Ranghugmyndir um fortíðina
Þegar litið er aftur á mannkynssöguna er í lang flestum tilvikum hægt að fullyrða að frásögnin hafi að einhverju leyti skekkst. Mannfólk hefur staðið fyrir varðveislu og skrásetningu sagna en það er erfitt að ganga úr skugga um að sögumaður sé áreiðanlegur. Og enn fremur getur túlkun sagnanna verið hlutdræg og þá er um hugrænar skekkjur (e. cognitive bias) að ræða. Til eru nokkrar gerðir af hugrænum skekkjum sem geta afskræmt viðhorf okkar og skoðanir, t.d. staðfestingarhneigð (e. conformation bias), leiðsagnarreglan um það tiltæka (e. availability heuristic) o.fl.. En eitt það mikilvægasta sem háskólanemandi getur tileinkað sér er rökhugsun, en hún ýtir undir forvitni og eflir dýpri skilning á fortíðinni. Ein leið til þess að efla gagnrýna hugsun er einmitt að þekkja slíkar skekkjur og að líta fram hjá þeim.
Staðfestingarhneigð er sú tilhneiging okkar til þess að leita upplýsinga sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir okkar en hunsa mótrök, en þessi skekkja er ríkjandi í túlkun sagna þegar litið er til fortíðarinnar. Ef saga Kristófer Kólumbusar, sá sem fann Ameríku (aftur), er tekin sem dæmi þá er hugrekki hans og hugvit í hávegum höfð en gert lítið úr þeim skelfilegu áhrifum sem landnámið hafði á frumbyggjana. Þrátt fyrir að færð séu rök fyrir grimmdarverkum Kristófers þá er eru það eru það sögur af hetjudáðum hans sem börnum er kennt um kynslóð eftir kynslóð. En jafnframt er gert lítið úr þeim skelfilegu áhrifum sem landnámið hafði á frumbyggja og þrátt fyrir að í sífellu séu borin rök fyrir grimmdarverkum hans. Sagan segir einnig að hann hafi að öllum líkindum fært Evrópu sárasótt í „heimkomugjöf “, þrátt fyrir það er enn þann dag í dag haldið í þá rómantísku hugmynd um Kólumbus og landafundi hans. Þannig lítur fólk framhjá því sem samræmist ekki þeirra fullkomnu hugmynd um hetjuna sem uppgötvaði Ameríku og sýnir þ.a.l. staðfestingarhneigð í túlkun sinni á sögunni.
Sjálfsþjónustuskekkjan (e. self serving bias) lýsir tilhneigingu fólks til þess að rekja velgengni, hvort sem það sé eigin velgengni, velgengni liðs, flokks eða annað slíkt, til eigin persónu, hæfileika eða viðleitni en rekja svo mistök til ytri þátta. Sem dæmi um Sjálfsþjónustuskekkjuna má nefna Napóleon Bónaparte, víðþekkta herforingjann og fyrrum keisara Frakklands. Napóleon er oft hampað fyrir hernaðarlega snilligáfu og sigra hans með nýstárlegum aðferðum á vígvellinum. Innrás Napóleons í Rússland árið 1812 lauk með hörmulegum afleiðingum vegna birgðaskorts í hörðum vetri Rússlands og sumir halda því jafnvel fram að herinn hafi fengið flekkusótt (e. typhus) allt vegna illa skipulagðri innrás. Hins vegar vilja margir halda því fram að þessar afleiðingar hafi ekki verið sökum hernaðarsnillingsins Napóleon Bónaparte sem leiddi meira en 600.000 menn til Rússlands. Heldur halda margir því fram að misfarirnar hafi verið að verkum aðstæðna, hrakvirði og víðáttu rússnesks yfirráðasvæðis. Sjálfsþjónustuskekkjan er fremur algeng í túlkun sögulegra aðstæðna og þá sérstaklega þegar það kemur að sögu mikilmenna.
Önnur hugræn skekkja sem hætta er á að verða fyrir er leiðsagnarreglan um það tiltæka (e. availability heuristic), en hún felur í sér að taka afstöðu um eitthvað vegna þess hve tiltækar eða aðgengilegar upplýsingar um viðfangsefnið eru. Þegar einstaklingar standa frammi fyrir sögulegum heimildum er fólk líklegra til þess að treysta á tilfinningahlaðnar reynslusögur sem auðvelt er að endurkalla úr minni. Ef við rifjum upp það sem við munum um seinni heimsstyrjöldina kemur helst til hugar innrásin í Normandí/y (D-day), blitzkrieg og sprengjuárásin á Hiroshima og Nagasaki. Enda er gjarnan lögð áhersla á þessa atburði í kennslubókum og heimildarmyndum og því eru þetta eftirminnilegir atburðir í minni margra. Hins vegar ef einblínt er eingöngu á þessi atvik getur það skyggt á skilning okkar á mikilvægum þáttum stríðsins, svo sem framlag óþekktra andspyrnuhreyfinga, diplómatískra samningaviðræða og reynslu almennings á heimavelli. Til að mynda er oft lítil áhersla lögð á hlutverk kvenna í stríðinu, bæði í víglínunni og iðnaði, í samanburði við hernaðarlegan ávinning karlkyns bardagamanna.
Þegar mannkynssagan er skoðuð er nauðsynlegt að nota gagnrýna hugsun og að gera sér grein fyrir því að hugrænar skekkjur eins og þær sem nefndar voru í þessari grein geta haft mikil áhrif á bæði túlkun og skilning okkar. Því er gott að tileinka sér gagnrýna hugsun og að treysta ekki nýjum upplýsingum umhugsunarlaust.