„Margir kannast við það að fresta því að taka bensín á bílinn eða að skila bók á bókasafnið en einnig kannast margir nemendur við það að fresta því að vinna verkefni þar til á síðustu stundu. Í ljós hefur komið að stór hluti háskólanemenda hefur einhverja tilhneigingu til að fresta því sem þarf að gera. Frestunin getur haft misalvarlegar afleiðingar í för með sér og valdið einstaklingum vanlíðan.“
Read MoreSíðasta föstudag frumsýndi Stúdentaleikhúsið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Ég hef ekki látið sýningar Stúdentaleikhússins framhjá mér fara síðustu ár og hef gaman af þeirri greddu sem einkennir leikhúsið og þá möguleika sem skapast í metnaðarfullu amatörleikhúsi.
Read MoreVæri nú heimurinn ekki fullkominn ef allir gætu alltaf verið sammála? Svo er því miður ekki raunin. Verra er þó þegar rifist er um málefni líðandi stundar án þess að fólk hafi kynnt sér almennilega báðar hliðar þess. Í rökstólum Stúdentablaðsins færa fróðir og ósammála menn, að þessu sinni Hrafnkell Ásgeirsson og Hersir Aron Ólafsson, rök fyrir skoðunum sínum í von um að leiða umræðuna um heiti höfuðborgar Íslands í rétta átt.
Read MoreFlestir þeir sem hafa stundað nám á háskólastigi vita og hafa eflaust reynt á eigin skinni að námsmenn hafa oftast nær ekki úr miklu að moða. Flestir þurfa þá að ákveða hvað er nauðsynlegt og hverju má sleppa, því oft er peningurinn fljótur að klárast. Blaðamaður Stúdentablaðsins tók saman nokkur heilræði sem gagnast ættu námsmönnum á tímum þegar pyngjan tekur að léttast.
Read MoreUngar athafnakonur er nefnd sem stofnuð var í haust af Lilju Gylfadóttur, nema í viðskiptafræði. Á stofnfundinn mættu hátt í tvö hundruð ungar konur. „Við bjuggumst aldrei við slíkum fjölda þegar við fórum af stað með verkefnið en fjöldinn sem mætti á stofnfundinn sýnir hve áhuginn er í raun mikill og hve félagið er þarft.”
Read More„Þetta myndi gera svo mikið fyrir móralinn í húsinu sagði hann, allir yrðu alltaf að spá í hvernig gengi með mótorhjólið og þetta yrði aðal málið. Svo harður var hann á þessu að ég mátti ekki hitta manninn á göngunum án þess að hann spyrði „hvernig gengur með mótorhjólið?“ Tek það fram að það er aldrei neitt andskotans mótorhjól að fara að koma hingað inn af augljósum ástæðum!“
Read More„Hópavinna er eitt annað dæmið um ókosti þess að vera í námi þar sem það virðist ekki vera á færi okkar Íslendinga að stunda með góðu móti slíka iðju. Þó frændur okkar Danir séu þar framarlega í flokki virðumst við ekki hafa erft þá hæfileika sem til þarf í þeim listum. Maður lendir líka undantekningarlaust í hóp þar sem er þessi þarna eini... “
Read More„Sérfræðingarnir eru þó ekki að blekkja vísvitandi, ekki frekar en ég þegar ég opnaði loksins dýru ítölsku flöskuna sem ég keypti 2008 fyrir nokkrum mánuðum. Ég gat svarið það að þetta silkimjúka tannín, dýrindis þrúga og þessi undursamlega fylling var það besta sem ég hafði nokkurn tímann hleypt inn fyrir varir mínar.“
Read MoreVive la France fjallar um líf fólks á eyjunni Tureia í Frönsku Pólýnesíu og máttleysi þeirra gagnvart afleiðingum prófana Frakka á kjarnorkuvopnum á árunum 1966-1996. Alls voru sprengdar á milli 175-180 kjarnorkusprengjur á eyjunni og voru sumar þeirra öflugri en kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki.
