Stúdentablaðið ræðir við Aðalbjörgu Egilsdóttur, forseta Umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ. Hún er einn skipuleggjenda loftslagsverkfallanna á Austurvelli og fer fyrir hönd Íslands á á loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP25) sem haldin er í Madríd í desember.
Read MoreStúdentaráð lýsti í sumar yfir áhyggjum vegna tafa á ráðningu sálfræðings við Háskóla Íslands. Stúdentablaðið ræðir við Eyrúnu Baldursdóttur, oddvita Röskvu, og Özru Crnac, stúdentaráðsliða Vöku, um málið.
Read MoreÍ októbermánuði bárust þær fréttir að World Class muni opna nýja heilsuræktarstöð á háskólasvæðinu í mars 2020. Stöðin verður staðsett í Grósku, nýbyggingu Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.
Read MoreHáma tók risastórt skref í málefnum grænkera í haust. Vöruúrval hefur aukist verulega í kjölfar hagsmunabaráttu stúdenta.
Read MoreJón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ræðir meðal annars loftslagsstefnu HÍ, stöðu geðheilbrigðismála innan háskólans og skólaárið fram undan.
Read More„Í ritgerðinni fer ég í marga þætti og það vöknuðu ýmsar spurningar hjá mér, eins og hvernig Grænland kemur fyrir í fjölmiðlum, og fordómar hjá okkur Íslendingum. Þegar ég sagði fólki að ég væri að skrifa um Grænland í lokaverkefni mínu fékk ég týpísk svör um hvernig þeirra þjóðfélag er, hvað þau væru drykkfelld og þess háttar.“
Read MoreMörgum núverandi og fyrrverandi háskólanemum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) nefndan á nafn. Núverandi námslánakerfi þykir úrelt og úr sér gengið. Undanfarinn áratug hafa íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum reitt sig í auknum mæli á námslánasjóðina þar frekar heldur en LÍN. Raunin er sú að nú eru fleiri íslenskir námsmenn sem taka námslán og styrki frá norrænum lánasjóðum en þeir íslensku námsmenn sem búa erlendis og taka námslán hjá LÍN.
Read MoreÁsta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger sjá um sagnfræðiáfangann Pervertar og piparjúnkur í Háskóla Íslands. Kúrsinn er sá fyrsti sem fjallar um hinsegin sögu á háskólastigi á Íslandi. Í þessu viðtali við Stúdentablaðið ræða þær hinsegin sögu og hinsegin málefni.
Read MoreÞað var þétt setið á Stúdentakjallaranum þann 21. febrúar síðastliðinn á úrslitakvöldi um titilinn „Fyndnasti háskólaneminn 2019“. Hver háskólaneminn á fætur öðrum steig á svið og lét gamminn geisa um málefni líðandi stundar, hlægilegar hliðar hversdagsins og persónulega si
Read MoreKvenkyns frumkvöðlar hérlendis lenda í ýmsum hindrunum vegna kynferðis, segir Snæfríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Snæfríður útskrifaðist frá Háskóla Íslands fyrir rúmu ári síðan og vann lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði um eiginleika, hindranir og tækifæri kvenkyns frumkvöðla. Hún gerði rannsókn sem fólst meðal annars í því að ræða við konur sem hafa komið að frumkvöðlastarfsemi á einn eða annan hátt.
Read MoreNýsköpunar- og frumkvöðlanefnd er ein af þeim nefndum sem starfar undir Stúdentaráði og hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands. Forseti nefndarinnar er Katrín Björk Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi, og segir hún okkur frá störfum og verkefnum nefndarinnar og mikilvægi hennar fyrir nemendur Háskóla Íslands.
Read MoreÞað sem helst stendur í vegi fyrir því að hælisleitendur og flóttafólk geti stundað nám af krafti í Háskóla Íslands er tungumálið, segir Ína Dögg Eyþórsdóttir sérfræðingur í mati á erlendum prófskírteinum hjá Háskóla Íslands „Vandamálið er að það er ekkert voðalega mikið nám í boði á ensku.”
Read MorePíkubarsvar, píkukokteill, túrtorg, fyrirlestrar um heilsu píkunnar og málþing um frjósemisfrelsi kvenna er meðal þess sem njóta má á Píkudögum sem haldnir eru í Háskóla Íslands dagana 26. til 28. mars.
Read MoreÞað að sigrast á loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir og halda áfram að einblína endalaust á hagvöxt gengur ekki upp. Þetta segir Rakel Guðmundsdóttir sem skilaði lokaverkefni sínu „Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum“, til bakkalárgráðu í stjórnmálafræði nýverið.
Read MoreBing Wu er nýr aðstoðarprófessor í Háskóla Íslands við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Bing bjó í Singapore í 14 ár, en ríkið er oft notað sem fyrirmynd fyrir grænar borgir. Í þessu viðtali er Bing spurð ýmissa spurninga sem varða umhverfismál á Íslandi og í Singapore, en hún er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum.
Read MoreUmhverfis- og samgöngunefnd er ein af undirnefndum Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem, líkt og nafnið gefur til kynna, vinnur að umhverfis- og samgöngumálum innan Háskólans. Forseti nefndarinnar er Ásmundur Jóhannsson og gefur hann innsýn í störf nefndarinnar og þær áherslur sem nefndin telur að ættu að vera ríkjandi í umhverfis- og samgöngumálum innan Háskóla Íslands.
Read MoreÚrslit kosninga til Stúdentaráðs voru kunngjörð fyrir helgi. Þar tókust á sömu tvær fylkingar og vant er, Vaka og Röskva. Röskva bar sigur úr býtum með meirihluta á öllum sviðum en tapaði þó einum fulltrúa frá því í fyrra. Þegar nýtt Stúdentaráð tekur við í maí munu því 17 fulltrúar frá Röskvu og 10 fulltrúar frá Vöku sitja í Stúdentaráði.
Read MoreHugrún, geðfræðslufélag sem stofnað var af hópi háskólanema árið 2016, fékk nýverið afhentar 400.000 krónur í umslagi frá Margréti Jónsdóttur. Peningurinn er styrkur til félagsins sem safnaðist í sjötugsafmæli Margrétar. ,,Hún afþakkaði allar afmælisgjafir en óskaði þess í stað eftir að áhugasamir myndu styrkja Hugrúnu. Allir meðlimir Hugrúnar eru sjálfboðaliðar og félagið er eingöngu rekið á styrkjum.”
Read MoreJónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur nú á haustmisseri 2018 stýrt hlaðvarpsþættinum Umræðan sem Landsbankinn hefur staðið á bak við í samstarfi við Stúdentaráð, þar sem í hverjum þætti hafa verið tekin fyrir ákveðin málefni sem m.a. tengjast stúdentum og ungu fólki og má þar nefna fjármál stúdenta og atvinnumál, en þættina sjálfa má finna á Spotify.
Read MorePontus Järvstad er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í skrifum sínum hefur hann einblínt á fasisma og lauk nýlega skrifum á fræðilegum bókarkafla um andfasisma á Íslandi á millistríðsárunum fram til í dag. Kaflann skrifaði hann ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur, dósent í sagnfræði og mun hann birtast í bókinni ,,Antifascism in Nordic Countries“ sem kemur út um jólin.
Read More