Það var þétt setið á Stúdentakjallaranum þann 21. febrúar síðastliðinn á úrslitakvöldi um titilinn „Fyndnasti háskólaneminn 2019“. Hver háskólaneminn á fætur öðrum steig á svið og lét gamminn geisa um málefni líðandi stundar, hlægilegar hliðar hversdagsins og persónulega si
Read MoreÞað sem helst stendur í vegi fyrir því að hælisleitendur og flóttafólk geti stundað nám af krafti í Háskóla Íslands er tungumálið, segir Ína Dögg Eyþórsdóttir sérfræðingur í mati á erlendum prófskírteinum hjá Háskóla Íslands „Vandamálið er að það er ekkert voðalega mikið nám í boði á ensku.”
Read MoreÚtlitið er ekki bjart ef litið er til framtíðarhorfa plánetunnar Jörð. Við búum við fullkomið öryggi en engu að síður hangir yfir okkur ógnvænlegt óveðursský sem hótar að rústa þeirri heimsmynd sem við þekkjum. Við erum nú þegar farin að sjá skógarelda og flóðbylgjur. Dýrum í útrýmingarhættu fjölgar stöðugt. Kóralrif deyja og jöklar bráðna.
Read MoreÞann fjórtánda janúar hóf hlaðvarpsþátturinn Náttúrulaus í umsjón Sigrúnar Eirar Þorgrímsdóttur göngu sína á RÚV Núll. Þættirnir fjalla um umhverfismál með ýmis málefni í huga, svo sem veganisma, fólksfjölgun og samgöngumál. Sigrún hefur lengi haft áhuga á umhverfisvernd, en blaðamaður ræddi við hana um þáttinn og hennar upplifun og reynslu af umhverfismálum.
Read MoreÞegar Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion, þekktur undir listamannsnafninu Skoffín, er spurður út í nákvæma skilgreiningu á tónsmíðum sínum þarf hann að taka sér umhugsunarfrest. „Ég hef sjálfur verið í miklum vandræðum með þetta, ég er farinn að lýsa henni sem einhverju glampönki sem felst í raun bara í því að ég legg mikið upp úr svona aktívri sviðsframkomu, sviðsframkomu sem gerir mikið fyrir augað.“
Read MoreSólveig Daðadóttir er einn af stjórnarmönnum Q-félagsins og fræðslustýra þess. Hún er 21 árs, á öðru ári í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og er jafningjafræðari fyrir Samtökin ‘78. Um daginn mælti ég mér mót við hana á Háskólatorgi og fékk hana til að segja aðeins frá Q-félagi hinsegin stúdenta.
Read MoreAda, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, var stofnað á dögunum, en þann 11. september var stofnfundur og þar með kosið í fyrstu stjórnina. Stjórnin er fremur stór, en hún samanstendur af 11 konum sem allar eiga það sameiginlegt að vera nemar í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.
Read More„Mig hefur lengi langað að gefa út bækur sem eru mjög stuttar. Gera eitthvað alveg nýtt á eigin forsendum og hanna eitthvert konsept í kringum það,“ segir Sverrir Norland um nýútgefið bókaknippi sitt. Þetta eru fimm bækur, þrjár stuttar skáldsögur, eitt smásagnasafn og ein ljóðabók, hnýttar saman með snæri.
Read MoreAukinn ferðamannastraumur síðastliðin ár hefur haft mikil áhrif á innri strúktúr landsins. Helstu náttúruperlur landsins eru nú troðfullar af fólki frá öllum heimshornum og basl getur verið að fá borð á þriðjudagskvöldi því veitingastaðir eru flestir yfirfullir.
Read MoreNú fer að styttast í nóvember, einn erfiðasta mánuð ársins. Það er of langt í jólafrí, of stutt í prófin, og við erum löngu búin að gleyma sumarfríinu. Sem betur fer getum við huggað okkur við það að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er rétt handan við hornið.
Read MoreHeimili geta verið eins ólík og þau eru mörg, og á það ekki síst við um heimili fátækra nema. Námsmenn þurfa oft að sýna útsjónasemi við innréttingar, og mörgum reynist erfitt að stunda nám, halda heimili og sinna jafnvel öðrum verkefnum á sama tíma.
Read MoreLjóst er að Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ, þykja fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mikil vonbrigði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kom fram að stefnt væri að því að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. Í umsögn SHÍ um fjárlögin kemur fram að það muni líklega ekki nást með þessum fjárlögum.
Read MoreUm aldamótin seinustu birti Kvennakirkjan á Íslandi nýstárlega þýðingu á völdum köflum úr Biblíunni þar sem karlkyn gegnir ekki lengur þeirri hlutleysisstöðu sem það hefur haft í íslensku fram að þessu. Þar er hvorugkyn fleirtölu notað í hvívetna ef um hóp er að ræða. Í þýðingunni stendur meðal annars: „Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi“; í stað „Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi“.
Read MoreÞessi uppskrift er elduð í litlu stúdíóíbúðinni minni minnst einu sinni í viku. Ekki að ástæðulausu. Hún er það besta sem til er. Fyrir utan móðurást. Eða ég veit það ekki. Ég held að ekkert í veröldinni jafnist á við kjúklingabaunir með pestó og elduðu spínati. Hamingjan er ekkert svo flókin.
Read MoreListafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm.