Morð á herragarði stjörnumerkjanna!
Þýðing: Guðný Nicole Brekkan
Varðstjóri, harmleikur mun eiga sér stað í þessum mánuði!
Öll stjörnumerkin munu safnast saman í glæsilegu
kvöldverðarboði sem haldið verður á setri Steingeitarinnar.
Þegar ljósin slokkna mun einhver vera látinn.
Varðstjóri, þú verður að finna út hvert
stjörnumerkjanna mun gera þetta!
Steingeit (Desember 22 – Janúar 19)
Þar sem Satúrnus hættir fljótlega að fara afturábak, ertu dæmt til að eiga ólgusamann mánuð. Maturinn sem þú pantaðir nægir ekki, þjónarnir eru týndir og einn gesta þinna mun deyja á meðan þú ert upptekinn við að redda því sem þú getur í eldhúsinu. Hvað veldur því að allt fer svona illa?!
Vatnsberi (Janúar 20 – Feb 18)
Vingjarnlegt og fálátt, þær prófraunir sem koma munu
ekki trufla þig í þessum mánuði. Þú munt halla þér í
ruggustólnum með sígarettureyk sem þyrlast um þig.
Þú munt eyða þessum mánuði í að segja varðstjóranum
að það gæti ekki hafa verið þú. Þú munt segja:
“Ég var á svölunum að dást að stjörnunum með
ástmanni mínum /ástkonu minni.”
Fiskar (Febrúar 19 – Mars 20)
Sjálfsumönnun er eitthvað sem þig hefur vantað þennan mánuðinn. Taugar þínar verða í rúst og það líður yfir þig fyrst þegar ljósin kvikna aftur. Þú þarft að útskýra hvers vegna þú hélst á hníf og eplið sem þú heldur því fram að þú værir að skræla mun virðast hverfa. Gangi þér vel Fiskar.
Hrútur (Mars 21 – Apríl 19)
Velmegun og gjöfulir dagar bíða þín. Tvíburar mun hafa
nefnt þig eina erfingja alls bús þeirra. Óheppilegt fráfall
þeirra mun gagnast þér gríðarlega. En þú heppið,
þú munt segjast vera að deila víni með vini þegar
þú færð gleðifréttirnar.
Naut (Apríl 20 – Maí 20)
Þú ert alltaf tryggt þeim sem eru í kring um þig, en reyndu í þessum mánuði að sýna sjálfu þér hollustu. Stundum er erfitt að vera í herfrakkanum, þar sem allir munu líta til þín að leiða þau á erfiðistímum. Það er þín hugmynd að hringja í varðstjórann og það verður þú sem útskýrir að þú hefðir ekki getað farið svona fljótt yfir á hina hlið borðsins.
Tvíburar (Maí 21 – Júní 20)
Því miður, en í þessum mánuði verður þú myrt.
Þú verður stungið í veislunni. Hnífurinn situr
fastur í bakinu á þér og líkami þinn liggur yfir
eldaðann kalkúninn á matarborðinu. Morð þitt
mun valda töluverðu uppnámi. En líttu á björtu
hliðarnar, þú verður aðal umræðuefnið.
Krabbi (Júní 21 – Júlí 22)
Á meðan tunglið dvínar gerir matarlystin þín það ekki. Þú munt eyða meirihluta næturinnar í að troða í þig mat við enda borðsins. Þó kalkúnninn sé ekki of langt í burtu, þá mun Vogin reglulega rétta þér. Merkilegt nokk, þá mun hnífurinn þinn vera sá eini sem týnist, en hverju skiptir týnd hnífapör þegar maturinn er svona frábær. Kannski er Steingeitin með meira í eldhúsinu.
Ljón (Júlí 23 – Ágúst 22)
Varastu of mikið sjálfsöryggi í þessum mánuði.
Það er gott að hlúa að sjálfinu, en grobb mun
ekki hjálpa þér að öðlast samúð frá varðstjóranum.
Þó Tvíburar munu sannarlega skyggja á þig, þá munt þú
segjast vera við barinn að drekka glas af víni þegar ljósin slokkna.
Meyja (Ágúst 23 – September 22)
Tilraunir þínar til að fela sannleikann þýða samt ekki að hann haldist falinn. Í þessum mánuði mun svæsið ástarsamband þitt við Vatnsbera vera opinberað. Staðreynd er að Tvíburar héngu yfir þér í talsverðann tíma. Dauði þeirra breytir ekki þeirri staðreynd að orðspor þitt verður í molum.
Vog (September 23 – Október 22)
Þó þú hafir tilhneigingu til að dæma aðra, þá er mikilvægt
að hugsa um sjálft þig. Já, hershöfðinginn á móti þér mun ekki
hafa pússað medalíurnar sínar, nei, stanslaust mas Tvíbura
mun ekki vekja áhuga þinn. Þú munt eyða öllum mánuðinum
í að útskýra fyrir varðstjóranum hvernig þú varst á svölunum að reykja.
Sporðdreki (Október 23 – Nóvember 21)
Þessi mánuður verður mánuður harkalegra staðreynda. Þau áttu að verða fjórða hjónabandið þitt. Þú bjóst við því að þau yrðu ótrú, en með Vatnsbera? Sum merki hafa engan klassa. Kannski munt þú halda matarboð í þessum mánuði líka. Þú getur einungis vonað, að það verði til að deyja fyrir.
Bogmaður (Nóvember 22 – Desember 21)
Þar sem Júpíter hættir að fara afturábak í þessum mánuði,
munt þú finna fyrir miklum andlegum vexti. Þú munt segjast
skynja hefndarhug í húsinu, en því miður mun margra ára
reynsla þín af spádómum ekki gagnast varðstjóranum mikið.
Sérstaklega þar sem þú munt sitja við þann enda borðsins sem
lengst er frá Tvíburum, með engan á milli ykkar þegar ljósin slokkna.
Lausnin:
“Hann vildi bara ekki þagna! Einhver varð að gera eitthvað!” mun Vogin hrópa þegar varðstjórinn tekur það á brott. Það er satt á réttum stað til að myrða Tvíbura, fjarvistar sönnun þess stangast á við Vatnsbera og Meyju. Það hefur aðgang að morðvopninu og ástæðu til þess.
Góða framtíðarvinnu, varðstjóri.