Hvert sem maður fer nú á dögum er varla þverfótað fyrir skeggjuðum karlmönnum. Það mætti halda að skipið með Gillette Sport 3 rakvélunum hefði strandað. Mig langar að fjalla aðeins um hvernig stendur á þessu og hvað er á bakvið þessa, ef hægt er að kalla, tískubylgju.
Read More„Ég man fyrst eftir Eurovision þegar Selma var að keppa og þetta hefur verið draumurinn síðan þá,“ segir María Ólafsdóttir sem sigraði undankeppni Eurovision og fer til Vínarborgar í maí til að flytja lagið Unbroken eftir strákana í Stop, Wait, Go.
Read MoreHáskóli Íslands státar af mörgum áhugaverðum og glæsilegum nemendum. Sumir þeirra eru þjóðþekktir, eins og þau Jónsi í Svörtum fötum og Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona, sem nema við skólann mannauðsstjórnun og miðaldafræði.
Read More„Ég var nú meiri vitleysingurinn að taka þessa ákvörðun, að vera hér að þvæla mér í gegnum þessar yndislegu lagaskruddur í stað þess að leiða liðið mitt út fyrir framan áttatíu þúsund manns á stórleikvangi í bikarúrslitaleik. Svona er þetta,“ segir fótboltakappinn og lögmaðurinn Guðni Bergs í stórskemmtilegu samtali við Stúdentablaðið.
Read MoreÁ Facebook eru til hópasíður um allt milli himins og jarðar. Sumar eru einstaklega venjulegar eins og síður fyrir meðlimi nemendafélaga við Háskóla Íslands eða litla vinahópa sem vilja halda sambandi. Inni á milli má hins vegar finna einstaklega áhugaverðar og sniðugar hópasíður sem manni dytti aldrei í hug að væru til.
Read MoreÞegar hátíð ljóss og friðar er liðin og landsmenn hafa tekið niður jólaljós er erfitt að komast hjá því að finnast myrkrið þrúgandi og hversdagsleikinn dimmur. Þrátt fyrir að vetrarsólstöður séu í desember og hægt sé að gleðjast yfir því að daginn fari aðeins að lengja, er sem áhrif myrkursins séu meiri fyrstu mánuði ársins.
Read More„Og hvað ætlarðu svo að gera eftir útskrift?“ er spurning sem stúdentar fá gjarnan eða jafnvel spyrja sig sjálfir. Í stað þess að spyrja stúdenta að þessu spurðum við tvo einstaklinga sem útskrifuðust fyrir ekki svo löngu að því hvernig námið hefur nýst þeim í starfi.
Read MoreJólaprófin eru brostin á með bugun og örvæntingu í eftirdragi. Einu sinni enn. Pælirðu stundum í því af hverju þú lætur þig hafa þetta, enn eina ferðina, og hvort það sé mögulega eitthvað næs við þennan tíma ársins?
Read MoreHáskólanemar svara því hve mikið þeir myndu borga fyrir að hækka meðaleinkunn sína um einn heilan.
Read More„Ég flutti til Íslands í júlí 2013 og síðan þá hef ég oft verið spurður hvernig upplifun það sé fyrir Spánverja að búa á Íslandi, þá sérstaklega hvort ég sakni ekki sólarinnar. Ég svara alltaf að ef ég hefði sóst eftir sólinni hefði ég haldið áfram að búa í Barcelona. Ég er hrifinn af Íslandi af því að það er öðruvísi. Samt sem áður eru nokkrir hlutir sem hafa haft áhrif á mig og mér þótt skrýtnir.“
Read MoreAllir stúdentar þekkja að það getur stundum verið erfitt að koma sér að verki. Stúdentablaðið tók saman lista yfir tíu helstu ástæður þessa hvimleiða vandamáls.
Read MorePopparinn Stefán Hilmarsson er goðsögn í íslensku tónlistarlífi, hvort sem litið er til hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, Eurovisionlaga sem hann hefur sungið eða sóló-platna hans. En innan félagsfræðiáfangans FÉL102G er Stefán Hilmarsson þekktur fyrir allt annað en tónlist.
Read More„Margir kannast við það að fresta því að taka bensín á bílinn eða að skila bók á bókasafnið en einnig kannast margir nemendur við það að fresta því að vinna verkefni þar til á síðustu stundu. Í ljós hefur komið að stór hluti háskólanemenda hefur einhverja tilhneigingu til að fresta því sem þarf að gera. Frestunin getur haft misalvarlegar afleiðingar í för með sér og valdið einstaklingum vanlíðan.“
Read MoreFlestir þeir sem hafa stundað nám á háskólastigi vita og hafa eflaust reynt á eigin skinni að námsmenn hafa oftast nær ekki úr miklu að moða. Flestir þurfa þá að ákveða hvað er nauðsynlegt og hverju má sleppa, því oft er peningurinn fljótur að klárast. Blaðamaður Stúdentablaðsins tók saman nokkur heilræði sem gagnast ættu námsmönnum á tímum þegar pyngjan tekur að léttast.
Read More„Sérfræðingarnir eru þó ekki að blekkja vísvitandi, ekki frekar en ég þegar ég opnaði loksins dýru ítölsku flöskuna sem ég keypti 2008 fyrir nokkrum mánuðum. Ég gat svarið það að þetta silkimjúka tannín, dýrindis þrúga og þessi undursamlega fylling var það besta sem ég hafði nokkurn tímann hleypt inn fyrir varir mínar.“
Read More„Ég var hættur í skóla, rosa týndur og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Ég bjó á Selfossi og langaði helst bara að vera rokkari í hljómsveit. Ég sótti síðan um tvö störf sem voru auglýst á svæðinu, annars vegar sem blaðamaður hjá Glugganum og hins vegar sem námsráðgjafi í Vallaskóla. Skiljanlega fékk ég ekki starf sem námsráðgjafi en hún Þóra á Glugganum gaf mér séns og starfið þar kveikti einhvern áhuga sem varð að lokum til þess að ég flutti til Reykjavíkur til að starfa við fjölmiðla.“
Read MoreÍ miklum hamagangi burstaði ég tennurnar og í æsingnum burstaði ég á mér tunguna með aðferð sem hreinsar hana með því að skafa efsta millimetrann af henni með handafli. Þetta var ekki ætlunin, enda hoppaði kaffið mitt upp úr maganum eftir stutta dvöl, baðaði tungu og tennur með brúnni magasýrulausn og hélt þaðan leið sinni áfram, að mestu leyti, ofan í vaskinn.
Read More„Ég labbaði í Vesturbæjarskóla og hitti fullt af skemmtilegum karakterum sem maður gleymir ekki. Ég setti upp leikrit úti á götu og borgaði fólk 50 kall til að sjá leikritin. Ég á margar mjög góðar minningar frá þessum árum. Þegar ég var 7 ára flutti ég svo í Kópavog. Ég fann mig ekki vel í Kópavogi og varð fyrir einelti, án þess að fara nánar út í það núna. Þar var ég í skólahljómsveit Kópavogs og í öllum pásum þegar aðrir voru frammi var ég að prófa öll hljóðfærin og kenndi mér á þau sjálf.“
Read More