. Skóli sá átti að hýsa laga-, guðfræði-, og læknadeild og átti að mennta íslenska embættismenn.
Read MoreÍ keppninni var óskað eftir texta sem væri nákvæmlega 30 orð, eða sem nemur fjölda bókstafa í íslenska stafrófinu að ð og x frátöldum og skyldi hver bókstafur (fyrir utan ð og x) koma einu sinni fyrir sem upphafsstafur orðs í texta.
Read MoreAfar mikilvægt er að Íslendingar átti sig á þeim mannauði sem flóttamenn eru, hvað íslenskt samfélag mun græða á því að fá hingað fólk frá ólíkum menningarsvæðum sem og þeim áskorunum sem við þurfum að glíma við í sameiningu. Ein af þessum áskorunum er hvernig íslensk stjórnvöld, ríkisstofnanir og atvinnulífið hyggjast meta menntun og starfsreynslu þeirra flóttamanna sem hingað munu koma.
Read MoreJólaglögg er til í ýmsum útfærslum en meginuppistaða hennar er yfirleitt hitað rauðvín og krydd. Talið er að Rómverjar hafi lagað jólaglögg fyrstir manna en elstu heimildir um drykkinn eru frá annarri öld eftir Krist. Siðurinn barst víða um Evrópu og loks til Norður-Ameríku og því eru til ótal tilbrigði af drykknum.
Read MoreHugarfar fólks og áhrif þess á frammistöðu, hvatningu og vellíðan hefur verið rannsakað af Dr. Carol Dweck, prófessor við Stanford háskólann. Í fáum orðum gengur kenning hennar út frá því að til er tvenns konar hugarfar: festuhugarfar (e. fixed mindset) og gróskuhugarfar (e. growth mindset).
Read MoreDanska er skyldufag í grunnskólum landsins og hefur hún í aldaraðir verið liður í menntun Íslendinga. Frá því að Ísland hlaut sjálfstæði frá Dönum hefur hlutur hennar þó farið minnkandi. Árið 1999 urðu þær umbreytingar í íslensku skólakerfi að enska kom í stað dönsku sem fyrsta erlenda tungumál grunnskólabarna.
Read MoreInga Björk safnar galakjólum en Kolfinna safnar hlébarðamynstruðum fötum. Þær hafa báðar safnað um árabil og geta ekki hugsað sér að hætta því í bráð.
Read MoreHugmyndin að baki Crowbar er að innleiða skordýraát í vestræna menningu. Þeir framleiða prótínstangirnar Junglebar úr skordýraprótíni, blanda því saman við súkkulaði, döðlur, trönuber og fræ og fá almenning til að borða þær.
Read MoreHeiðrún Fivelstad er 21 árs gamall mann- og kynjafræðinemi við Háskóla Íslands. Heiðrún hefur verið virk í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og hélt meðal annars fyrirlestur á jafnréttisdögum MH. Í ljósi mikillar umræðu um réttindi hinsegin fólks á Íslandi undanfarið ákvað Stúdentablaðið að setjast niður með Heiðrúnu og taka mið af stöðu mála.
Read MoreBirna Varðar skrifar pistla í Stúdentablaðið um heilsu og hreyfingu. Hún er nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, afrekskona í hlaupum og höfundur bókarinnar Molinn minn þar sem hún lýsir baráttu sem hún háði við íþróttaátröskun.
Read MoreIona Sjöfn Huntingdon-Williams er á lokaárinu sínu í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og stendur í þann mund í ströngu við að leggja lokahönd á BA-ritgerðina sína. Meðfram námi sínu hefur hún hannað og brotið um Stúdentablaðið í vetur en auk þess heldur hún úti bloggsíðu, theastrocat.blogspot.is, en hún hefur bloggað síðan 2007.
Read More