„Myndir þú elska mig ef ég væri ormur?“: Af hverju sumar konur þurfa að finna fyrir skilyrðislausri ást
Þýðing: Hallberg Brynjar Guðmundsson
Þegar kemur að gagnkynhneigðum pörum hafa flest orðið vör við nýrri tísku þar sem stelpa eða kona spyr maka sinn um hvort að hann myndi ennþá elska hana við ákveðnar aðstæður. Umræddar aðstæður geta hljómað sanngjarnar („myndir þú ennþá elska mig ef ég væri gömul og hrukkótt?“) og stundum eru þeir brjálaðar („myndir þú ennþá elska mig ef ég væri snigill?“). Málið er að að við höfum öll séð stelpur bíða með öndina í hálsinum á meðan maki hennar býr sig undir að svara spurningunni.
Hvers vegna gerir hún þetta og hvers vegna eru það sérstaklega gagnkynhneigðar konur sem hafa tilhneigingu til að spyrja svona spurninga? Án þess að útiloka hinsegin fólk, þá er ég á þeirri skoðun að svona atburðarás gerist aðallega hjá gagnkynhneigðum pörum og þá sérstaklega frá hlið stelpunnar. Jafnvel þó að við öll viljum vera elskuð skilyrðislaust og erum öll að díla við okkar djöfla, þá virðist það aðallega vera gagnkynhneigðar konur sem glíma við þessar spurningar.
Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkurn tíma, þá er ég komin með tilgátu fyrir ástæðunni. Að ástæðan leynist í aldarlangri sögu af mismunun kvenna, ásamt því hvernig konur bæði laðast að, og hræðast, hitt kynið.
Ekki ríður ólánið einteyming
Leyfið mér að útskýra þessu tilgátu aðeins betur. Því þó ekki sé langt síðan konur fengu rétt til að kjósa, sem og önnur réttindi, þá er enn styttra síðan samfélagið byrjaði að koma fram við konur og karla af gagnkvæmri virðingu. Á flestum stöðum í heiminum (fyrir utan norðurlöndin) lifa gamlar og fordómafullar hugmyndir um kynjamisrétti og kyn ennþá góðu lífi. Útfrá því ríður ólánið ekki einteyming þar sem flestar gagnkynhneigðar konur eru í verri valdastöðu en makar þeirra.
Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú staðreynd að konur hafa aðeins nýlega fengið gagnkvæma virðingu frá mökum sínum. Áður fyrr var talið eðlilegt að tala um konur sem “eign” eiginmannsins. Að sama leyti, en mismunandi eftir löndum, þá höfum við öll átt mæður sem hafa upplifað félagslegan þrýsting um að vera “kona”, hvað sem það kann að hafa þýtt. Jafnvel í dag hafa sum lönd mjög takmarkaða og ákveðna staðla um hvað “kona” sé.
Síbreytilega væntingar
Og ef satt skal segja, þá verða þessir staðlar og mælingar á því hversu mikil “kona” konur geta verið sífellt ruglingslegri. Í hversdagslífi heimsins í dag hafa fleiri og fleiri konur hafnað hefðbundnum skilgreiningum á kvenmönnum, áður fyrr var jafnan talið að konur og karlar væru algjörar andstæður. Sem betur fer fattaði samfélagið sig á því að það er eðlilegra að leyfa fólki að taka ákvörðun um hvað það vill vera út frá persónuleika sínum, frekar en eftir þessum stöðluðum skilgreiningum. Þessi breyting er ruglandi fyrir marga þar sem allt í einu gátu konur gert það sama og karlar. Þetta gerði það að verkum að sá sem vill finna út hvað gerir konu að “konu” þarf að stækka viðmiðið.
Á tíunda áratugnum þá var dreginn upp mynd af fyrirmyndarkonunni. Það var kona sem fór í ræktina, hún var „girlboss“, og hélt hina fullkomnu fjölskyldu. Síðar meir varð fyrirmyndarkonan að mjög aðlaðandi konu sem gat veitt til sín bestu makanna út frá útliti sínu. Í dag er fyrirmyndarkonan með góða líkamsbyggingu og út frá því getur hún náð sér í maka, það eru þó nokkrir sem eru ósammála af þessari skilgreiningu. T.d. er önnur bylgja í gangi, svokölluð „/r/notlikeothergirls“. Það eru stelpur eða konur sem reyna að sanna gildi sitt með því að vera andstæðan við hvernig konur og stelpur birta sig á samfélagsmiðlum.
Samkeppni og útskiptanleiki
Það sem ég er að reyna segja er að alla tíð hafa konur verið dæmdar og skilgreindar út frá öllu nema persónuleika sínum og þeirra persónulegu gildum. Á sama tíma hafa konur einnig fundið fyrir þörf að keppa sín á milli, það er vegna þess að samfélagið ýtir undir þá hugsun að það sé hægt að skipta þeim út fyrir aðra „betri“ konu. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að útliti kvenna undanfarin ár; í hverri kvikmynd eða þáttaröð þurfa konurnar að vera myndarlegar til þess að fá gera eitthvað í sögunni (það eru auðvitað til undantekningar). Eldri konur (eða önnur sem falla undir það sem fjölmiðlum finnst ólaðandi) eru annaðhvort sýndar sem illmenni eða eru ekki mikilvægar fyrir söguna. Það eru ekki til mörg dæmi um mynd eða þætti sem fjalla um konu sem er ánægð með maka sinn sem elskar hana vegna persónuleika eða gilda.
Ég tel að þessi birtingarmynd kvenna í fjölmiðlum skapi óvissu hjá gagnkynhneigðum konum. Samfélagið tekur svo þessa óvissu og ýkir hana, sem gerir það að verkum að konum finnst eins og það sé hægt að skipta þeim út. Sú staðreynd að margar konur eru sambandi með maka sem virðir ekki konur og mælir verðleika kvenna á útlitinu einu, hjálpar ekki heldur með vanmáttartilfinningar sem konur finna fyrir.
Ég vil samt ekki alhæfa og segja að þetta eigi við um allar konur eða stelpur, né vil ég halda því fram að allir menn séu sekir um kynjamisrétti. Því sem betur fer hafa viðhorf til kynjanna breyst og það eru til mörg heilbrigð gagnkynja sambönd í dag sem byggja á virðingu, trausti, og nánd. Ég er líka á þeirri skoðun að við erum á þeim tímapunkti í sögunni þar sem kynjajafnrétti hefur aldrei verið betra. En það má alltaf gera betur og eitt af því sem má gera betur er að sýna fleiri heilbrigð sambönd í sviðljósinu.