Það er óhætt að segja að Stúdentaleikhúsið virki sem stökkpallur fyrir fólk sem hefur áhuga á leiklist. Stúdentablaðið leitaði til nokkurra einstaklinga sem voru í Stúdentaleikhúsinu á sínum tíma en öll hafa þau fengist við mjög fjölbreytt verkefni sem leikhúslífið hefur upp á að bjóða og hafa leiklist af einhverju tagi að aðalstarfi.
Read More„Margir spyrja sig hvort við séum snillingar eða athyglissjúkir fávitar. Dæmi hver fyrir sig.“ segja systurnar Anna Tara og Katrín Helga, en línan þarna á milli getur vissulega verið býsna þunn. „Til hvers að fara með straumnum? Hver er tilgangurinn í því að gera eitthvað sem aðrir hafa þegar gert?“
Read MoreSíðasta föstudag frumsýndi Stúdentaleikhúsið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Ég hef ekki látið sýningar Stúdentaleikhússins framhjá mér fara síðustu ár og hef gaman af þeirri greddu sem einkennir leikhúsið og þá möguleika sem skapast í metnaðarfullu amatörleikhúsi.
Read MoreVive la France fjallar um líf fólks á eyjunni Tureia í Frönsku Pólýnesíu og máttleysi þeirra gagnvart afleiðingum prófana Frakka á kjarnorkuvopnum á árunum 1966-1996. Alls voru sprengdar á milli 175-180 kjarnorkusprengjur á eyjunni og voru sumar þeirra öflugri en kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki.
Read MoreLeikritið Beint í æð var frumsýnt fyrir troðfullum sal síðasta föstudag í Borgarleikhúsinu. Verkið er eftir Ray Cooney en hann skrifaði einnig Nei ráðherra og Viltu finna milljón? sem slóu í gegn á sínum tíma. Verkið er um lækni sem á að halda ræðu á læknaplebbasamkomu en fær að vita rétt á undan að hann á 17 ára son sem hann hefur aldrei hitt. Sonurinn og barnsmóðirin koma í heimsókn og upphefst mikið uppistand.
Read More