Fimm kvikmyndir til að horfa á í haust

Þýðing: Bergrún Andradóttir

Ó, árstíðaskiptin. Nú er ekkert betra en að kúra uppi í sófa í lok dags, horfa í gegnum gluggann á rigninguna og laufin sem falla af trjánum, með heitan bolla af súkkulaði og sykurpúðum. Og þá kemur alltaf upp sama vandamálið, að finna réttu kvikmyndina. En þið þurfið ekki að leita lengra! Af því við hjá Stúdentablaðinu erum hérna með bestu haust-kvikmyndirnar fyrir ykkur. Þær eru tilvaldar fyrir svala haustdaga þegar það er best að halda sig inni. Svo kveiktu á kerti, skelltu þér í ullarsokkana og undir teppi. Njóttu kvöldsins! 

Hocus-pocus.jpg

Hocus Pocus, 1993

Hocus Pocus er svo sannarlega klassík á haustin og kvikmyndin fagnar 27 ára afmæli sínu í ár! 
Hún er skrifuð af þeim Mick Garris og Neil Cuthbert og leikstjórinn er enginn annar en Kenneth Ortega. Nýi strákurinn í bænum ákveður að skoða gamalt yfirgefið hús á Hrekkjavöku en slysast til að vekja þrjár nornir til lífsins. Hann neyðist því til þess að verja Hrekkjavökunótt í að reyna að stöðva ráðagerð þeirra um að verða ódauðlegar. 


You_ve got mail.jpg

You’ve Got Mail, 1998

You’ve Got Mail er rómantísk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Kvikmyndin var fyrst gefin út árið 1998, sem gæti vakið nostalgíska tilfinningu fyrir þeim tíma þegar tölvutæknin var bara á byrjunarstigi. Kvikmyndin gerist í hinni fallegu New York borg og þó að allar fjórar árstíðirnar komi fram þá er haustið ef til vill það sem stendur upp úr. Hver hefur ekki heyrt þessa frægu línu, sem Joe Fox, leikinn af Tom Hanks, segir „Ertu ekki hrifin af New York á haustin? Hún fær mig til þess að langa að kaupa skólavörur. Ég myndi senda þér vönd af nýjum, ydduðum blýöntum ef ég vissi nafnið þitt og heimilisfang.” Krúttlegt! 


Casper.jpg

Casper, 1995 

Casper er önnur klassík sem hentar vel fyrir þessa draugalegu árstíð. Þið sem eruð hrædd við drauga ættuð þó ekki að hafa áhyggjur, af því Kasper er vinalegur draugur. Þessi mynd frá árinu 1995 er bráðfyndin en það er hún Christina Ricci sem leikur aðalhlutverkið og það er mjög ólíkt hlutverki hennar sem Wednesday Addams. Kvikmyndin fjallar um sálfræðing framliðinna og dóttur hans sem flytja í hús sem er reimt, með það að markmiði að frelsa andana.

Bird box.jpg

Bird Box, 2018

Bird Box er Netflix mynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Josh Malerman. Kvikmyndin kom út árið 2018, sem gerir hana mun nýlegri en hinar myndirnar á þessum lista. Yfirgefin hús og óhugnanlegar sviðsmyndir minna á heim sem liðið hefur undir lok og það heldur áhorfendum við efnið. Myndin er blanda af hryllingi, spennu og vísindaskáldskap og er vel þess virði að kíkja á. Í stuttu máli þá neyðast persónurnar til þess að hylja augu sín hvert sem þau fara, það sem það er eitthvað að elta þau uppi!


October Sky.jpg

October Sky, 1999
„Frábær mynd sem þú munt alltaf muna eftir.“ Þegar þú hefur séð þessa mynd munt þú ekki geta gleymt henni! October Sky kom út árið 1999 og er heimildadrama/endurminningar byggð á sannri sögu Homer Hickam yngri. Homer er unglingur sem býr í litlum kolanámubæ. Hann á sér stóra drauma eftir að hafa séð rússneska gervitunglið Spútnik taka af stað. Markmið hans er að byggja eldflaug og hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir það!