Read MoreLeikritið Beint í æð var frumsýnt fyrir troðfullum sal síðasta föstudag í Borgarleikhúsinu. Verkið er eftir Ray Cooney en hann skrifaði einnig Nei ráðherra og Viltu finna milljón? sem slóu í gegn á sínum tíma. Verkið er um lækni sem á að halda ræðu á læknaplebbasamkomu en fær að vita rétt á undan að hann á 17 ára son sem hann hefur aldrei hitt. Sonurinn og barnsmóðirin koma í heimsókn og upphefst mikið uppistand.
Read More„Því fleiri normatívum hópum sem maður tilheyrir því ólíklegra er að maður átti sig á því. Þetta er tilraun til þess að gera það sem er normatívt og hversdaglegt meira áberandi. Á þessu kvöldi leikum við okkur svolítið með þessar hugmyndir um að vera straight og hinsegin.“
Read MoreMenningarfélag HÍ er félag framhaldsnema í menningargreinum við Íslensku- og menningardeild. Félagið stendur fyrir ýmiss konar viðburðum en þar má nefna kvikmyndasýningar, umræðufundi, leshringi og málþing. „Þetta er góður vettvangur til að tala um námið. Þegar komið er út í þessi fræði getur maður ekki endalaust talað við fjölskyldu og vini um það sem maður er að læra og þá er fínt að hitta aðra sem eru á svipuðum stað.“
Read More„Ég var hættur í skóla, rosa týndur og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Ég bjó á Selfossi og langaði helst bara að vera rokkari í hljómsveit. Ég sótti síðan um tvö störf sem voru auglýst á svæðinu, annars vegar sem blaðamaður hjá Glugganum og hins vegar sem námsráðgjafi í Vallaskóla. Skiljanlega fékk ég ekki starf sem námsráðgjafi en hún Þóra á Glugganum gaf mér séns og starfið þar kveikti einhvern áhuga sem varð að lokum til þess að ég flutti til Reykjavíkur til að starfa við fjölmiðla.“
Read MoreÍ miklum hamagangi burstaði ég tennurnar og í æsingnum burstaði ég á mér tunguna með aðferð sem hreinsar hana með því að skafa efsta millimetrann af henni með handafli. Þetta var ekki ætlunin, enda hoppaði kaffið mitt upp úr maganum eftir stutta dvöl, baðaði tungu og tennur með brúnni magasýrulausn og hélt þaðan leið sinni áfram, að mestu leyti, ofan í vaskinn.
Read More„Tekurðu mig ekki bara með?“ Alltaf að sníkja far í partí. Það er fátt leiðinlegra en að vakna með hausverk og bíllinn ennþá á djamminu. Með því að skröltast út í bíl eykurðu líka möguleikana umtalsvert á að gera daginn bærilegan. En talandi um það. Af hverju er ekki heimsending á nammi einhvers staðar?
Read More„Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga.“
Read More„Það er róandi að dunda sér við að tína fallega sívala nammið af tré sem tekur 500 ár að vaxa. Í þokkabót veitir þú heimamönnum vernd við tínsluna með nærveru þinni. Hermenn eru oftast ekki langt undan. En óttastu ei, það mun að öllum líkindum ekkert henda þig. Ísraelsher er ragur við að gera útlendingum illt því þeim er mikið í mun við að komast hjá alþjóðaumfjöllun um óréttlætið sem þeir beita á herteknu svæðum Palestínu, enda kolólögleg aðskilnaðarstefna sem þar fer fram.“
Read More„Ég labbaði í Vesturbæjarskóla og hitti fullt af skemmtilegum karakterum sem maður gleymir ekki. Ég setti upp leikrit úti á götu og borgaði fólk 50 kall til að sjá leikritin. Ég á margar mjög góðar minningar frá þessum árum. Þegar ég var 7 ára flutti ég svo í Kópavog. Ég fann mig ekki vel í Kópavogi og varð fyrir einelti, án þess að fara nánar út í það núna. Þar var ég í skólahljómsveit Kópavogs og í öllum pásum þegar aðrir voru frammi var ég að prófa öll hljóðfærin og kenndi mér á þau sjálf.“
Read More