Kostir þess að vera blóm utan veggja

Þýðandi: Guðný N. Brekkan



Þegar ég kom fyrst inn á háskólasvæðið eftir að hafa lent á Íslandi, kom mér á óvart skortur á einu: veggjum. Nær hljóðlaust opnaði háskólasvæðið sig fyrir mér og ég, sem var vön girðingum, gulum lögregluborðum og starfsfólki við hvern inngang var ég skilin eftir… undrandi.

Hameeda Syed, höfundur greinar.



Ég minntist á þetta þegar ég talaði við skólafélaga mína. “Ah, já, við erum ekki með veggi” sögðu þau sallaróleg. “Hvað finnst þér um það?”

Það var erfitt að lýsa þessari tilfinningu – en henni er líklega deilt með reynslu fjölmargra alþjóðlegra námsmanna. Þaðan sem ég kem, frá Indlandi, skilgreina veggir umfang valds manns yfir ákveðnu landsvæði. Ég sá veggi alls staðar - í skólum, á leikvöllum, jafnvel innan í fólki. Allir tiplandi á tánum í kringum landamæri hvers annars í von um að komast hjá því að stíga óvart á jarðsprengjur sem gætu sært viðkvæmt egó okkar.



Það eru tæpir þrír mánuðir síðan ég settist hér að, en þessi ólýsanlega tilfinning hefur ekki farið. Rétt eins og vindurinn sem lofar að ná af mér lausfestum hijab, hefur tilfinning mín á öryggi feykjast burt. Ég er hægt og rólega byrjuð að átta mig á því að þetta snýst ekki um hvað ég get falið sem leyndan fjársjóð, heldur hvað ég get haldið í lófanum, sem skapar traust á umhverfinu og fólkinu sem heldur því saman, vitandi að því verður aldrei stolið.

En hversu ógnvekjandi er þessi hugmynd um traust og hversu mikil ábyrgð fylgir henni! Það er óskrifuð regla um mannlega reisn og þá sameiginlegu löngun að upplifa öruggan heim.



Í mínum heimabæ felst öryggið í þögn og að vera óséður. Jafnvel þegar þú reynir að blandast hópnum stendur þú út sem skotmark gegn sameiginlegu öryggi. Þú hefur kraftinn til að brjótast í gegn, en þú ættir aldrei að beita því, eða þú munt finna þig á innilokuð innan fjóra járnveggja. Svo mörg okkar upplifa það nú þegar, og þegar við komumst út, syrgjum við það tap á okkur sjálfum.



Einhver hluti af mér er hræddur við að útsýni mitt yfir fjöllin er ekki hindrað af öryggisturni. Sem alþjóðlegur námsmaður ertu mjög meðvitaður um augnaráð fortíðarinnar á bakvið þig, bíður þín meðan þú tekur skrefin nær því, vitandi hversu sárlega þú vilt halda þér í burtu. Þú ert mjög meðvitaður um raunveruleikann sem bíður heima og allt sem þú gerir er að segja þér möntruna: “Við hugsum um morgundaginn seinna”, og minnir sjálfan þig á þau forréttindi að upplifa þetta frelsi.




Og þó, hversu stórkostlegt þetta frelsi er! Hversu mikið það blæs á glóð þrár minnar og sýnir mér nýjan veruleika. Hversu mikið það ögrar örvæntingu minni, þörfinni til að laga mig að fortíðinni og segir við mig: “Hvaða vitleysa er þetta? Hugsaðu stærra! Stærra!” Það fjarlægir ástúðlega mosann af veggjum mínum, horfir í opin augu mín og hristir hausinn sinn af gleði. “Aumingja barnið,” segir það, “hve mikið þú hefur minnkað sjálfa þig.”




Það er hugsanlegt að þú lítir á þetta sem röfl hjá sérvitrum alþjóðlegum námsmanni og ég tek því með ánægju. Og samt er ánægjan eftir - þessi orð hefðu ekki hellst út ef ég hefði ekki séð annan heim - einn þar sem ég kíki ekki í gegnum holu í veggnum, einn þar sem lög Pink Floyd virðast of ömurleg og einn þar sem skortur á dagsbirtu dregur ekki úr sólinni innra með mér.


Eins og sumir bekkjafélaga minna segja þegar við lendum í fyrirbæri sem virðist menningarlega furðulegt, “Þetta er Ísland, elskan!”