Hvað myndirðu borga mikið fyrir hærri meðaleinkunn?
Blaðamaður Stúdentablaðsins tók nokkra Háskólastúdenta tali á Þjóðarbókhlöðunni og spurði þá hvað þeir væru tilbúnir að borga háa fjárhæð fyrir það að meðaleinkunnin þeirra myndi hækka upp um einn heilan.
„Við myndum ekki borga krónu.“
Kristín Arna Jónsdóttir, í BA-námi í þjóðfræði
Margrét Jóhannsdóttir, í BA-námi í mannfræði
Árný Arnarsdóttir, í BA-námi í mannfræði
„Ætli við myndum ekki borga svona 30 þúsund kall.“
Bára Dís Lúðvíksdóttir, í BA-námi í hjúkrunarfræði
Hinrika Bjarnadóttir, í BA-námi í hjúkrunarfræði
„Allavega ekki jafn mikið og skólagjöldin í HR.“
Halldór Reynir Tryggvason, í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði
„Við erum sammála um að við myndum ekki borga fyrir slíkt. Það myndi stríða gegn siðferðisvitund okkar.“
Þórarna Ólafsdóttir, í BA-námi í lögfræði
Jónína Ólafsdóttir, í Mag.theol. námi í guðfræði
Ólafur Jón Magnússon, í Mag.theol. námi í guðfræði
Jarþrúður Árnadóttir, í Mag.theol. námi í guðfræði
Ísey Dísa Hávarsdóttir, í BS-námi í ferðamálafræði
„Ég myndi borga 15 þúsund krónur.“
Baldur Jón Gústafsson, í BS-námi í sálfræði